Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er búið á mörgum eyjum við Ísland?

EDS

Niðurstaða skyndiskoðunar á landakorti og upprifjunar í huganum er sú að búið sé á átta eyjum við Ísland. Þá er miðað við að einhver eigi þar lögheimili (reyndar þýðir lögheimili ekki endilega að viðkomandi hafi heilsársbúsetu á staðnum en til þess að hafa eitthvað viðmið er þetta valið). Þessar eyjur eru Heimaey, Flatey, Skáleyjar, Vigur, Æðey, Grímsey, Hrísey og Hvaleyjar. Muni lesendur eftir fleiri eyjum þar sem búið er að staðaldri og einhver á lögheimili eru þeir beðnir um að láta Vísindavefinn vita.

Heimaey er stærsta eyjan við Ísland og jafnframt sú fjölmennasta. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru rétt rúmlega 4000 manns til heimilis í Heimaey þann 1. janúar 2009 (tölurnar eiga við sveitarfélagið Vestmannaeyjar en Heimaey er eina byggða eyjan þar). Fjallað er um Heimaey í nokkrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunum: Hver er stærsta eyjan við Ísland?, Hvað var Heimaey margir kílómetrar frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs fyrir og eftir gos? og Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?

Heimaey er fjölmennasta eyjan við Ísland.

Önnur fjölmennasta eyjan af þessum sjö er Hrísey á Eyjafirði, en hún er jafnframt önnur stærsta eyjan við Ísland. Þann 1. janúar 2009 voru Hríseyjarbúar 186 talsins samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Þriðja fjölmennasta eyjan við Ísland er Grímsey en hún mun vera í fjórða sæti yfir stærstu eyjarnar við landið. Íbúar Grímseyjar voru 92 í upphafi árs 2009. Hægt er að lesa um Grímsey í nokkrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis í svari við spurningunni Hvenær og hvers vegna hófst byggð í Grímsey?

Á hinum eyjunum fimm, Flatey og Skáleyjum á Breiðafirði, Æðey og Vigur í Ísafjarðardjúpi og Hvaleyjum á Faxaflóa, er mjög fámennt að staðaldri, jafnvel ekki nema ein fjölskylda, og hugsanlega ekki heilsársbúseta þótt fólk eigi þar lögheimili. Reyndar er lítill byggðakjarni í Flatey en mjög fáir sem þar eiga lögheimili.

Vigur í Ísafjarðardjúpi.

Áður fyrr var búið á mun fleiri eyjum umhverfis Íslands en margar þeirra fóru í eyði á síðustu öld. Má þar nefna Viðey á Faxaflóa, eina sögufrægustu eyjuna við Ísland. Flestir urðu íbúarnir í þorpinu í Viðey 138 talsins árið 1930. Eftir það fækkaði þeim og árið 1943 fór þorpið í eyði. Búskapur var hins vegar stundaður áfram í eyjunni fram á sjötta áratuginn en þá lagðist búseta í Viðey af. Í dag eru hins vegar fjölmargir sem heimsækja Viðey á hverju ári.

Annað dæmi um eyju þar sem áður var nokkur byggð en komin er í eyði er Flatey á Skjálfanda, fimmta stærsta eyjan við Ísland. Þegar mest var fyrir miðja síðust öld voru íbúar þar um 120. Síðustu 40 ár hefur hins vegar aðeins verið búið í eyjunni yfir sumarið.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

2.3.2009

Síðast uppfært

14.8.2024

Spyrjandi

Birgir Hauksson

Tilvísun

EDS. „Hvað er búið á mörgum eyjum við Ísland?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2009, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49644.

EDS. (2009, 2. mars). Hvað er búið á mörgum eyjum við Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49644

EDS. „Hvað er búið á mörgum eyjum við Ísland?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2009. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49644>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er búið á mörgum eyjum við Ísland?
Niðurstaða skyndiskoðunar á landakorti og upprifjunar í huganum er sú að búið sé á átta eyjum við Ísland. Þá er miðað við að einhver eigi þar lögheimili (reyndar þýðir lögheimili ekki endilega að viðkomandi hafi heilsársbúsetu á staðnum en til þess að hafa eitthvað viðmið er þetta valið). Þessar eyjur eru Heimaey, Flatey, Skáleyjar, Vigur, Æðey, Grímsey, Hrísey og Hvaleyjar. Muni lesendur eftir fleiri eyjum þar sem búið er að staðaldri og einhver á lögheimili eru þeir beðnir um að láta Vísindavefinn vita.

Heimaey er stærsta eyjan við Ísland og jafnframt sú fjölmennasta. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru rétt rúmlega 4000 manns til heimilis í Heimaey þann 1. janúar 2009 (tölurnar eiga við sveitarfélagið Vestmannaeyjar en Heimaey er eina byggða eyjan þar). Fjallað er um Heimaey í nokkrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunum: Hver er stærsta eyjan við Ísland?, Hvað var Heimaey margir kílómetrar frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs fyrir og eftir gos? og Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?

Heimaey er fjölmennasta eyjan við Ísland.

Önnur fjölmennasta eyjan af þessum sjö er Hrísey á Eyjafirði, en hún er jafnframt önnur stærsta eyjan við Ísland. Þann 1. janúar 2009 voru Hríseyjarbúar 186 talsins samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Þriðja fjölmennasta eyjan við Ísland er Grímsey en hún mun vera í fjórða sæti yfir stærstu eyjarnar við landið. Íbúar Grímseyjar voru 92 í upphafi árs 2009. Hægt er að lesa um Grímsey í nokkrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis í svari við spurningunni Hvenær og hvers vegna hófst byggð í Grímsey?

Á hinum eyjunum fimm, Flatey og Skáleyjum á Breiðafirði, Æðey og Vigur í Ísafjarðardjúpi og Hvaleyjum á Faxaflóa, er mjög fámennt að staðaldri, jafnvel ekki nema ein fjölskylda, og hugsanlega ekki heilsársbúseta þótt fólk eigi þar lögheimili. Reyndar er lítill byggðakjarni í Flatey en mjög fáir sem þar eiga lögheimili.

Vigur í Ísafjarðardjúpi.

Áður fyrr var búið á mun fleiri eyjum umhverfis Íslands en margar þeirra fóru í eyði á síðustu öld. Má þar nefna Viðey á Faxaflóa, eina sögufrægustu eyjuna við Ísland. Flestir urðu íbúarnir í þorpinu í Viðey 138 talsins árið 1930. Eftir það fækkaði þeim og árið 1943 fór þorpið í eyði. Búskapur var hins vegar stundaður áfram í eyjunni fram á sjötta áratuginn en þá lagðist búseta í Viðey af. Í dag eru hins vegar fjölmargir sem heimsækja Viðey á hverju ári.

Annað dæmi um eyju þar sem áður var nokkur byggð en komin er í eyði er Flatey á Skjálfanda, fimmta stærsta eyjan við Ísland. Þegar mest var fyrir miðja síðust öld voru íbúar þar um 120. Síðustu 40 ár hefur hins vegar aðeins verið búið í eyjunni yfir sumarið.

Heimildir og myndir:...