Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?

Jón Már Halldórsson

Meðal kunnustu dýrategunda Galapagoseyja eru risaskjaldbökur af tegundinni Geochelone nigra (eða Geochelone elephantopus eins og tegundin er líka nefnd) sem finnast á nokkrum eyjanna. Þessar skjaldbökur greinast í tíu undirtegundir auk einhverra tegunda sem dáið hafa út, en heimildum ber ekki alveg saman um hvort útdauðu tegundirnar eru tvær, fjórar eða fimm.

Útdauðum tegundum fjölgaði um eina í júní árið 2012 þegar ein kunnasta risaskjaldbaka Galapagoseyja, Einmana-Georg eða Lonesome George eins og hann kallast á ensku, dó en Einmana-Georg var síðasti einstaklingurinn af deilitegundinni Geochelone nigra abingdoni.

Einmana-Georg fannst í desember árið 1971 á eyjunni Pinta sem er nyrst Galapagoseyja. Þá var hann eina risaskjaldbakan sem eftir var á eyjunni. Vistkerfi Pintaeyju hafði hnignað mikið áratugina á undan eftir að geitum hafði verið sleppt þar lausum. Geiturnar gengu mjög nærri gróðri sem meðal annars skjaldbökurnar lifðu á og olli það hruni tegundarinnar með þeim afleiðingum að árið 1971 var aðeins einn einstaklingur eftir.Einmana-Georg var síðasti einstaklingurinn af deilitegundinni Geochelone nigra abingdoni.

Fljótlega eftir að Einmana-Georg fannst var hann fluttur í Darwin-rannsóknastöðina (Charles Darwin research station) á eyjunni Santa Cruz. Í fjóra áratugi reyndu vísindamenn „björgunartilraun“ á deilitegundinni en Georg hafði ekki mikinn áhuga á þeim kvendýrum af öðrum deilitegundum sem hann hafði samneyti við. Þó fundust í einhver skipti egg sem Georg fjóvgaði en þau náðu því miður aldrei að klekjast út.

Þar sem Einmana-Georg var eini fulltrúi undirtegundar sinnar byggja upplýsingar um stærð og líkamsgerð tegundarinnar á honum. Georg vóg um 90 kg og skjöldurinn á honum var um metri í þvermál. Vitað er að einstaklingar af öðrum deilitegundum Geochelone nigra geta orðið meira en 200 kg en algengt er að skjaldbökurnar séu um 150 kg. Vísindamenn eru ekki vissir um hversu gamall Georg var en telja að hann hafi verið um eða yfir 100 ára þegar hann dó. Ekki liggur ljóst fyrir hversu gamlar Pinta-skjaldbökur gátu orðið en talið er að einhverjar deilitegundir af risaskjaldbökum á Galapagoseyjum geti náð allt að 150 ára aldri.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað getur Pinta-skjaldbakan orðið stór? Hvar fannst hún og hvar er hún geymd? Og hvað getur hún orðið gömul?


Þetta svar birtist upprunalega 12.11.2008 en var uppfært 29.6.2012.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.11.2008

Spyrjandi

Eðvald Sævarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2008. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49756.

Jón Már Halldórsson. (2008, 12. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49756

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2008. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49756>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?
Meðal kunnustu dýrategunda Galapagoseyja eru risaskjaldbökur af tegundinni Geochelone nigra (eða Geochelone elephantopus eins og tegundin er líka nefnd) sem finnast á nokkrum eyjanna. Þessar skjaldbökur greinast í tíu undirtegundir auk einhverra tegunda sem dáið hafa út, en heimildum ber ekki alveg saman um hvort útdauðu tegundirnar eru tvær, fjórar eða fimm.

Útdauðum tegundum fjölgaði um eina í júní árið 2012 þegar ein kunnasta risaskjaldbaka Galapagoseyja, Einmana-Georg eða Lonesome George eins og hann kallast á ensku, dó en Einmana-Georg var síðasti einstaklingurinn af deilitegundinni Geochelone nigra abingdoni.

Einmana-Georg fannst í desember árið 1971 á eyjunni Pinta sem er nyrst Galapagoseyja. Þá var hann eina risaskjaldbakan sem eftir var á eyjunni. Vistkerfi Pintaeyju hafði hnignað mikið áratugina á undan eftir að geitum hafði verið sleppt þar lausum. Geiturnar gengu mjög nærri gróðri sem meðal annars skjaldbökurnar lifðu á og olli það hruni tegundarinnar með þeim afleiðingum að árið 1971 var aðeins einn einstaklingur eftir.Einmana-Georg var síðasti einstaklingurinn af deilitegundinni Geochelone nigra abingdoni.

Fljótlega eftir að Einmana-Georg fannst var hann fluttur í Darwin-rannsóknastöðina (Charles Darwin research station) á eyjunni Santa Cruz. Í fjóra áratugi reyndu vísindamenn „björgunartilraun“ á deilitegundinni en Georg hafði ekki mikinn áhuga á þeim kvendýrum af öðrum deilitegundum sem hann hafði samneyti við. Þó fundust í einhver skipti egg sem Georg fjóvgaði en þau náðu því miður aldrei að klekjast út.

Þar sem Einmana-Georg var eini fulltrúi undirtegundar sinnar byggja upplýsingar um stærð og líkamsgerð tegundarinnar á honum. Georg vóg um 90 kg og skjöldurinn á honum var um metri í þvermál. Vitað er að einstaklingar af öðrum deilitegundum Geochelone nigra geta orðið meira en 200 kg en algengt er að skjaldbökurnar séu um 150 kg. Vísindamenn eru ekki vissir um hversu gamall Georg var en telja að hann hafi verið um eða yfir 100 ára þegar hann dó. Ekki liggur ljóst fyrir hversu gamlar Pinta-skjaldbökur gátu orðið en talið er að einhverjar deilitegundir af risaskjaldbökum á Galapagoseyjum geti náð allt að 150 ára aldri.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað getur Pinta-skjaldbakan orðið stór? Hvar fannst hún og hvar er hún geymd? Og hvað getur hún orðið gömul?


Þetta svar birtist upprunalega 12.11.2008 en var uppfært 29.6.2012....