Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru erlend borgarnöfn þýdd eða þeim breytt í íslensku máli, til dæmis Lundúnir, Kaupmannahöfn, o.s.frv.?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Því er til að svara að nafnið Lundúnir er ekki þýtt, en í elstu heimildum var það Londinium (hjá Tacitusi 115-117 e.Kr.) eða Lundonia (hjá Beda um 730 e.Kr.). Í elstu heimildum íslenskum eru myndirnar bæði Lundún og Lundúnir og eru þær myndir ekki fjarri því sem Beda skrifar. Merking nafnsins er engan veginn ljós og talið er nær fullvíst að það sé eldra en úr keltneskum málum. Um Kaupmannahöfn er það að segja að það nafn kemur fyrir í Flateyjarbók svo að þar er hvorki um að ræða þýðingu né breytingu. Það eru breytingar í málum viðkomandi landa sem hafa breytt nöfnum þessara borga en ekki við Íslendingar.London, Londinium, Lundonia eða Lundúnir?

Fleiri nöfn ýmissa staða eða landa sem nærri okkur eru landfræðilega hafa haldist allt frá fornu fari, til dæmis Árósar (Århus), Björgvin (Bergen), Óðinsvé (Odense), Svíþjóð (Sverige) svo að dæmi séu nefnd.

Á alþjóðlega vísu er talað um exonym (útnöfn) annars vegar og endonym (innnöfn) hins vegar. Nöfnin Lundúnir og Kaupmannahöfn eru exonym af því að borgirnar heita á máli innfæddra London og København sem eru þá endonym.

Sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna um örnefni mælir með notkun innnafna af virðingu við hverja þjóð, og þess vegna er fremur notað kínverska heitið Beijing en Peking, svo að dæmi sé nefnt. Við tökum því ekki vel ef Reykjavík er nefnd Smoky Cove enda er hvergi hefð fyrir því en okkur leyfist að tala um Lundúnir og Kaupmannahöfn af því að aldagömul hefð er fyrir því.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Af hverju er í íslensku máli erlend borgarnöfn þýdd eða breytt ? Hefði það ekki mikill áhrif á ferðamenn ef menn spyrja til vegar og spyrja þá um Lundúnir? Hvernig mundu Íslendingar taka því ef Reykjavík væri Smoky Cove, Hafnafjörður væri Harbor bay o.s.frv.? Hver er ástæðan fyrir þessum þýðingum erlendum borgarnöfnum?

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

11.2.2009

Spyrjandi

Ólafur Þórisson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Af hverju eru erlend borgarnöfn þýdd eða þeim breytt í íslensku máli, til dæmis Lundúnir, Kaupmannahöfn, o.s.frv.?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2009, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48711.

Svavar Sigmundsson. (2009, 11. febrúar). Af hverju eru erlend borgarnöfn þýdd eða þeim breytt í íslensku máli, til dæmis Lundúnir, Kaupmannahöfn, o.s.frv.? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48711

Svavar Sigmundsson. „Af hverju eru erlend borgarnöfn þýdd eða þeim breytt í íslensku máli, til dæmis Lundúnir, Kaupmannahöfn, o.s.frv.?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2009. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48711>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru erlend borgarnöfn þýdd eða þeim breytt í íslensku máli, til dæmis Lundúnir, Kaupmannahöfn, o.s.frv.?
Því er til að svara að nafnið Lundúnir er ekki þýtt, en í elstu heimildum var það Londinium (hjá Tacitusi 115-117 e.Kr.) eða Lundonia (hjá Beda um 730 e.Kr.). Í elstu heimildum íslenskum eru myndirnar bæði Lundún og Lundúnir og eru þær myndir ekki fjarri því sem Beda skrifar. Merking nafnsins er engan veginn ljós og talið er nær fullvíst að það sé eldra en úr keltneskum málum. Um Kaupmannahöfn er það að segja að það nafn kemur fyrir í Flateyjarbók svo að þar er hvorki um að ræða þýðingu né breytingu. Það eru breytingar í málum viðkomandi landa sem hafa breytt nöfnum þessara borga en ekki við Íslendingar.London, Londinium, Lundonia eða Lundúnir?

Fleiri nöfn ýmissa staða eða landa sem nærri okkur eru landfræðilega hafa haldist allt frá fornu fari, til dæmis Árósar (Århus), Björgvin (Bergen), Óðinsvé (Odense), Svíþjóð (Sverige) svo að dæmi séu nefnd.

Á alþjóðlega vísu er talað um exonym (útnöfn) annars vegar og endonym (innnöfn) hins vegar. Nöfnin Lundúnir og Kaupmannahöfn eru exonym af því að borgirnar heita á máli innfæddra London og København sem eru þá endonym.

Sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna um örnefni mælir með notkun innnafna af virðingu við hverja þjóð, og þess vegna er fremur notað kínverska heitið Beijing en Peking, svo að dæmi sé nefnt. Við tökum því ekki vel ef Reykjavík er nefnd Smoky Cove enda er hvergi hefð fyrir því en okkur leyfist að tala um Lundúnir og Kaupmannahöfn af því að aldagömul hefð er fyrir því.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Af hverju er í íslensku máli erlend borgarnöfn þýdd eða breytt ? Hefði það ekki mikill áhrif á ferðamenn ef menn spyrja til vegar og spyrja þá um Lundúnir? Hvernig mundu Íslendingar taka því ef Reykjavík væri Smoky Cove, Hafnafjörður væri Harbor bay o.s.frv.? Hver er ástæðan fyrir þessum þýðingum erlendum borgarnöfnum?...