Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var menningin í Kína á fimmtu öld?

Ólafur Sólimann

Þrátt fyrir að fimmta öldin í Kína hafi verið undirlögð af borgarastyrjöld og blóðbaði, blómstraði menningarlífið sem aldrei fyrr. Erfitt er að segja til um af hverju þetta stafaði en ef til vill skapaði ástandið nægan efnivið í sögur og listaverk eða þá að afskiptaleysi stjórnvalda, sem voru of upptekin við að halda um valdataumanna, veitti listamönnum nægilegt frelsi til sköpunar. Nánar má lesa um valdabaráttu stjórnvalda í svari sama höfundar við spurningunni: Hvernig var fimmta öldin í Kína?

Átrúnaður

Með tilkomu búddismans sem stríddi við innlendan daóisma varð mikil gróska í trúarlífi landsmanna. Nýlega fundust til dæmis myndskreyttir hellar í Xinjiang-sjálfstjórnarsvæðinu sem myndlistamenn hafa augljóslega málað undir trúarlegum áhrifum frá Indlandi.

Búddamunkurinn Kumarajiva (鸠摩罗什, 344-413), sem upprunalega var frá Mið-Asíu eða Indlandi, kom til Kína og hlaut styrk frá ríkinu til að þýða trúarlega texta búddismans úr sanskrít yfir á kínversku. Árið 401 stofnaði Kumarajiva þýðingarsetur í bænum Changan. Þýðingar Kumarajiva þykja svo framúrskarandi að margar þeirra eru notaðar nánast óbreyttar enn þann dag í dag.

Daóisminn breyttist á þessum tíma í takt við breytingar sem urðu með tilkomu búddismans. Ný hreyfing varð til, nefnd eftir fjallinu þar sem fylgjendur hennar hittust eða Mao Shan. Einna áhrifamestur Mao Shan-daóistanna var Tao Hongjing (456-536), kennari keisara Liang-veldisins á sjöttu öld. Önnur daóista-hreyfing varð til á þessum tíma en það var Lingbao (靈寶) eða „hreyfing hins andlega auðs". Merkilegt þykir að hvorki Mao Shan- né Lingbao-daóistarnir lögðu neina áherslu á kenningar Laozi eða Zhuangzi sem eru þó oftast taldir vera stærstu nöfn daóismans. Gjarnan er talið að jarðbundnar kenningar daóismans um líf eftir dauðann hafi gert búddismanum auðvelt fyrir að ná fótfestu í Kína. Aukin verslun og viðskipti Indverja og Kínverja á 5. öld varð búddismanum einnig mikil lyftistöng.

Verslun og viðskipti

Frásagnir pílagrímsins Faxian bera vitni um auknar samgöngur á milli Kína og Indlands. Faxian ferðaðist um allt Indland í þrettán ár og skoðaði sögufræga staði búddismans og leitaði að trúarritum sem hann flutti heim til Kína. Talið er sennilegt að Faxian hafi komist til Indlands með því að fara hluta af leið sem á 19. öld fékk nafnið silkivegurinn og var verslunarleið milli Kína og Rómar. Hvort þessi tiltekni silkivegur hafi verið til í raun og veru hefur enn ekki verið sýnt fram á en minjar um fjölmargar fornar silkiverslunarleiðir hafa fundist.

Silki var ein helsta verslunarvaran á 5. öld í Mið- og Austur-Asíu og kínverskt silki þótti bera af í gæðum. Eftirspurnin eftir því í Indlandi var mikil og fóru Kínverjar að búa til silki með mynstrum sérstaklega fyrir Indlandsmarkað. Þannig hefur milliríkjaverslun náð að blómstra þrátt fyrir mikil innanríkisátök.


Teikning af Tao Yuanming sem gaf embættismannaferil sinn upp á bátinn til að verða kínverskt hjarðljóðskáld.

Listir

Þrátt fyrir að illa hafi gengið að koma almennilegri stjórnsýslu á fót í Kína á 5.öld, gekk daglegt líf fólks sinn vanagang og listsköpun blómstraði. Hugsanlega hefur rótleysi yfirvalda orðið til þess að menn leituðu jafnvel meira í listirnar en áður. Gott dæmi um slíkt er sagan af ljóðskáldinu Tao Yuanming.

Tao Yuanming (陶淵明, 365-427) hlaut menntun í fræðum Konfúsíusar og hefði átt að gegna stöðu ríkisstarfsmanns í kjölfarið. Tao fann sig illa í hlutverki embættismannsins og gafst að lokum upp eftir ítrekaðar tilraunir. Þessar raunir sínar batt hann saman í ljóð og lýsti þar meðal annars þeirri hamingju og gleði sem sveitalífið færði honum í stað embættisstarfa. Þannig varð Tao Yuanming upphafsmaður að ákveðinni ljóðagrein, kínverskum hjarðljóðum. Nú eru varðveitt um 120 ljóð eftir hann.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Fairbank, John K. Goldman, Merle. (2006). China: A New History (2. útg.). Cambridge, Massachusetts - London, England: The Belknap Press of Harvard University Press.
  • Hansen, V. (2000). The Open Empire: A history of China to 1600. New York - London: W.W. Norton & Company.
  • Twitchett, Denis og Lowe, Michael (ritstj.). (1986). The Cambridge History of China: The Ch'in and Han Empires (1. bindi): Cambridge University Press.
  • Qizhi, Z. (ritstj.). (2007). Traditional Chinese Culture (3. útg.). Beijing, China: Foreign Languages Press.
  • Yantu, Z. (2007). Five Thousand years of Chinese Nation (1. útg.). Beijing, China: Foreign Languages Press.

Mynd:

Höfundur

B.A. í íslensku og ritstjóri Ling Ling

Útgáfudagur

6.3.2009

Spyrjandi

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, f. 1994

Tilvísun

Ólafur Sólimann. „Hvernig var menningin í Kína á fimmtu öld?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2009, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51777.

Ólafur Sólimann. (2009, 6. mars). Hvernig var menningin í Kína á fimmtu öld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51777

Ólafur Sólimann. „Hvernig var menningin í Kína á fimmtu öld?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2009. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51777>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var menningin í Kína á fimmtu öld?
Þrátt fyrir að fimmta öldin í Kína hafi verið undirlögð af borgarastyrjöld og blóðbaði, blómstraði menningarlífið sem aldrei fyrr. Erfitt er að segja til um af hverju þetta stafaði en ef til vill skapaði ástandið nægan efnivið í sögur og listaverk eða þá að afskiptaleysi stjórnvalda, sem voru of upptekin við að halda um valdataumanna, veitti listamönnum nægilegt frelsi til sköpunar. Nánar má lesa um valdabaráttu stjórnvalda í svari sama höfundar við spurningunni: Hvernig var fimmta öldin í Kína?

Átrúnaður

Með tilkomu búddismans sem stríddi við innlendan daóisma varð mikil gróska í trúarlífi landsmanna. Nýlega fundust til dæmis myndskreyttir hellar í Xinjiang-sjálfstjórnarsvæðinu sem myndlistamenn hafa augljóslega málað undir trúarlegum áhrifum frá Indlandi.

Búddamunkurinn Kumarajiva (鸠摩罗什, 344-413), sem upprunalega var frá Mið-Asíu eða Indlandi, kom til Kína og hlaut styrk frá ríkinu til að þýða trúarlega texta búddismans úr sanskrít yfir á kínversku. Árið 401 stofnaði Kumarajiva þýðingarsetur í bænum Changan. Þýðingar Kumarajiva þykja svo framúrskarandi að margar þeirra eru notaðar nánast óbreyttar enn þann dag í dag.

Daóisminn breyttist á þessum tíma í takt við breytingar sem urðu með tilkomu búddismans. Ný hreyfing varð til, nefnd eftir fjallinu þar sem fylgjendur hennar hittust eða Mao Shan. Einna áhrifamestur Mao Shan-daóistanna var Tao Hongjing (456-536), kennari keisara Liang-veldisins á sjöttu öld. Önnur daóista-hreyfing varð til á þessum tíma en það var Lingbao (靈寶) eða „hreyfing hins andlega auðs". Merkilegt þykir að hvorki Mao Shan- né Lingbao-daóistarnir lögðu neina áherslu á kenningar Laozi eða Zhuangzi sem eru þó oftast taldir vera stærstu nöfn daóismans. Gjarnan er talið að jarðbundnar kenningar daóismans um líf eftir dauðann hafi gert búddismanum auðvelt fyrir að ná fótfestu í Kína. Aukin verslun og viðskipti Indverja og Kínverja á 5. öld varð búddismanum einnig mikil lyftistöng.

Verslun og viðskipti

Frásagnir pílagrímsins Faxian bera vitni um auknar samgöngur á milli Kína og Indlands. Faxian ferðaðist um allt Indland í þrettán ár og skoðaði sögufræga staði búddismans og leitaði að trúarritum sem hann flutti heim til Kína. Talið er sennilegt að Faxian hafi komist til Indlands með því að fara hluta af leið sem á 19. öld fékk nafnið silkivegurinn og var verslunarleið milli Kína og Rómar. Hvort þessi tiltekni silkivegur hafi verið til í raun og veru hefur enn ekki verið sýnt fram á en minjar um fjölmargar fornar silkiverslunarleiðir hafa fundist.

Silki var ein helsta verslunarvaran á 5. öld í Mið- og Austur-Asíu og kínverskt silki þótti bera af í gæðum. Eftirspurnin eftir því í Indlandi var mikil og fóru Kínverjar að búa til silki með mynstrum sérstaklega fyrir Indlandsmarkað. Þannig hefur milliríkjaverslun náð að blómstra þrátt fyrir mikil innanríkisátök.


Teikning af Tao Yuanming sem gaf embættismannaferil sinn upp á bátinn til að verða kínverskt hjarðljóðskáld.

Listir

Þrátt fyrir að illa hafi gengið að koma almennilegri stjórnsýslu á fót í Kína á 5.öld, gekk daglegt líf fólks sinn vanagang og listsköpun blómstraði. Hugsanlega hefur rótleysi yfirvalda orðið til þess að menn leituðu jafnvel meira í listirnar en áður. Gott dæmi um slíkt er sagan af ljóðskáldinu Tao Yuanming.

Tao Yuanming (陶淵明, 365-427) hlaut menntun í fræðum Konfúsíusar og hefði átt að gegna stöðu ríkisstarfsmanns í kjölfarið. Tao fann sig illa í hlutverki embættismannsins og gafst að lokum upp eftir ítrekaðar tilraunir. Þessar raunir sínar batt hann saman í ljóð og lýsti þar meðal annars þeirri hamingju og gleði sem sveitalífið færði honum í stað embættisstarfa. Þannig varð Tao Yuanming upphafsmaður að ákveðinni ljóðagrein, kínverskum hjarðljóðum. Nú eru varðveitt um 120 ljóð eftir hann.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Fairbank, John K. Goldman, Merle. (2006). China: A New History (2. útg.). Cambridge, Massachusetts - London, England: The Belknap Press of Harvard University Press.
  • Hansen, V. (2000). The Open Empire: A history of China to 1600. New York - London: W.W. Norton & Company.
  • Twitchett, Denis og Lowe, Michael (ritstj.). (1986). The Cambridge History of China: The Ch'in and Han Empires (1. bindi): Cambridge University Press.
  • Qizhi, Z. (ritstj.). (2007). Traditional Chinese Culture (3. útg.). Beijing, China: Foreign Languages Press.
  • Yantu, Z. (2007). Five Thousand years of Chinese Nation (1. útg.). Beijing, China: Foreign Languages Press.

Mynd:...