Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það eru kynhormón sem valda breytingum á líkama konunnar á meðgöngu og undirbúa hann fyrir fæðingu og mjólkurmyndun að fæðingu lokinni.

Mjólkurmyndandi einingar brjóstanna, svokallaðar kirtilblöðrur (e. alveoli) stækka fyrir áhrif meðgönguhormónsins prógesteróns. Kirtilblöðrurnar líkjast vínberjaklösum, þar sem mjólkin myndast í “vínberjunum” og berst svo eftir mjólkurgöngum eða “greinunum” (e. ducts, ) að geirvörtunni. Mjólkin berst frá smæstu göngunum í sífellt stærri og safnast að lokum í mjólkurstokk (e. lactiferous sinus) rétt undir geirvörtunni.

Hormónið estrógen stuðlar að vexti og þroskun þessa gangakerfis. Mjólkurhormón (e. prolactin) og önnur hormón taka einnig þátt í stækkun brjóstanna og undirbúningi þeirra fyrir mjólkurmyndun og brjóstagjöf.

Dökki húðhringurinn í kringum geirvörtuna, svokallaður vörtubaugur (e. areola) dökknar og þvermál hans eykst. Talið er að þessi dökknun geri nýburanum auðveldara að finna geirvörtuna. Litlu bólurnar á vörtubaugnum stækka einnig en þær eru kirtlar sem seyta efni sem smyr og verndar vörtubauginn gegn sýkingum. Konur ættu að forðast að nota sápu eða annað til að herða vörturnar, því það truflar gagnsemi kirtlanna og kemur ekki í veg fyrir aumar geirvörtur, eins og áður var talið.



Brjóst þungaðra kvenna taka breytingum strax á fyrstu vikum meðgöngu vegna kynhormóna.

Á þriðja mánuði meðgöngu hefst myndun fyrsta stigs broddmjólkur, sem er þykkur gulleitur vökvi ríkur af næringarefnum og ónæmisþáttum.

Þegar öðrum þriðjungi meðgöngu lýkur er brjóstið farið að mynda eiginlega broddmjólk, jafnvel strax eftir 16 vikur. Hjá sumum konum kemur svolítið af broddmjólk úr geirvörtunum og örlítið blóð getur fylgt, en það er eðlilegt og stafar aðeins af vaxandi fjölda og þroskun æða í gangakerfi brjóstanna.

Á síðasta þriðjungi meðgöngunnar halda brjóstin áfram að stækka vegna stækkunar mjólkurmyndandi frumna og útþenslu þeirra vegna broddmjólkur sem safnast í þær.

Broddmjólk kemur úr brjóstum fyrstu dagana eftir fæðingu en yfirleitt hefst framleiðsla á þroskaðri mjólk í kringum þriðja eða fjórða dag eftir fæðingu.

Það er athyglisvert að mjólk móður sem fæðir barn fyrir tímann er svolítið öðruvísi samsett en mjólk frá móður fullburða barns. Efnasamsetningin hentar betur þörfum fyrirburans sem er með vanþroskaðra líffærakerfi.

Hægt er að lesa meira um brjóstamjólk í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða efni eru í móðurmjólk?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Er það rétt að móðir fyrirbura framleiðir sérstaka fyrirburamjólk ef að hún fæðir fyrir tímann?

Höfundur

Útgáfudagur

20.10.2009

Spyrjandi

Anton Guðjónsson, Ólafur Jón Ólafsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni?“ Vísindavefurinn, 20. október 2009. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49270.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2009, 20. október). Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49270

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2009. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49270>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni?
Það eru kynhormón sem valda breytingum á líkama konunnar á meðgöngu og undirbúa hann fyrir fæðingu og mjólkurmyndun að fæðingu lokinni.

Mjólkurmyndandi einingar brjóstanna, svokallaðar kirtilblöðrur (e. alveoli) stækka fyrir áhrif meðgönguhormónsins prógesteróns. Kirtilblöðrurnar líkjast vínberjaklösum, þar sem mjólkin myndast í “vínberjunum” og berst svo eftir mjólkurgöngum eða “greinunum” (e. ducts, ) að geirvörtunni. Mjólkin berst frá smæstu göngunum í sífellt stærri og safnast að lokum í mjólkurstokk (e. lactiferous sinus) rétt undir geirvörtunni.

Hormónið estrógen stuðlar að vexti og þroskun þessa gangakerfis. Mjólkurhormón (e. prolactin) og önnur hormón taka einnig þátt í stækkun brjóstanna og undirbúningi þeirra fyrir mjólkurmyndun og brjóstagjöf.

Dökki húðhringurinn í kringum geirvörtuna, svokallaður vörtubaugur (e. areola) dökknar og þvermál hans eykst. Talið er að þessi dökknun geri nýburanum auðveldara að finna geirvörtuna. Litlu bólurnar á vörtubaugnum stækka einnig en þær eru kirtlar sem seyta efni sem smyr og verndar vörtubauginn gegn sýkingum. Konur ættu að forðast að nota sápu eða annað til að herða vörturnar, því það truflar gagnsemi kirtlanna og kemur ekki í veg fyrir aumar geirvörtur, eins og áður var talið.



Brjóst þungaðra kvenna taka breytingum strax á fyrstu vikum meðgöngu vegna kynhormóna.

Á þriðja mánuði meðgöngu hefst myndun fyrsta stigs broddmjólkur, sem er þykkur gulleitur vökvi ríkur af næringarefnum og ónæmisþáttum.

Þegar öðrum þriðjungi meðgöngu lýkur er brjóstið farið að mynda eiginlega broddmjólk, jafnvel strax eftir 16 vikur. Hjá sumum konum kemur svolítið af broddmjólk úr geirvörtunum og örlítið blóð getur fylgt, en það er eðlilegt og stafar aðeins af vaxandi fjölda og þroskun æða í gangakerfi brjóstanna.

Á síðasta þriðjungi meðgöngunnar halda brjóstin áfram að stækka vegna stækkunar mjólkurmyndandi frumna og útþenslu þeirra vegna broddmjólkur sem safnast í þær.

Broddmjólk kemur úr brjóstum fyrstu dagana eftir fæðingu en yfirleitt hefst framleiðsla á þroskaðri mjólk í kringum þriðja eða fjórða dag eftir fæðingu.

Það er athyglisvert að mjólk móður sem fæðir barn fyrir tímann er svolítið öðruvísi samsett en mjólk frá móður fullburða barns. Efnasamsetningin hentar betur þörfum fyrirburans sem er með vanþroskaðra líffærakerfi.

Hægt er að lesa meira um brjóstamjólk í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða efni eru í móðurmjólk?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Er það rétt að móðir fyrirbura framleiðir sérstaka fyrirburamjólk ef að hún fæðir fyrir tímann?
...