Hvað er líklegt að ísinn neðst undir Vatnajökli sé gamall? Gæti hann verið frá því á landnámsöld?
Sumarið 1972 náðu starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans og félagar í Jöklarannsóknafélagi Íslands borkjarna úr jökulís Bárðarbungu. Því miður náði borinn ekki lengra en niður á 415 m dýpi. Kjarninn var aldursákvarðaður með gjóskulögum og reyndist botninn vera frá árinu 1650.
Síðar könnuðu Guðrún Larsen og Magnús Tumi Guðmundsson gjóskulög sem upp koma í hinum ýmsu skriðjöklum Vatnajökuls: Brúarjökli, Tungnárjökli, Dyngjujökli og Skeiðarárjökli, og þar er elsta greinanlega gjóskulagið frá því um 1150. Neðan við það lag er eldri ís, en svo gruggugur og óhreinn að ekkert verður í hann ráðið.
Skeiðarárjökull og Öræfajökull í baksýn.
Það er ósennilegt að undir Vatnajökli sé að finna eldri ís en frá því um 1100. Ástæða þessa er sú, að jöklar á Íslandi eru þíðjöklar (það er í jafnvægi við vatn) og bráðna því hratt miðað við gaddjökla eins og Grænlandsjökul, en borkjarnar þaðan ná ein 120.000 ár aftur í tímann. Jafnframt er varmastreymi tiltölulega mikið úr berggrunninum undir Vatnajökli sem enn ýtir undir bráðnun neðan frá.
Heimildir og mynd:
Guðrún Larsen, Magnús Tumi Guðmundsson og Helgi Björnsson (1998). Eight centuries of periodic volcanism at the center of Iceland hotspot revealed by glacier tephrostratigraphy. Geology 26: 943-946.
Sigurður Steinþórsson (1982). Gjóskulög í jökulkjarna frá Bárðarbungu. Eldur er í norðri. Sögufélag, Reykjavík 1982, bls. 361-368.
Sigurður Steinþórsson. „Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2005. Sótt 4. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5030.
Sigurður Steinþórsson. (2005, 3. júní). Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5030
Sigurður Steinþórsson. „Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2005. Vefsíða. 4. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5030>.
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!