Stjörnuspár byggja á einfaldri forsendu. Í stjörnuspeki er fullyrt að tilhögun pláneta og fastastjarna á fæðingarstund einstaklinga hafi áhrif á líf og persónuleika þessara sömu einstaklinga í framtíðinni. Samkvæmt vísindum nútímans er ekkert sem styður þetta.
Stjörnuspeki nútímans má rekja allt til Ptólemaíosar sem batt stjörnuspeki Babýlóníumanna í heildstætt kerfi. Merkin sem stjörnufræðingar nota mynda svokallaðan Dýrahring sem flestir þekkja. Pólvelta jarðar veldur því hins vegar að sólin gengur nú ekki í gegnum sömu merki á sama árstíma og á dögum Ptólemaíosar. Þegar fólk les stjörnuspána sína í dag er það þess vegna að lesa stjörnuspá sem tekur mið af Dýrahring sem gilti í raun á dögum Ptólemaíosar. Um þetta má lesa nánar í svari Eru stjörnuspár sannar? en þetta svar byggir einmitt á því.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?
- Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.