Sólin Sólin Rís 08:23 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 25:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík

Hvernig hafa skjaldbökur samfarir?

Jón Már Halldórsson

Rétt er að taka fram strax í upphafi að orðið samfarir er yfirleitt ekki notað um þá athöfn dýra, annarra en mannsins, að parast og fjölga sér. Frekar er talað um æxlun eða mökun.

Hjá skjaldbökum fer frjóvgun fram innvortis líkt og hjá öllum landhryggdýrum öðrum en froskum (sjá svar við spurningunni Hvernig æxlast froskar?). Æxlunin sjálf og allt atferlið í kringum hana er vel þekkt og hefur verið skráð hjá mörgum skjaldbökutegundum.


Súpuskjaldbökur (Chelonia mydas) að æxlast í Ástralíu.

Til þess að skjaldbökur geti makast þurfa kynin að samhæfa mjög líkamsstöðu sína vegna skjaldarins. Auk þess þurfa þau að vefja saman hölum sínum til þess að þarfagangar þeirra nái að snertast. Þegar þessir tálmar tveir, skjöldurinn og halinn, eru frá þá getur karldýrið komið getnaðarlim sínum inn í þarfagang kvendýrsins og skilað sæði sínu þangað þannig að frjóvgun geti orðið. Þess má geta getnaðarlimur skjaldbaka er venjulega inni í þarfaganginum nema við æxlun.

Áður en að sjálfri æxluninni kemur, þá fer oft fram flókið mökunaratferli sem getur verið mjög breytilegt eftir tegundum, allt frá nokkuð grófri árás karldýranna á kvendýr, til hljóðmerkja sem eiga að örva eða vekja kvendýrið til mökunar. Sem dæmi má nefna að karldýr af ættkvísl geislaskjaldbaka (Geochelone spp.) berjast um hylli kvendýra með því að slá saman hausunum. Sá sem sigrar ræðst með ofbeldisfullum hætti að kvendýrinu sem baráttan stóð um, bítur hana í hnakkann og heldur henni meðan hann æxlast við hana. Þetta minnir mjög á mökun kattardýra.Súpuskjaldbökur (Chelonia mydas, Green sea turtle) að æxlast á sundi.

Öfugt við ofbeldisfullt mökunaratferli geislaskjaldbaka eru biðilsleikir tegunda af ættkvísl blesskjaldbaka (Trachemysmun) blíðlegri. Karldýrin synda afturábak fyrir framan kvendýrin með framfæturna sperrta, snerta laust hausinn á þeim og mynda sérkennilegan titring. Þetta leiðir til örvunar hjá kvendýrunum og gerir þau áhugasöm um mökun.

Litmerki eru einnig hluti af mökunaratferli nokkurra tegunda svo sem hinnar asísku batagur-skjaldböku (Batagus baska) og argentínsku snúðhálsunnar (Phrynops hilarii). Á mökunartímanum fá höfuð og fætur karldýranna skærlitaðan blæ sem merkir að þau eru á biðilsbuxunum og það á að örva kvendýrin. Slíkt þekkist víðar í dýraríkinu svo sem hjá löxum svo algengt dæmi sé tekið.

Vísindavefurinn hefur orðið var við nokkurn áhuga á því hvernig hin ýmsu dýr auka kyn sitt. Þeir sem vilja fræðast meira á þessu sviði geta skoðað eftirfarandi svör:

Þeir sem hafa hins vegar áhuga á að fræðast meira um skjaldbökur almennt geta til dæmis skoðað eftirfarandi svör:

Heimildir og myndir:


Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.10.2007

Spyrjandi

Sverrir Gunnarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig hafa skjaldbökur samfarir?“ Vísindavefurinn, 25. október 2007. Sótt 4. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6867.

Jón Már Halldórsson. (2007, 25. október). Hvernig hafa skjaldbökur samfarir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6867

Jón Már Halldórsson. „Hvernig hafa skjaldbökur samfarir?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2007. Vefsíða. 4. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6867>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig hafa skjaldbökur samfarir?
Rétt er að taka fram strax í upphafi að orðið samfarir er yfirleitt ekki notað um þá athöfn dýra, annarra en mannsins, að parast og fjölga sér. Frekar er talað um æxlun eða mökun.

Hjá skjaldbökum fer frjóvgun fram innvortis líkt og hjá öllum landhryggdýrum öðrum en froskum (sjá svar við spurningunni Hvernig æxlast froskar?). Æxlunin sjálf og allt atferlið í kringum hana er vel þekkt og hefur verið skráð hjá mörgum skjaldbökutegundum.


Súpuskjaldbökur (Chelonia mydas) að æxlast í Ástralíu.

Til þess að skjaldbökur geti makast þurfa kynin að samhæfa mjög líkamsstöðu sína vegna skjaldarins. Auk þess þurfa þau að vefja saman hölum sínum til þess að þarfagangar þeirra nái að snertast. Þegar þessir tálmar tveir, skjöldurinn og halinn, eru frá þá getur karldýrið komið getnaðarlim sínum inn í þarfagang kvendýrsins og skilað sæði sínu þangað þannig að frjóvgun geti orðið. Þess má geta getnaðarlimur skjaldbaka er venjulega inni í þarfaganginum nema við æxlun.

Áður en að sjálfri æxluninni kemur, þá fer oft fram flókið mökunaratferli sem getur verið mjög breytilegt eftir tegundum, allt frá nokkuð grófri árás karldýranna á kvendýr, til hljóðmerkja sem eiga að örva eða vekja kvendýrið til mökunar. Sem dæmi má nefna að karldýr af ættkvísl geislaskjaldbaka (Geochelone spp.) berjast um hylli kvendýra með því að slá saman hausunum. Sá sem sigrar ræðst með ofbeldisfullum hætti að kvendýrinu sem baráttan stóð um, bítur hana í hnakkann og heldur henni meðan hann æxlast við hana. Þetta minnir mjög á mökun kattardýra.Súpuskjaldbökur (Chelonia mydas, Green sea turtle) að æxlast á sundi.

Öfugt við ofbeldisfullt mökunaratferli geislaskjaldbaka eru biðilsleikir tegunda af ættkvísl blesskjaldbaka (Trachemysmun) blíðlegri. Karldýrin synda afturábak fyrir framan kvendýrin með framfæturna sperrta, snerta laust hausinn á þeim og mynda sérkennilegan titring. Þetta leiðir til örvunar hjá kvendýrunum og gerir þau áhugasöm um mökun.

Litmerki eru einnig hluti af mökunaratferli nokkurra tegunda svo sem hinnar asísku batagur-skjaldböku (Batagus baska) og argentínsku snúðhálsunnar (Phrynops hilarii). Á mökunartímanum fá höfuð og fætur karldýranna skærlitaðan blæ sem merkir að þau eru á biðilsbuxunum og það á að örva kvendýrin. Slíkt þekkist víðar í dýraríkinu svo sem hjá löxum svo algengt dæmi sé tekið.

Vísindavefurinn hefur orðið var við nokkurn áhuga á því hvernig hin ýmsu dýr auka kyn sitt. Þeir sem vilja fræðast meira á þessu sviði geta skoðað eftirfarandi svör:

Þeir sem hafa hins vegar áhuga á að fræðast meira um skjaldbökur almennt geta til dæmis skoðað eftirfarandi svör:

Heimildir og myndir:


...