Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Af hverju þarf maður rafmagn?

JGÞ

Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu.

Það þarf rafmagn til að knýja öll tæki og tól sem ganga fyrir rafmagni. En auðvitað væri hægt að vinna ýmis verk án rafknúinna tækja og kannski er spurningin til komin vegna þess að spyrjandi veltir fyrir sér hvort hægt sé að spara rafmagn með því að minnka notkun tækja sem ganga fyrir rafmagni. Það er auðvitað hægt. Til dæmis væri vel hægt að handskrifa þetta svar og hafa slökkt á tölvunni á meðan. Þá mundu hins vegar fáir lesa svarið. Einnig gætum við sleppt því að nota ljósaperur en þá væri býsna mikið myrkur innan- og utandyra drjúgan hluta ársins. Svo væri líka hægt að þvo þvottinn sinn í höndunum en ekki er víst að margir hefðu áhuga á því. Fyrir tíma þvottavéla var allur þvottur handþveginn. Þetta var yfirleitt verk kvenna og gat jafnvel tekið heilan dag á stóru heimili. Greinileg tengsl eru á milli raftækjavæðingar og vaxandi vinnu kvenna utan heimilis.

Ekki er víst að margir reyni að spara rafmagn með því að hætta að nota þvottavélar. Greinileg tengsl eru á milli raftækjavæðingar og vaxandi vinnu kvenna utan heimilis.

Mörg þau kerfi sem við reiðum okkur á í nútímalífi byggjast á rafmagni og ekki er víst að við mundum vilja vera án þeirra. Umferð í stórborgum er stýrt með umferðarljósum sem nota rafmagn og flugumferðarkerfi styðjast við útreikninga í tölvum sem nota rafmagn svo nokkuð sé nefnt.

Svo er líka annar flötur á þessu svari, nefnilega sá að ef ekkert rafmagn væri til þá væri alheimurinn allt annar en sá sem við þekkjum. Rafmagn er nefnilega eitt af grundvallareinkennum alls efnis í alheiminum og rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi. Rafhleðsla er í öllu efni, til dæmis öllu því sem er á heimilinu okkar eða í skólastofunni. Yfirleitt eru hlutirnir hins vegar óhlaðnir og við greinum þess vegna ekki rafmagnið út á við.

Rafmagn er eitt af grundvallareinkennum alls efnis í alheiminum og rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi. Myndin er af stjörnuþokunni M81.

Svo er rétt að minna á það að mannslíkaminn gæti ekki starfað án rafmagns. Svonefnd taugaboð eru raffræðileg og efnafræðileg boð sem flytjast bæði innan og á milli taugafrumna. Með þeim berast skynboð til heila og mænu og hreyfiboð til vöðvanna í líkamanum. Það eru meira að segja rafboð sem fá hjartað okkar til að slá!

Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi. En hins vegar er sjálfsagt mál að velta fyrir sér raunhæfum leiðum til að spara rafmagnið sem kemur frá rafveitunni og við höfum þurft að framleiða sérstaklega.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

5.12.2017

Spyrjandi

Margrét Mist Sigurðardóttir, f. 2005

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju þarf maður rafmagn?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2017. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74855.

JGÞ. (2017, 5. desember). Af hverju þarf maður rafmagn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74855

JGÞ. „Af hverju þarf maður rafmagn?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2017. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74855>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þarf maður rafmagn?
Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu.

Það þarf rafmagn til að knýja öll tæki og tól sem ganga fyrir rafmagni. En auðvitað væri hægt að vinna ýmis verk án rafknúinna tækja og kannski er spurningin til komin vegna þess að spyrjandi veltir fyrir sér hvort hægt sé að spara rafmagn með því að minnka notkun tækja sem ganga fyrir rafmagni. Það er auðvitað hægt. Til dæmis væri vel hægt að handskrifa þetta svar og hafa slökkt á tölvunni á meðan. Þá mundu hins vegar fáir lesa svarið. Einnig gætum við sleppt því að nota ljósaperur en þá væri býsna mikið myrkur innan- og utandyra drjúgan hluta ársins. Svo væri líka hægt að þvo þvottinn sinn í höndunum en ekki er víst að margir hefðu áhuga á því. Fyrir tíma þvottavéla var allur þvottur handþveginn. Þetta var yfirleitt verk kvenna og gat jafnvel tekið heilan dag á stóru heimili. Greinileg tengsl eru á milli raftækjavæðingar og vaxandi vinnu kvenna utan heimilis.

Ekki er víst að margir reyni að spara rafmagn með því að hætta að nota þvottavélar. Greinileg tengsl eru á milli raftækjavæðingar og vaxandi vinnu kvenna utan heimilis.

Mörg þau kerfi sem við reiðum okkur á í nútímalífi byggjast á rafmagni og ekki er víst að við mundum vilja vera án þeirra. Umferð í stórborgum er stýrt með umferðarljósum sem nota rafmagn og flugumferðarkerfi styðjast við útreikninga í tölvum sem nota rafmagn svo nokkuð sé nefnt.

Svo er líka annar flötur á þessu svari, nefnilega sá að ef ekkert rafmagn væri til þá væri alheimurinn allt annar en sá sem við þekkjum. Rafmagn er nefnilega eitt af grundvallareinkennum alls efnis í alheiminum og rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi. Rafhleðsla er í öllu efni, til dæmis öllu því sem er á heimilinu okkar eða í skólastofunni. Yfirleitt eru hlutirnir hins vegar óhlaðnir og við greinum þess vegna ekki rafmagnið út á við.

Rafmagn er eitt af grundvallareinkennum alls efnis í alheiminum og rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi. Myndin er af stjörnuþokunni M81.

Svo er rétt að minna á það að mannslíkaminn gæti ekki starfað án rafmagns. Svonefnd taugaboð eru raffræðileg og efnafræðileg boð sem flytjast bæði innan og á milli taugafrumna. Með þeim berast skynboð til heila og mænu og hreyfiboð til vöðvanna í líkamanum. Það eru meira að segja rafboð sem fá hjartað okkar til að slá!

Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi. En hins vegar er sjálfsagt mál að velta fyrir sér raunhæfum leiðum til að spara rafmagnið sem kemur frá rafveitunni og við höfum þurft að framleiða sérstaklega.

Myndir:

...