Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju springur ljósapera?

EDS

Í venjulegum ljósaperum er fínn þráður úr málmi sem hitnar og fer að glóa þegar rafstraumur er leiddur um hann. Við notkun eyðist vírinn smám saman þannig að hann verður grennri á einhverjum stöðum. Þetta endar þannig að málmþráðurinn fer í sundur á slíkum stöðum.

Þegar vírinn fer í sundur getur hlaupið neisti á milli og valdið lítilli “sprengingu”, það heyrist smá hljóð og ljósblossi sést. Neistanum fylgir rafstraumshögg sem stundum veldur því að næm öryggi eða vartappar (fuse) springa.

Þetta er stytt útgáfa af svari Kristjáns Leóssonar við sömu spurningu. Lesendur eru hvattir til að kynna sér það svar í heild sinni með því að smella hér.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2008

Spyrjandi

Ylfa

Tilvísun

EDS. „Af hverju springur ljósapera? “ Vísindavefurinn, 17. október 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49618.

EDS. (2008, 17. október). Af hverju springur ljósapera? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49618

EDS. „Af hverju springur ljósapera? “ Vísindavefurinn. 17. okt. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49618>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju springur ljósapera?
Í venjulegum ljósaperum er fínn þráður úr málmi sem hitnar og fer að glóa þegar rafstraumur er leiddur um hann. Við notkun eyðist vírinn smám saman þannig að hann verður grennri á einhverjum stöðum. Þetta endar þannig að málmþráðurinn fer í sundur á slíkum stöðum.

Þegar vírinn fer í sundur getur hlaupið neisti á milli og valdið lítilli “sprengingu”, það heyrist smá hljóð og ljósblossi sést. Neistanum fylgir rafstraumshögg sem stundum veldur því að næm öryggi eða vartappar (fuse) springa.

Þetta er stytt útgáfa af svari Kristjáns Leóssonar við sömu spurningu. Lesendur eru hvattir til að kynna sér það svar í heild sinni með því að smella hér.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur

...