Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvernig varð rafmagn til?

JGÞ

Rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins. Rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi og það er til dæmis vel sýnilegt í eldingum. Rafhleðsla finnst í öllu efni, til dæmis öllu því sem er á heimilinu okkar eða í skólastofunni, en yfirleitt eru hlutirnir óhlaðnir og við greinum þess vegna ekki rafmagnið út á við.



Í venjulegu efni eru nær eingöngu þrjár tegundir af eindum: rafeindir, róteindir og nifteindir. Rafeindir hafa hleðsluna –e, róteindir +e en nifteindir hafa enga hleðslu. Nær alltaf er jafnmikið af rafeindum og róteindum í efninu og þá hefur efnið í heild sinni enga hleðslu. Til þess að hlaða það og gera rafmagnið „sýnilegt“, þarf að sjá til þess að ekki sé sama hlutfall á milli rafeinda og róteinda í efninu. Þá er hægt að nýta sér að rafeindirnar eru miklu léttari en róteindirnar og þar að auki oft laustengdar atómum efnisins. Rafeindirnar er þess vegna hægt að færa frá einu efni yfir á annað og hlaða þannig hlutinn.

Ef við greiðum þurrt hár með þurri greiðu þá færast rafeindir frá hárinu yfir á greiðuna og bæði greiðan og hárið hlaðast. Greiðan fær neikvæða hleðslu, þar sem fleiri rafeindir eru á henni eftir að við greiðum okkur, en hárið sem tapar rafeindum fær jákvæða hleðslu, þar sem fleiri róteindir eru eftir þar en rafeindir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2008

Spyrjandi

Ylfa

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig varð rafmagn til?“ Vísindavefurinn, 17. október 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49633.

JGÞ. (2008, 17. október). Hvernig varð rafmagn til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49633

JGÞ. „Hvernig varð rafmagn til?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49633>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð rafmagn til?
Rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins. Rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi og það er til dæmis vel sýnilegt í eldingum. Rafhleðsla finnst í öllu efni, til dæmis öllu því sem er á heimilinu okkar eða í skólastofunni, en yfirleitt eru hlutirnir óhlaðnir og við greinum þess vegna ekki rafmagnið út á við.



Í venjulegu efni eru nær eingöngu þrjár tegundir af eindum: rafeindir, róteindir og nifteindir. Rafeindir hafa hleðsluna –e, róteindir +e en nifteindir hafa enga hleðslu. Nær alltaf er jafnmikið af rafeindum og róteindum í efninu og þá hefur efnið í heild sinni enga hleðslu. Til þess að hlaða það og gera rafmagnið „sýnilegt“, þarf að sjá til þess að ekki sé sama hlutfall á milli rafeinda og róteinda í efninu. Þá er hægt að nýta sér að rafeindirnar eru miklu léttari en róteindirnar og þar að auki oft laustengdar atómum efnisins. Rafeindirnar er þess vegna hægt að færa frá einu efni yfir á annað og hlaða þannig hlutinn.

Ef við greiðum þurrt hár með þurri greiðu þá færast rafeindir frá hárinu yfir á greiðuna og bæði greiðan og hárið hlaðast. Greiðan fær neikvæða hleðslu, þar sem fleiri rafeindir eru á henni eftir að við greiðum okkur, en hárið sem tapar rafeindum fær jákvæða hleðslu, þar sem fleiri róteindir eru eftir þar en rafeindir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....