Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað borðaði Jesús?

Sigurður Árni Þórðarson

Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hvernig voru veislur Ísaks eða kónganna Davíðs, Salómons og Heródesar? Vitum við eitthvað um mat Biblíunnar? Já, í öllum ritum hennar er eitthvað vikið að borðhaldi eða fæðutengdum efnum. Rannsóknir á Biblíunni, fornleifum og heimildum þessa tíma hefur fært okkur nokkuð glögga hugmynd um mat, hráefni og matargerð beggja testamentanna. Biblíumatur er hollur og Jesúmatur og heilsufæði nútímans ríma vel saman. Maturinn er gjarnan trefjaríkur, dýrafita er lítið notuð en ávextir mikið. Hvítur sykur var ekki til meðal almennings á Biblíutímum en sætuefni kom úr ávöxtum og hunangi. Matur þessa tíma var ekki fábreytilegur. Biblíufólk hefur jafnan ekki borðað einhæfara fæði en við nútímamenn.

Veislan og trúin

Kristnin er borðátrúnaður, veisla himins er miðlægt höfuðatriði í trúariðkun kristins manns. Síðasta kvöldmáltíð Jesú er kunnasta máltíð veraldar og hönnun kirkna heimsins er í samræmi við þá máltíð. Borð er miðja hverrar kirkju. Jesús var ekki aðeins veislusækinn heldur mjög ákveðinn matráður. Hann var meðvitaður um líðan fólks, vildi ekki að fólk hungraði og stuðlaði því að mettun og veislum. Hann sefaði ekki aðeins andlegt hungur heldur líkamlegt líka, hann fæddi þúsundir. Jesús notaði matarvísanir í ræðum sínum, samanber “…hungrar og þyrstir eftir réttlætinu...” Hann sagði líka sögur af veislum. Fræg er sagan um týnda soninn, sem var fagnað með miklu samkvæmi. Jesús tók þátt í að tryggja veitingar í hjónavígsluveislu í Kana. Hann líkti líka himnaríki við veislugleði.


Síðasta kvöldmáltíðin, málverk eftir ítalska málarann Jacopo Bassano frá árinu 1542.

Að baki þessari veisluvitund Jesú er göfug gleðihefð Gamla testamentisins. Þegar í fyrstu bók Biblíunnar er sagt frá mörgum veislum, meira segja englum er boðið í eina þeirra. Fæða og máltíðir eru sagðar í tengslum við átök fortíðar, til dæmis í átökum Jakobs og Esaú um blessun föður þeirra. Í spámannabókum Gamla testamentisins er mjög oft vísað til matar, eldamennsku og máltíða. Í spádómsbók Esekíels (25. kafla) er til dæmis sagt frá súpugerð og karlinn hefur kunnað að elda!

Búrið í Biblíunni

Ýmsar upplýsingar eru um búr biblíuhetjanna. Hirð Salómons var kunn fyrir glæsileika. Í matargeymslu spekingsins var meira en eitt tonn af fínmöluðu símiljumjöli (semolina-hveiti) og tvö og hálft tonn af venjulegu, grófu hveiti. Tíu alikálfar voru til reiðu og að auki tuttugu venjuleg naut, sem var haldið til haga í nágrenni hallarinnar. Fjárhópurinn var stór, um hundrað stykki, Síðan var óskilgreindur fjöldi fugla og annars sem þurfti til eldamennsku. Salómon hefði því hæglega getað haldið veislur fyrir tugþúsundir.

Máltíð og vinátta

Mikið þurfti fyrir mat að hafa á biblíulegum tímum. Mataröflun og vinna við einhvern þátt hennar var verkefni hvers einasta manns. Bæði karlar og konur komu að þeirri vinnu og einnig eldamennsku. Og af því trú var skilgreind sem altækt og umfaðmandi mál varð matur líka skilgreindur sem viðfang trúar.

Að setjast niður með fólki og borða var viðurkenning vináttu. Þegar óvinir brutu brauð saman var óvináttu og hatri umbreytt í tengsl. Lífsháska og lífsógn var umbreytt í lífsauka og lífsbætur. Í altarisgöngunni er þetta varðveitt. Brauð er brotið og ráð Guðs er boðað, sem er að fólk fyrirgefi, vinni saman og efli lífið í stað þess að veikla það og skemma.

Hráefni á Biblíutímum

Kjötvörur

Af geitum, nautgripum, sauðfé og gasellum – dádýrum líka

Kjúklingakjöt – hænsnarækt og þar með egg

Andakjöt

Akurhænukjöt og fasanakjöt

Pylsugerð var nokkuð algeng – og þar með “sláturgerð.”

Fiskur og sjávarfang

Vatnafiskur af silungs- og karfa-tagi

Fiskur úr Miðjarðarhafinu, makríll, sardína og “síldarfrænkur”

Tilapia – hvítfiskur

Karfategundir

Kolategundir

Túnfiskur

Engisprettur voru talsvert matreiddar.

Mjólkurvörur

Mjólkurvörur úr kúm, kindum og geitum og jafnvel úlföldum – ostar og fleira.

Krydd- og ilmjurtir á tímum Biblíunnar

Anís

Basilíka

Kapers

Dill

Engifer

Kanill

Kerfill

Kóríander

Kúmmín

Lárviðarlauf

Marjoram

Melissa

Minta

Múskat

Myrra

Nardus

Negull

Óreganó

Rósmarín

Sesamfræ

Sinnep – mustarður

Steinselja

Saffran

Salt

Salvía

Tímían

Túrmerik – þekkt í Miðausturlöndum eftir tíð Alexanders mikla, um 300 f. Kr.

Ávextir og aldin

Almondhnetur

Agúrka

Apríkósur – alla vega á tímum Krists

Ástaraldin

Baunir, grænar og favabaunir

“Beður” – rauðbeður og ýmsar útgáfur

Blaðsalat

Blómkál

Brokkolí

Döðlur

Eggaldin

Einiber

Epli

Fennel

Fíkjur

Furuhnetur

Gulrætur og hvítrætur líka

Heslihnetur

Hrákakó (carob)

Hvítkál

Kirsuber (líklega)

Kjúklingabaunir

Klettasalat

Laukur – skalottlaukur, hvítlaukur, rauðlaukur, blaðlaukur o.fl.

Linsubaunir

Melóna

Mórber

Næpur

Ólífur og olíur

Perur

Piparrót

Pipar

Pistasíuhnetur

Radísur

Rabarbari

Rófur - gulrófur

Salatfífill

Sellerí

Sesam

Sítrónur

Spergill

Steinselja

Sveppir – ýmsar tegundir

Valhnetur

Vatnsmelónur – þegar í Egyptalandi til forna

Vínber – og þar með rúsínur

Þistilhjörtu

Korn

Bygg

Hirsi

Hveiti - durum sem til dæmis kúskús var búið til úr, spelt og bulgur

Annað

Vín – aðallega rautt

Edik

Eplasafi – síder

Perusafi

Bjór

Hunang

Meira lesefni á Vísindvaefnum:

Mynd:

Höfundur

prestur í Neskirkju

Útgáfudagur

14.1.2009

Spyrjandi

Gígja Björnsdóttir, f. 1998

Tilvísun

Sigurður Árni Þórðarson. „Hvað borðaði Jesús?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2009, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50112.

Sigurður Árni Þórðarson. (2009, 14. janúar). Hvað borðaði Jesús? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50112

Sigurður Árni Þórðarson. „Hvað borðaði Jesús?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2009. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50112>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað borðaði Jesús?
Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hvernig voru veislur Ísaks eða kónganna Davíðs, Salómons og Heródesar? Vitum við eitthvað um mat Biblíunnar? Já, í öllum ritum hennar er eitthvað vikið að borðhaldi eða fæðutengdum efnum. Rannsóknir á Biblíunni, fornleifum og heimildum þessa tíma hefur fært okkur nokkuð glögga hugmynd um mat, hráefni og matargerð beggja testamentanna. Biblíumatur er hollur og Jesúmatur og heilsufæði nútímans ríma vel saman. Maturinn er gjarnan trefjaríkur, dýrafita er lítið notuð en ávextir mikið. Hvítur sykur var ekki til meðal almennings á Biblíutímum en sætuefni kom úr ávöxtum og hunangi. Matur þessa tíma var ekki fábreytilegur. Biblíufólk hefur jafnan ekki borðað einhæfara fæði en við nútímamenn.

Veislan og trúin

Kristnin er borðátrúnaður, veisla himins er miðlægt höfuðatriði í trúariðkun kristins manns. Síðasta kvöldmáltíð Jesú er kunnasta máltíð veraldar og hönnun kirkna heimsins er í samræmi við þá máltíð. Borð er miðja hverrar kirkju. Jesús var ekki aðeins veislusækinn heldur mjög ákveðinn matráður. Hann var meðvitaður um líðan fólks, vildi ekki að fólk hungraði og stuðlaði því að mettun og veislum. Hann sefaði ekki aðeins andlegt hungur heldur líkamlegt líka, hann fæddi þúsundir. Jesús notaði matarvísanir í ræðum sínum, samanber “…hungrar og þyrstir eftir réttlætinu...” Hann sagði líka sögur af veislum. Fræg er sagan um týnda soninn, sem var fagnað með miklu samkvæmi. Jesús tók þátt í að tryggja veitingar í hjónavígsluveislu í Kana. Hann líkti líka himnaríki við veislugleði.


Síðasta kvöldmáltíðin, málverk eftir ítalska málarann Jacopo Bassano frá árinu 1542.

Að baki þessari veisluvitund Jesú er göfug gleðihefð Gamla testamentisins. Þegar í fyrstu bók Biblíunnar er sagt frá mörgum veislum, meira segja englum er boðið í eina þeirra. Fæða og máltíðir eru sagðar í tengslum við átök fortíðar, til dæmis í átökum Jakobs og Esaú um blessun föður þeirra. Í spámannabókum Gamla testamentisins er mjög oft vísað til matar, eldamennsku og máltíða. Í spádómsbók Esekíels (25. kafla) er til dæmis sagt frá súpugerð og karlinn hefur kunnað að elda!

Búrið í Biblíunni

Ýmsar upplýsingar eru um búr biblíuhetjanna. Hirð Salómons var kunn fyrir glæsileika. Í matargeymslu spekingsins var meira en eitt tonn af fínmöluðu símiljumjöli (semolina-hveiti) og tvö og hálft tonn af venjulegu, grófu hveiti. Tíu alikálfar voru til reiðu og að auki tuttugu venjuleg naut, sem var haldið til haga í nágrenni hallarinnar. Fjárhópurinn var stór, um hundrað stykki, Síðan var óskilgreindur fjöldi fugla og annars sem þurfti til eldamennsku. Salómon hefði því hæglega getað haldið veislur fyrir tugþúsundir.

Máltíð og vinátta

Mikið þurfti fyrir mat að hafa á biblíulegum tímum. Mataröflun og vinna við einhvern þátt hennar var verkefni hvers einasta manns. Bæði karlar og konur komu að þeirri vinnu og einnig eldamennsku. Og af því trú var skilgreind sem altækt og umfaðmandi mál varð matur líka skilgreindur sem viðfang trúar.

Að setjast niður með fólki og borða var viðurkenning vináttu. Þegar óvinir brutu brauð saman var óvináttu og hatri umbreytt í tengsl. Lífsháska og lífsógn var umbreytt í lífsauka og lífsbætur. Í altarisgöngunni er þetta varðveitt. Brauð er brotið og ráð Guðs er boðað, sem er að fólk fyrirgefi, vinni saman og efli lífið í stað þess að veikla það og skemma.

Hráefni á Biblíutímum

Kjötvörur

Af geitum, nautgripum, sauðfé og gasellum – dádýrum líka

Kjúklingakjöt – hænsnarækt og þar með egg

Andakjöt

Akurhænukjöt og fasanakjöt

Pylsugerð var nokkuð algeng – og þar með “sláturgerð.”

Fiskur og sjávarfang

Vatnafiskur af silungs- og karfa-tagi

Fiskur úr Miðjarðarhafinu, makríll, sardína og “síldarfrænkur”

Tilapia – hvítfiskur

Karfategundir

Kolategundir

Túnfiskur

Engisprettur voru talsvert matreiddar.

Mjólkurvörur

Mjólkurvörur úr kúm, kindum og geitum og jafnvel úlföldum – ostar og fleira.

Krydd- og ilmjurtir á tímum Biblíunnar

Anís

Basilíka

Kapers

Dill

Engifer

Kanill

Kerfill

Kóríander

Kúmmín

Lárviðarlauf

Marjoram

Melissa

Minta

Múskat

Myrra

Nardus

Negull

Óreganó

Rósmarín

Sesamfræ

Sinnep – mustarður

Steinselja

Saffran

Salt

Salvía

Tímían

Túrmerik – þekkt í Miðausturlöndum eftir tíð Alexanders mikla, um 300 f. Kr.

Ávextir og aldin

Almondhnetur

Agúrka

Apríkósur – alla vega á tímum Krists

Ástaraldin

Baunir, grænar og favabaunir

“Beður” – rauðbeður og ýmsar útgáfur

Blaðsalat

Blómkál

Brokkolí

Döðlur

Eggaldin

Einiber

Epli

Fennel

Fíkjur

Furuhnetur

Gulrætur og hvítrætur líka

Heslihnetur

Hrákakó (carob)

Hvítkál

Kirsuber (líklega)

Kjúklingabaunir

Klettasalat

Laukur – skalottlaukur, hvítlaukur, rauðlaukur, blaðlaukur o.fl.

Linsubaunir

Melóna

Mórber

Næpur

Ólífur og olíur

Perur

Piparrót

Pipar

Pistasíuhnetur

Radísur

Rabarbari

Rófur - gulrófur

Salatfífill

Sellerí

Sesam

Sítrónur

Spergill

Steinselja

Sveppir – ýmsar tegundir

Valhnetur

Vatnsmelónur – þegar í Egyptalandi til forna

Vínber – og þar með rúsínur

Þistilhjörtu

Korn

Bygg

Hirsi

Hveiti - durum sem til dæmis kúskús var búið til úr, spelt og bulgur

Annað

Vín – aðallega rautt

Edik

Eplasafi – síder

Perusafi

Bjór

Hunang

Meira lesefni á Vísindvaefnum:

Mynd:...