Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig hófst og endaði ísöldin?

Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum en hún hafði staðið yfir í um 2,6 milljón ár. Á þessu tímabili var gífurlegt magn vatns bundið í jöklum svo sjávarhæðin var tugum metra neðar en nú er. Þegar jökullinn var sem mestur á norðurhveli jarðar teygði hann sig langt suður til Þýskalands og í Norður-Ameríku lá jökulröndin við vötnin miklu, þar sem nú eru landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Ísland lá undir þykkum jökulís á þessum tíma.

Ekki er vitað hvers vegna ísaldir eiga sér stað en margar tilgátur hafa verið settar fram. Sumir vísindamenn telja jafnvel að ísöldinni sé ekki enn lokið og að við séum stödd á hlýskeiði sem brátt muni ljúka, en ísaldir skiptast í kuldaskeið og hlýskeið. Á Íslandi finnast merki um 24 slíkar lotur og hafa hlýskeiðin staðið mun skemur en kuldaskeiðin.

Margar tilgátur um tilkomu og endalok ísalda hafa verið settar fram. Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er ísöld og hvenær myndast hún? segir:

Kenningar um ísaldir telja hátt á annað hundrað, en meðal helstu þátta sem þar koma við sögu eru einkum þessir:

  1. Geislun sólar breytist reglubundið.
  2. Afstaða jarðar og sólar breytist reglubundið — það heitir Milankovic-sveifla.
  3. Efni frá eldgosum, einkum brennisteinn í gosgufum, geta hindrað inngeislun sólarljóssins.
  4. Kerfi hafstrauma getur breyst skyndilega, þannig að hafsvæði eins og Norður-Atlantshaf, sem nú nýtur varma frá suðrænum hafstraumum, gæti breyst á skömmum tíma í íshaf. Ýmsar vísbendingar eru um að Golfstraumurinn hafi einmitt beinst þvert yfir Atlantshafið frá Karíbahafi til Portúgals á kuldaskeiðum ísaldarinnar, en norður í höf á hlýskeiðunum.
  5. Enn fremur eru vísbendingar um að þegar saman fara lítil geislun sólar, óheppileg afstaða jarðar og sólar, og mikil tíðni eldgosa, verði loftslag svo kalt að jafnvel geti leitt til kuldaskeiðs eða ísaldar.

Á Vísindavefnum eru nokkur svör um ísaldir, meðal annars:

Útgáfudagur

11.5.2005

Spyrjandi

Þorsteinn Ólafsson

Efnisorð

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

nemi í stjarneðlisfræði

Tilvísun

SHB. „Hvernig hófst og endaði ísöldin?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2005. Sótt 20. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4994.

SHB. (2005, 11. maí). Hvernig hófst og endaði ísöldin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4994

SHB. „Hvernig hófst og endaði ísöldin?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2005. Vefsíða. 20. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4994>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Helgason

1946

Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627.