Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við?

EDS

Í rauninni eru allir með örlítið skásett augu því hjá öllu fólki lækkar augnrifan inn að nefinu. Hins vegar er misjafnt hversu áberandi það er.



Augun virðast meira skásett vegna húðfellingar sem liggur yfir efra augnlokinu að nefninu.

Haraldur Ólafsson fjallar um þetta mál í svari sínu við spurningunni Af hverju er asískt fólk með skásett augu? Þar segir meðal annars:
Ástæðan fyrir því að augu sýnast skásett er sú að hjá sumu fólki, ekki hvað síst því sem talið er vera af mongólskum uppruna, liggur húðfelling inn yfir efra augnalokið að nefinu, þannig að augnrifan verður sýnilegra lægri þar. Augun í fólki með þessa fellingu, sem stundum er kölluð mongólafellingin, virðast liggja djúpt. Ennfremur er oft neðra augnlokið þykkara hjá slíku fólki og sést því minna í augun en ella.

Við þetta má bæta að hjá fólki af asískum uppruna er nefið oft lægra þar sem það mætir enninu og undirstrikar það enn skáa augnrifunnar.

Ekki er vitað með vissu hvers vegna þessi felling er tilkomin eða meira áberandi hjá ákveðnum hópum en ein kenningin er sú að um sé að ræða þróun í köldu loftslagi þar sem mikilvægt hafi verið að vernda augun í frosthörkum og hríðarveðri. Önnur kenning er sú að þetta sé þróun í þá átt að vernda augun fyrir sólarljósinu og sé því meira áberandi hjá hópum sem lifa í umhverfi þar sem mikið ljós endurkastast af ljósu yfirborði, til dæmis snjó.

Mynd: Epicanthic fold á Wikipedia. Birt undir GNU Free Documentation leyfi. Sótt 21. 11. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

21.11.2008

Spyrjandi

Eva Ýr Helgadóttir, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2008, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50374.

EDS. (2008, 21. nóvember). Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50374

EDS. „Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2008. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50374>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við?
Í rauninni eru allir með örlítið skásett augu því hjá öllu fólki lækkar augnrifan inn að nefinu. Hins vegar er misjafnt hversu áberandi það er.



Augun virðast meira skásett vegna húðfellingar sem liggur yfir efra augnlokinu að nefninu.

Haraldur Ólafsson fjallar um þetta mál í svari sínu við spurningunni Af hverju er asískt fólk með skásett augu? Þar segir meðal annars:
Ástæðan fyrir því að augu sýnast skásett er sú að hjá sumu fólki, ekki hvað síst því sem talið er vera af mongólskum uppruna, liggur húðfelling inn yfir efra augnalokið að nefinu, þannig að augnrifan verður sýnilegra lægri þar. Augun í fólki með þessa fellingu, sem stundum er kölluð mongólafellingin, virðast liggja djúpt. Ennfremur er oft neðra augnlokið þykkara hjá slíku fólki og sést því minna í augun en ella.

Við þetta má bæta að hjá fólki af asískum uppruna er nefið oft lægra þar sem það mætir enninu og undirstrikar það enn skáa augnrifunnar.

Ekki er vitað með vissu hvers vegna þessi felling er tilkomin eða meira áberandi hjá ákveðnum hópum en ein kenningin er sú að um sé að ræða þróun í köldu loftslagi þar sem mikilvægt hafi verið að vernda augun í frosthörkum og hríðarveðri. Önnur kenning er sú að þetta sé þróun í þá átt að vernda augun fyrir sólarljósinu og sé því meira áberandi hjá hópum sem lifa í umhverfi þar sem mikið ljós endurkastast af ljósu yfirborði, til dæmis snjó.

Mynd: Epicanthic fold á Wikipedia. Birt undir GNU Free Documentation leyfi. Sótt 21. 11. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

...