Sólin Sólin Rís 03:14 • sest 23:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:58 • Síðdegis: 19:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:59 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík

Hvernig get ég stökkbreyst?

JGÞ

Í flestum tilfellum höfum við engin sérstök ráð til að framkvæma stökkbreytingar á sjálfum okkur, enda ekki víst að margir vildu að erfðaefnið í þeim stökkbreyttist! Stökkbreytingar á erfðaefninu eru nefnilega flestar til skaða. Sumar stökkbreytingar gera þó gagn, til dæmis þær sem breyta prótínum þannig að þau starfi betur við tilteknar aðstæður. Stökkbreytingar af þessu tagi geta fest með tegundinni fyrir tilstuðlan náttúrlegs vals.

Stökkbreytingar eru yfirleitt flokkaðar í tvo aðalflokka. Genabreytingar eru breytingar á einstökum genum og svo eru til litningabreytingar en til þeirra flokkast alls kyns breytingar á litningum, til dæmis breytingar á litningafjölda eða umsnúningar litningshluta.


Í afþreyingarmenningu nútímans er stundum fjallað um stökkbreytingar af völdum geislunar, til dæmis í tilviki græna risans Hulks. Ekki er víst að margir vilji að erfðaefni þeirra taki stökkbreytingum enda eru flestar stökkbreytingar til skaða.

Stökkbreytingar í erfðaefni lífvera verða af ýmsum ástæðum og á mismunandi skeiðum í erfðaferlinu. Stundum verða stökkbreytingar þegar frumurnar eru að skipta sér og erfðaefnið raðast upp á nýtt í nýju frumunum. Einnig geta stökkbreytingar í frumum orðið fyrir áhrif ytri geislunar eða sérstakra utanaðkomandi efna.

Í afþreyingarmenningu er stundum fjallað um stökkbreytingar á erfðaefni vegna geislunar. Til dæmis er stökkbreyting ofurhetjunnar og græna skrímslisins Hulks af völdum geislunar.

Hægt er að lesa meira um stökkbreytingar á Vísindavefnum, til dæmis í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Af hverju verða stökkbreytingar? og í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju stökkbreytist allt? en þetta svar byggir einmitt á þeim svörum.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

21.11.2008

Spyrjandi

Konráð Valur Sveinsson, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig get ég stökkbreyst?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2008. Sótt 5. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=50397.

JGÞ. (2008, 21. nóvember). Hvernig get ég stökkbreyst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50397

JGÞ. „Hvernig get ég stökkbreyst?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2008. Vefsíða. 5. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50397>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig get ég stökkbreyst?
Í flestum tilfellum höfum við engin sérstök ráð til að framkvæma stökkbreytingar á sjálfum okkur, enda ekki víst að margir vildu að erfðaefnið í þeim stökkbreyttist! Stökkbreytingar á erfðaefninu eru nefnilega flestar til skaða. Sumar stökkbreytingar gera þó gagn, til dæmis þær sem breyta prótínum þannig að þau starfi betur við tilteknar aðstæður. Stökkbreytingar af þessu tagi geta fest með tegundinni fyrir tilstuðlan náttúrlegs vals.

Stökkbreytingar eru yfirleitt flokkaðar í tvo aðalflokka. Genabreytingar eru breytingar á einstökum genum og svo eru til litningabreytingar en til þeirra flokkast alls kyns breytingar á litningum, til dæmis breytingar á litningafjölda eða umsnúningar litningshluta.


Í afþreyingarmenningu nútímans er stundum fjallað um stökkbreytingar af völdum geislunar, til dæmis í tilviki græna risans Hulks. Ekki er víst að margir vilji að erfðaefni þeirra taki stökkbreytingum enda eru flestar stökkbreytingar til skaða.

Stökkbreytingar í erfðaefni lífvera verða af ýmsum ástæðum og á mismunandi skeiðum í erfðaferlinu. Stundum verða stökkbreytingar þegar frumurnar eru að skipta sér og erfðaefnið raðast upp á nýtt í nýju frumunum. Einnig geta stökkbreytingar í frumum orðið fyrir áhrif ytri geislunar eða sérstakra utanaðkomandi efna.

Í afþreyingarmenningu er stundum fjallað um stökkbreytingar á erfðaefni vegna geislunar. Til dæmis er stökkbreyting ofurhetjunnar og græna skrímslisins Hulks af völdum geislunar.

Hægt er að lesa meira um stökkbreytingar á Vísindavefnum, til dæmis í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Af hverju verða stökkbreytingar? og í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju stökkbreytist allt? en þetta svar byggir einmitt á þeim svörum.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....