Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Eldur er eins konar fyrirbæri eða ástand sem kviknar þegar "eldfimt" efni brennur. Eldurinn er heitur vegna þess að við brunann losnar orka sem að hluta til er varmaorka. Þessu er lýst ágætlega í svari við spurningunni Hvers vegna er eldur heitur og ís kaldur? en þar segir:

Eldur kviknar þegar súrefni eða ildi kemst að eldfimu efni og hiti er nógu hár til að koma eldinum af stað. Þá losnar svokölluð efnaorka úr læðingi, sameindir efnisins fara að hreyfast með miklum hraða og sleppa sem gas frá efninu sem er að brenna. Þessi hreyfing sameindanna er einmitt til marks um það sem við köllum hita og vegna hans verður efnið glóandi og við tölum um eld.

Logandi kerti er notað sem dæmi til nánari útskýringar en þegar kertavax brennur losnar orka sem að hluta til myndar ljós, kertalogann, en að hluta til berst til okkar sem varmi. Þess vegna finnst okkur kertalogi og eldur heitur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

21.11.2008

Spyrjandi

Íris Emma, Seselia Hildur, Birta og Guðbjörg, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Af hverju er eldur heitur?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2008, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50273.

EDS. (2008, 21. nóvember). Af hverju er eldur heitur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50273

EDS. „Af hverju er eldur heitur?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2008. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50273>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er eldur heitur?
Eldur er eins konar fyrirbæri eða ástand sem kviknar þegar "eldfimt" efni brennur. Eldurinn er heitur vegna þess að við brunann losnar orka sem að hluta til er varmaorka. Þessu er lýst ágætlega í svari við spurningunni Hvers vegna er eldur heitur og ís kaldur? en þar segir:

Eldur kviknar þegar súrefni eða ildi kemst að eldfimu efni og hiti er nógu hár til að koma eldinum af stað. Þá losnar svokölluð efnaorka úr læðingi, sameindir efnisins fara að hreyfast með miklum hraða og sleppa sem gas frá efninu sem er að brenna. Þessi hreyfing sameindanna er einmitt til marks um það sem við köllum hita og vegna hans verður efnið glóandi og við tölum um eld.

Logandi kerti er notað sem dæmi til nánari útskýringar en þegar kertavax brennur losnar orka sem að hluta til myndar ljós, kertalogann, en að hluta til berst til okkar sem varmi. Þess vegna finnst okkur kertalogi og eldur heitur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....