Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er snefilspíra?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þessa spurningu fengum við nýlega á Vísindavefinn og með henni fylgdu orðskýringar:
  • Snefilspírur = smáaurar; snefill = ögn, spírur = peningar
  • Að eiga ekki snefilspíru = vera skítblankur
  • Snefilspíra = hægt að nota við uppsetningar, stutt oddhvöss stoð eða spíra
  • Snefilspíri = léttáfengur drykkur (malt, pilsner, lélegur landi)
  • Snefils-píra= lítið af litlu (óttaleg snefils píra er þessi ögn, brot af korni)
Þetta er ein af þeim spurningum þar sem spyrjandinn óskar eftir svari en veit sjálfur ýmislegt um málið. Stundum fáum við svona spurningar þegar menn vilja fræðast meira um tiltekin efni eða þegar menn ætla að sýna okkur hvað þeir vita um hitt og þetta og jafnvel reyna að reka okkur á gat af því að þeir vita meira um efnið en við.

Við skiljum raunar ekki hvernig spyrjanda dettur í hug að „blanda“ inn í þetta karlkynsorðinu 'spíri'. Hann hlýtur að vita að það sést yfirleitt alltaf í texta hvors kyns orðið er; við vitum yfirleitt af samhengi hvort verið er að tala um Helgu eða Helga, könnu eða kanna, spíra eða spíru. Eina skýringin á þessu fljótræði spyrjanda er sú að hann hafi fallið í sömu gryfju og bandaríski riddarinn sem var tekinn fyrir ölvunarakstur.

Okkur sýnist annars óhætt að fullyrða að spyrjandinn sé sjálfur snefilspíra. Á sama hátt og við köllum þá listaspírur sem þykjast hafa vit á listum, eru snefilspírur þeir sem vita meira en aðrir um snefil. Einnig má leggja þann skilning í orðið 'listaspíra' að það sé sá sem heldur að hann verði listamaður. Samkvæmt því væri snefilspíra einhver sem ætlar að verða eða verður snefill. Kannski á það við um okkur öll?

Spyrjandinn kann þess vegna í raun að vera að spyrja spurningarinnar Hver er ég? en við henni eigum við ágætt svar.

En þá er líklega vert að athuga hvað er snefill.

Upprunaleg merkings orðstofnins snefill er 'þefur, þefjan' og snefilspírur eru þess vegna þeir sem hafa gott nef fyrir lykt. Um ágæta snefilspíru geta menn lesið í þekktri bók eftir Patrick Süßkind, sem heitir Ilmurinn.

Þefmerking snefilsins ætti að vera öllum ljós sem gaumgæfa orðið: s-nef-ill inniheldur bókstaflega eitt nef og er örugglega skylt orðinu g-ref-ill, sem menn nota stundum til að blóta illilega eins og í 'hver grefillinn', orðinu h-ef-ill, sem er stórvikt jarðvinnslutæki sem umhverfissinnar hafa ill-an bifur á og loks orðinu t-ref-ill, sem gott er að nota um hálsinn eins og refaskinn þegar menn hafa kvef og finna ekki snefil af lykt.

S-nef-ilspírurnar þekkjast á sérstakri s-lögun nefsins. Hægt er að slá því föstu að þeir sem hafa ekki arnarnef, kartöflunef eða kónganef séu með s-nef. Með aldrinum spírast og þroskast s-ið og verður að 8 og líkist þá helst tveimur kartöflum; það þykir snefilspírum mikið framfaraskref, enda finna þær þá miklu betur allan mannaþef.

Þessu til frekari stuðnings má benda á skylda sögn, að snöfla sem merkir að 'dunda, slóra' og er talin tökuorð úr dönsku, snøvle sem merkir einmitt að 'vera nefmæltur' (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 1989).

Útgáfudagur

13.5.2005

Spyrjandi

Heimir Björn Janusson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað er snefilspíra?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2005, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5001.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2005, 13. maí). Hvað er snefilspíra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5001

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvað er snefilspíra?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2005. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5001>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er snefilspíra?
Þessa spurningu fengum við nýlega á Vísindavefinn og með henni fylgdu orðskýringar:

  • Snefilspírur = smáaurar; snefill = ögn, spírur = peningar
  • Að eiga ekki snefilspíru = vera skítblankur
  • Snefilspíra = hægt að nota við uppsetningar, stutt oddhvöss stoð eða spíra
  • Snefilspíri = léttáfengur drykkur (malt, pilsner, lélegur landi)
  • Snefils-píra= lítið af litlu (óttaleg snefils píra er þessi ögn, brot af korni)
Þetta er ein af þeim spurningum þar sem spyrjandinn óskar eftir svari en veit sjálfur ýmislegt um málið. Stundum fáum við svona spurningar þegar menn vilja fræðast meira um tiltekin efni eða þegar menn ætla að sýna okkur hvað þeir vita um hitt og þetta og jafnvel reyna að reka okkur á gat af því að þeir vita meira um efnið en við.

Við skiljum raunar ekki hvernig spyrjanda dettur í hug að „blanda“ inn í þetta karlkynsorðinu 'spíri'. Hann hlýtur að vita að það sést yfirleitt alltaf í texta hvors kyns orðið er; við vitum yfirleitt af samhengi hvort verið er að tala um Helgu eða Helga, könnu eða kanna, spíra eða spíru. Eina skýringin á þessu fljótræði spyrjanda er sú að hann hafi fallið í sömu gryfju og bandaríski riddarinn sem var tekinn fyrir ölvunarakstur.

Okkur sýnist annars óhætt að fullyrða að spyrjandinn sé sjálfur snefilspíra. Á sama hátt og við köllum þá listaspírur sem þykjast hafa vit á listum, eru snefilspírur þeir sem vita meira en aðrir um snefil. Einnig má leggja þann skilning í orðið 'listaspíra' að það sé sá sem heldur að hann verði listamaður. Samkvæmt því væri snefilspíra einhver sem ætlar að verða eða verður snefill. Kannski á það við um okkur öll?

Spyrjandinn kann þess vegna í raun að vera að spyrja spurningarinnar Hver er ég? en við henni eigum við ágætt svar.

En þá er líklega vert að athuga hvað er snefill.

Upprunaleg merkings orðstofnins snefill er 'þefur, þefjan' og snefilspírur eru þess vegna þeir sem hafa gott nef fyrir lykt. Um ágæta snefilspíru geta menn lesið í þekktri bók eftir Patrick Süßkind, sem heitir Ilmurinn.

Þefmerking snefilsins ætti að vera öllum ljós sem gaumgæfa orðið: s-nef-ill inniheldur bókstaflega eitt nef og er örugglega skylt orðinu g-ref-ill, sem menn nota stundum til að blóta illilega eins og í 'hver grefillinn', orðinu h-ef-ill, sem er stórvikt jarðvinnslutæki sem umhverfissinnar hafa ill-an bifur á og loks orðinu t-ref-ill, sem gott er að nota um hálsinn eins og refaskinn þegar menn hafa kvef og finna ekki snefil af lykt.

S-nef-ilspírurnar þekkjast á sérstakri s-lögun nefsins. Hægt er að slá því föstu að þeir sem hafa ekki arnarnef, kartöflunef eða kónganef séu með s-nef. Með aldrinum spírast og þroskast s-ið og verður að 8 og líkist þá helst tveimur kartöflum; það þykir snefilspírum mikið framfaraskref, enda finna þær þá miklu betur allan mannaþef.

Þessu til frekari stuðnings má benda á skylda sögn, að snöfla sem merkir að 'dunda, slóra' og er talin tökuorð úr dönsku, snøvle sem merkir einmitt að 'vera nefmæltur' (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 1989)....