Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 16:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:07 • Sest 12:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:40 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík

Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó?

EDS

Til þess að finna út úr því hversu lengi ljósið, eða maður á ljóshraða, væri að fara frá sólinni til Plútó þurfum við í fyrsta lagi að vita hversu hratt ljósið fer og í öðru lagi hversu langt er á milli sólarinnar og Plútó.

Ljósið fer reyndar mishratt eftir efninu sem það fer um eins og fjallað er um í svari við spurningunni Er hraði ljóssins breytilegur? Í þessu dæmi okkar hér er miðað við hraða ljóssins í tómarúmi en hann er nálægt 300.000 km/s.

Fjarlægðin á milli sólar og Plútó er ekki alltaf sú sama heldur breytileg eftir því hvar á sporbaug sínum Plútó er. Mest er fjarlægðin um 7.376 milljón km, en minnsta er hún um 4.437 milljón km.

Þegar Plútó er fjærst sólu tekur það ljósið því um 6 klukkustundir og 50 mínútur að berast þangað en þegar Plútó er næst sólu tekur ferðalag ljóssins, eða einhvers sem er á ljóshraða rétt rúmar 4 klukkustundir.

Því miður er ómögulegt fyrir menn að ferðast á ljóshraða eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það? Miðað við þá tækni sem þekkist í dag tæki það menn næstum því 228 ár að komast frá jörðu til Plútó með hraðskreiðustu farþegaþotum heims. Tímann væri hins vegar hægt að stytta töluvert ef ferðast væri með geimskutlu, en slíkt farartæki ætti að geta náð til Plútó á tæpum 18 árum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað tekur langan tíma að fljúga til Plútó? eftir Katrínu Birgisdóttur.

Heimild: Windows to the Universe. Skoðað 17. 10. 2008.

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað tæki það mörg ár fyrir þotu að komast til Plútó?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2008

Spyrjandi

Oddný og Katrín, Alexander Máni Kárason

Tilvísun

EDS. „Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó?“ Vísindavefurinn, 17. október 2008. Sótt 18. janúar 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=49622.

EDS. (2008, 17. október). Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49622

EDS. „Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2008. Vefsíða. 18. jan. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49622>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó?
Til þess að finna út úr því hversu lengi ljósið, eða maður á ljóshraða, væri að fara frá sólinni til Plútó þurfum við í fyrsta lagi að vita hversu hratt ljósið fer og í öðru lagi hversu langt er á milli sólarinnar og Plútó.

Ljósið fer reyndar mishratt eftir efninu sem það fer um eins og fjallað er um í svari við spurningunni Er hraði ljóssins breytilegur? Í þessu dæmi okkar hér er miðað við hraða ljóssins í tómarúmi en hann er nálægt 300.000 km/s.

Fjarlægðin á milli sólar og Plútó er ekki alltaf sú sama heldur breytileg eftir því hvar á sporbaug sínum Plútó er. Mest er fjarlægðin um 7.376 milljón km, en minnsta er hún um 4.437 milljón km.

Þegar Plútó er fjærst sólu tekur það ljósið því um 6 klukkustundir og 50 mínútur að berast þangað en þegar Plútó er næst sólu tekur ferðalag ljóssins, eða einhvers sem er á ljóshraða rétt rúmar 4 klukkustundir.

Því miður er ómögulegt fyrir menn að ferðast á ljóshraða eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það? Miðað við þá tækni sem þekkist í dag tæki það menn næstum því 228 ár að komast frá jörðu til Plútó með hraðskreiðustu farþegaþotum heims. Tímann væri hins vegar hægt að stytta töluvert ef ferðast væri með geimskutlu, en slíkt farartæki ætti að geta náð til Plútó á tæpum 18 árum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað tekur langan tíma að fljúga til Plútó? eftir Katrínu Birgisdóttur.

Heimild: Windows to the Universe. Skoðað 17. 10. 2008.

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað tæki það mörg ár fyrir þotu að komast til Plútó?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....