Sólin Sólin Rís 10:34 • sest 15:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:18 • Sest 15:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:51 • Síðdegis: 24:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:23 • Síðdegis: 18:20 í Reykjavík

Hvernig býr maður til teiknimyndir?

JGÞ

Það er auðvelt að búa til teiknimyndir án flókins búnaðar. Það eina sem þarf er blýantur og bók. Myndir eru teiknaðar á spássíu bókarinnar, ein á hverja síðu, alltaf á sama stað. Þegar bókinni er flett hratt virðast kyrrstæðu myndirnar hreyfast, eins og í teiknimyndum.

Til þess að teiknimyndir virðist raunverulegar þurfa myndirar sem við teiknum að vera af því sama, til dæmis blómi sem vex hægt og hægt að hverri síðu. Það þýðir ekki að teikna blóm á eina síðu og hest á næstu - þegar þannig myndum er flett mundi það ekki blekkja augað þannig að út kæmi hreyfimynd.

Ef við flettum bókinni þannig að á hverri sekúndu renni 24 síður fram hjá auganu þá höfum við náð sama hraða og kvikmyndir. Kvikmyndir eru í raun og veru bara 24 kyrrstæðar myndir á hverri sekúndu. En af því að kyrru myndirnar eru svona margar á stuttum tíma virðist sem þær hreyfist.Rammarnir hér að ofan mynda teiknimynd sem sjá má með því að smella hér.

Hægt er að lesa meira um efni tengt spurningunni í þessum svörum:

Mynd: Cyberageous Graphics & Web Design

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.4.2005

Spyrjandi

Áslaug Birna, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig býr maður til teiknimyndir?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005. Sótt 27. nóvember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=4888.

JGÞ. (2005, 18. apríl). Hvernig býr maður til teiknimyndir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4888

JGÞ. „Hvernig býr maður til teiknimyndir?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 27. nóv. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4888>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig býr maður til teiknimyndir?
Það er auðvelt að búa til teiknimyndir án flókins búnaðar. Það eina sem þarf er blýantur og bók. Myndir eru teiknaðar á spássíu bókarinnar, ein á hverja síðu, alltaf á sama stað. Þegar bókinni er flett hratt virðast kyrrstæðu myndirnar hreyfast, eins og í teiknimyndum.

Til þess að teiknimyndir virðist raunverulegar þurfa myndirar sem við teiknum að vera af því sama, til dæmis blómi sem vex hægt og hægt að hverri síðu. Það þýðir ekki að teikna blóm á eina síðu og hest á næstu - þegar þannig myndum er flett mundi það ekki blekkja augað þannig að út kæmi hreyfimynd.

Ef við flettum bókinni þannig að á hverri sekúndu renni 24 síður fram hjá auganu þá höfum við náð sama hraða og kvikmyndir. Kvikmyndir eru í raun og veru bara 24 kyrrstæðar myndir á hverri sekúndu. En af því að kyrru myndirnar eru svona margar á stuttum tíma virðist sem þær hreyfist.Rammarnir hér að ofan mynda teiknimynd sem sjá má með því að smella hér.

Hægt er að lesa meira um efni tengt spurningunni í þessum svörum:

Mynd: Cyberageous Graphics & Web Design

...