Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var fimmta öldin í Kína?

Ólafur Sólimann

Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar gáfu þó gott rými fyrir breytingar á ýmsum sviðum. Hefðbundnar kínverskar listir á borð við ljóð, söng, skrautritun, málaralist og tónlist náðu nýjum hæðum á 5. öld og settu fordæmi fyrir seinni tíð. Um menningarlífið í Kína á 5. öld má lesa meira í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig var menningin í Kína á fimmtu öld?

Á þessum tíma réð Wei-keisaraveldið yfir Norður-Kína, það er fyrir norðan Yangtze-ána. Wei-fólkið tilheyrði þjóðflokki sem nefndur er Tabgach eða Toba-Tyrkir. Wei-ríkinu var stýrt af Xianbei-ættflokknum, sem dró mjög skýr mörk á milli sín og Han-fólksins í suðri. Þetta breyttist hins vegar mikið undir lok 5. aldar í stjórnartíð Xiaowen af Wei, en hann innleiddi mikið af siðum og venjum Han-fólksins í Wei-ríkið. Faðir hans hafði tilheyrt Xianbei-fólkinu en móðir hans var af Han ættum.

Han (漢朝)

Fyrst er vert að skilgreina hvað átt er við með hugtakinu Kína. Kína nútímans er umtalsvert frábrugðið Kína á 5. öld. Þá er ekki aðeins átt við menninguna heldur einnig stærðina. Ríkið sem við nefnum Kína var til að mynda lengi vel mun minna en það er í dag. En hvað er þá Kína og hverjir eru Kínverjar? Þetta er ekki alltaf svo augljóst en algengast er að miða við að eiginleg kínversk saga hefjist með Han-keisaraveldinu (206 f.Kr. - 220 e.Kr., 漢朝), en það er talið vera fyrsta eiginlega keisaraveldið í Kína. Þeir sem vilja lesa um forsögu Kína geta lesið svör Hrannars Baldvinssonar við spurningunum: Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja? og Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?

Allt frá tíma Han-veldisins til dagsins í dag hefur Han-fólkið verið stærsti þjóðfélagshópurinn í Kína. Han-fólkið breyttist að sjálfsögðu í tímans rás, upplifði sundrungu og sameiningu. Það hélt þó engu að síður áfram að skilgreina sig sem Han þrátt fyrir að stjórnvöld og keisaraveldi skiptu um nöfn í aldanna rás. Einn helsti styrkur Han-fólksins var ritmálið sem hefur tekið furðulega litlum breytingum allt til dagsins í dag. Myndin hér til hliðar sýnir einmitt bréf frá 4. öld.

Með ritmálið að vopni skráði Han-fólkið niður sögu þjóðflokksins og því er stærsti hluti kínverskrar sögu sagður frá sjónarhorni þeirra. Í þessari söguritun er meðal annars sagt frá Jin-veldinu sem var við líði undir lok 4. aldar og stóð í átökum við fylkingar fyrrum Qin-ríkisins við ánna Fei. Qin-ríkið átti uppruna sinn að sækja til Di-þjóðflokksins og er ótengt Qin-keisaraveldinu sem ríkti í Kína á 3. öld og fjallað er um í fyrrnefndum svörum Hrannars Baldvinssonar.

Jin (晉朝)

Bardaginn við ánna Fei árið 383 er talinn einn af stærstu áhrifavöldunum í kínverskri sögu. Austur–Jin-veldið svokallaða sigraði þar fylkingar sem tilheyrðu fyrrum Qin-ríkinu. Þetta olli borgarastyrjöld og að lokum hruni Qin-ríkisins en tryggði áframhaldandi stjórn Jin og annarra ríkja suður af Yangtze-ánni. Þrátt fyrir sigur Jin-veldisins gekk illa að halda stjórninni saman. Á árunum 397 til 419 tókust stríðsherrar á um hver þeirra stjórnaði á bak við tjöldin því ríkið var opinberlega undir stjórn þroskahefta keisarans An Di. Eftir dauða An Di árið 419 tók bróðir hans, Gong Di, við sem keisari undir þrýstingi frá stríðsherranum Liu Yu. Ári síðar lét Liu Yu nýkrýndan keisarann afsala sér völdum og stofnaði nýtt keisaraveldi.

Liu Song (劉宋朝)

Liu Song-keisaraveldið er talið vera það fyrsta af fjórum sem öll saman eru nefnd suður-keisaraveldin (420-589). Suður-keisaraveldin eiga það sameiginlegt að höfuðstaður þeirra var Jiankang (建康城) þar sem borgin Nanjing stendur í dag. Þessi keisaraveldi tóku við hvert af öðru á landsvæðinu suður af Yangtze-ánni.

Þegar hershöfðinginn Liu Yu komst til valda og stofnaði Liu Song-keisaraveldið tók hann upp nýtt nafn, Wu keisari. Hann var einn snjallasti hershöfðingi síns tíma en náði þó aðeins að stjórna ríkinu í tvö ár. Elsti sonur hans tók við völdum árið 423 en ráðamenn töldu hann óhæfan og réðu hann því af dögum. Yngri sonur Wu keisara tók þá við keisaratitlinum árið 425. Hann kallaðist Wen keisari. Stjórnartíð Wen keisara var farsæl og einkenndist af pólitískum stöðugleika. Eftir dauða hans gekk illa að halda frið og stjórn í innanríkismálum sem einkenndust af uppreisnum og óhæfum leiðtogum. Ógnarstjórn Ming keisara á árunum 465-472 var einkar slæm, en hann lét til dæmis myrða bræður sína og fleiri skyldmenni sem mörg hver voru enn á barnsaldri.

Þrátt fyrir öll innri átök og deilur í ríkinu blómstraði listalíf og menning við hirðina hjá Liu Song. Stofnandi keisaraveldisins, Wu keisari, var sjálfur mikill listaunnandi og ágætt ljóðskáld. Hann laðaði hæfileikaríka listamenn að hirð sinni og lagði þar með grunninn að öflugu listalífi við hirðir komandi keisara Liu Song-veldisins. Í stjórnartíð Wen keisara urðu meðal annars til nýjar stefnur og straumar í bókmenntum, til að mynda hinn svokallaði lofsöngur fu (賦). Stjórnartíð Wen keisara er nefnd Yuanjia (元嘉 ‘upphaf’+‘gæfa’) og eru þrjú stærstu skáldin frá þessum tíma oft nefnd „risarnir af Yuanjia“. Þetta eru þeir Bao Zhao (d. 466), Xie Lingyun (385-422) og Yan Yanzhi (384-456), en hver og einn þeirra er talinn upphafsmaður að ákveðinni bókmenntastefnu. Vísindamenn voru einnig afkastamiklir á þessum tíma, sérstaklega í stjörnufræðum og stjörnuskoðun (Zu Chongzhi). Einnig öðluðust Kínverjar dýpri skilning á trúarkenningum Mahayana-búddismans sem kom frá Indlandi og breiddist ört út og aðlagaðist að kínversku samfélagi.

Liu Song-veldið leið undir lok á sama hátt og það hófst þegar hershöfðinginn Xiao Daocheng lét tólf ára gamlan keisara afsala sér völdum og skóp nýtt keisaraveldi. Það nefndist Qi og Xiao Daocheng varð þá Gao keisari.

Qi (齊朝)

Gao keisari var aðeins þrjú ár við stjórnartaumanna, það er frá 479 til 482. Hann var mjög hæfur stjórnandi en aðra sögu er að segja um erfingja hans. Qi-keisarveldið leið undir lok árið 502 eftir ítrekaðar uppreisnir aðeins tuttugu og þrem árum eftir að það var sett á laggirnar.

Heimildir:
  • Fairbank, John K. Goldman, Merle. (2006). China: A New History (2 ed.). Cambridge, Massachusetts - London, England: The Belknap Press of Harvard University Press.
  • Hansen, V. (2000). The Open Empire: A history of China to 1600. New York - London: W.W. Norton & Company.
  • Twitchett, Denis og Lowe, Michael (Ed.). (1986). The Cambridge History of China: The Ch'in and Han Empires (Vol. 1): Cambridge University Press.
  • Qizhi, Z. (Ed.). (2007). Traditional Chinese Culture (3 ed.). Beijing, China: Foreign Languages Press.
  • Yantu, Z. (2007). Five Thousand years of Chinese Nation (1 ed.). Beijing, China: Foreign Languages Press.

Mynd:

Höfundur

B.A. í íslensku og ritstjóri Ling Ling

Útgáfudagur

2.3.2009

Spyrjandi

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir

Tilvísun

Ólafur Sólimann. „Hvernig var fimmta öldin í Kína?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2009, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50723.

Ólafur Sólimann. (2009, 2. mars). Hvernig var fimmta öldin í Kína? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50723

Ólafur Sólimann. „Hvernig var fimmta öldin í Kína?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2009. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50723>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var fimmta öldin í Kína?
Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar gáfu þó gott rými fyrir breytingar á ýmsum sviðum. Hefðbundnar kínverskar listir á borð við ljóð, söng, skrautritun, málaralist og tónlist náðu nýjum hæðum á 5. öld og settu fordæmi fyrir seinni tíð. Um menningarlífið í Kína á 5. öld má lesa meira í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig var menningin í Kína á fimmtu öld?

Á þessum tíma réð Wei-keisaraveldið yfir Norður-Kína, það er fyrir norðan Yangtze-ána. Wei-fólkið tilheyrði þjóðflokki sem nefndur er Tabgach eða Toba-Tyrkir. Wei-ríkinu var stýrt af Xianbei-ættflokknum, sem dró mjög skýr mörk á milli sín og Han-fólksins í suðri. Þetta breyttist hins vegar mikið undir lok 5. aldar í stjórnartíð Xiaowen af Wei, en hann innleiddi mikið af siðum og venjum Han-fólksins í Wei-ríkið. Faðir hans hafði tilheyrt Xianbei-fólkinu en móðir hans var af Han ættum.

Han (漢朝)

Fyrst er vert að skilgreina hvað átt er við með hugtakinu Kína. Kína nútímans er umtalsvert frábrugðið Kína á 5. öld. Þá er ekki aðeins átt við menninguna heldur einnig stærðina. Ríkið sem við nefnum Kína var til að mynda lengi vel mun minna en það er í dag. En hvað er þá Kína og hverjir eru Kínverjar? Þetta er ekki alltaf svo augljóst en algengast er að miða við að eiginleg kínversk saga hefjist með Han-keisaraveldinu (206 f.Kr. - 220 e.Kr., 漢朝), en það er talið vera fyrsta eiginlega keisaraveldið í Kína. Þeir sem vilja lesa um forsögu Kína geta lesið svör Hrannars Baldvinssonar við spurningunum: Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja? og Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?

Allt frá tíma Han-veldisins til dagsins í dag hefur Han-fólkið verið stærsti þjóðfélagshópurinn í Kína. Han-fólkið breyttist að sjálfsögðu í tímans rás, upplifði sundrungu og sameiningu. Það hélt þó engu að síður áfram að skilgreina sig sem Han þrátt fyrir að stjórnvöld og keisaraveldi skiptu um nöfn í aldanna rás. Einn helsti styrkur Han-fólksins var ritmálið sem hefur tekið furðulega litlum breytingum allt til dagsins í dag. Myndin hér til hliðar sýnir einmitt bréf frá 4. öld.

Með ritmálið að vopni skráði Han-fólkið niður sögu þjóðflokksins og því er stærsti hluti kínverskrar sögu sagður frá sjónarhorni þeirra. Í þessari söguritun er meðal annars sagt frá Jin-veldinu sem var við líði undir lok 4. aldar og stóð í átökum við fylkingar fyrrum Qin-ríkisins við ánna Fei. Qin-ríkið átti uppruna sinn að sækja til Di-þjóðflokksins og er ótengt Qin-keisaraveldinu sem ríkti í Kína á 3. öld og fjallað er um í fyrrnefndum svörum Hrannars Baldvinssonar.

Jin (晉朝)

Bardaginn við ánna Fei árið 383 er talinn einn af stærstu áhrifavöldunum í kínverskri sögu. Austur–Jin-veldið svokallaða sigraði þar fylkingar sem tilheyrðu fyrrum Qin-ríkinu. Þetta olli borgarastyrjöld og að lokum hruni Qin-ríkisins en tryggði áframhaldandi stjórn Jin og annarra ríkja suður af Yangtze-ánni. Þrátt fyrir sigur Jin-veldisins gekk illa að halda stjórninni saman. Á árunum 397 til 419 tókust stríðsherrar á um hver þeirra stjórnaði á bak við tjöldin því ríkið var opinberlega undir stjórn þroskahefta keisarans An Di. Eftir dauða An Di árið 419 tók bróðir hans, Gong Di, við sem keisari undir þrýstingi frá stríðsherranum Liu Yu. Ári síðar lét Liu Yu nýkrýndan keisarann afsala sér völdum og stofnaði nýtt keisaraveldi.

Liu Song (劉宋朝)

Liu Song-keisaraveldið er talið vera það fyrsta af fjórum sem öll saman eru nefnd suður-keisaraveldin (420-589). Suður-keisaraveldin eiga það sameiginlegt að höfuðstaður þeirra var Jiankang (建康城) þar sem borgin Nanjing stendur í dag. Þessi keisaraveldi tóku við hvert af öðru á landsvæðinu suður af Yangtze-ánni.

Þegar hershöfðinginn Liu Yu komst til valda og stofnaði Liu Song-keisaraveldið tók hann upp nýtt nafn, Wu keisari. Hann var einn snjallasti hershöfðingi síns tíma en náði þó aðeins að stjórna ríkinu í tvö ár. Elsti sonur hans tók við völdum árið 423 en ráðamenn töldu hann óhæfan og réðu hann því af dögum. Yngri sonur Wu keisara tók þá við keisaratitlinum árið 425. Hann kallaðist Wen keisari. Stjórnartíð Wen keisara var farsæl og einkenndist af pólitískum stöðugleika. Eftir dauða hans gekk illa að halda frið og stjórn í innanríkismálum sem einkenndust af uppreisnum og óhæfum leiðtogum. Ógnarstjórn Ming keisara á árunum 465-472 var einkar slæm, en hann lét til dæmis myrða bræður sína og fleiri skyldmenni sem mörg hver voru enn á barnsaldri.

Þrátt fyrir öll innri átök og deilur í ríkinu blómstraði listalíf og menning við hirðina hjá Liu Song. Stofnandi keisaraveldisins, Wu keisari, var sjálfur mikill listaunnandi og ágætt ljóðskáld. Hann laðaði hæfileikaríka listamenn að hirð sinni og lagði þar með grunninn að öflugu listalífi við hirðir komandi keisara Liu Song-veldisins. Í stjórnartíð Wen keisara urðu meðal annars til nýjar stefnur og straumar í bókmenntum, til að mynda hinn svokallaði lofsöngur fu (賦). Stjórnartíð Wen keisara er nefnd Yuanjia (元嘉 ‘upphaf’+‘gæfa’) og eru þrjú stærstu skáldin frá þessum tíma oft nefnd „risarnir af Yuanjia“. Þetta eru þeir Bao Zhao (d. 466), Xie Lingyun (385-422) og Yan Yanzhi (384-456), en hver og einn þeirra er talinn upphafsmaður að ákveðinni bókmenntastefnu. Vísindamenn voru einnig afkastamiklir á þessum tíma, sérstaklega í stjörnufræðum og stjörnuskoðun (Zu Chongzhi). Einnig öðluðust Kínverjar dýpri skilning á trúarkenningum Mahayana-búddismans sem kom frá Indlandi og breiddist ört út og aðlagaðist að kínversku samfélagi.

Liu Song-veldið leið undir lok á sama hátt og það hófst þegar hershöfðinginn Xiao Daocheng lét tólf ára gamlan keisara afsala sér völdum og skóp nýtt keisaraveldi. Það nefndist Qi og Xiao Daocheng varð þá Gao keisari.

Qi (齊朝)

Gao keisari var aðeins þrjú ár við stjórnartaumanna, það er frá 479 til 482. Hann var mjög hæfur stjórnandi en aðra sögu er að segja um erfingja hans. Qi-keisarveldið leið undir lok árið 502 eftir ítrekaðar uppreisnir aðeins tuttugu og þrem árum eftir að það var sett á laggirnar.

Heimildir:
  • Fairbank, John K. Goldman, Merle. (2006). China: A New History (2 ed.). Cambridge, Massachusetts - London, England: The Belknap Press of Harvard University Press.
  • Hansen, V. (2000). The Open Empire: A history of China to 1600. New York - London: W.W. Norton & Company.
  • Twitchett, Denis og Lowe, Michael (Ed.). (1986). The Cambridge History of China: The Ch'in and Han Empires (Vol. 1): Cambridge University Press.
  • Qizhi, Z. (Ed.). (2007). Traditional Chinese Culture (3 ed.). Beijing, China: Foreign Languages Press.
  • Yantu, Z. (2007). Five Thousand years of Chinese Nation (1 ed.). Beijing, China: Foreign Languages Press.

Mynd:...