Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ristill lengi að ganga yfir?

Doktor.is

Ristill (Herpes zoster) eru sársaukafullar smáblöðrur af völdum hlaupabólu-ristilveiru (Varicella zoster veiru). Um er að ræða endurvakningu á hlaupabóluveirunni, venjulega mörgum árum eftir upprunalegu sýkinguna.

Ristill er smitandi og getur valdið hlaupabólu í þeim einstaklingum, sem ekki hafa fengið hlaupabólu áður. En ristill smitast ekki við það að umgangast fólk með ristil eða hlaupabólu því eins og áður sagði er ristill endurvakning á hlaupabóluveirunni.

Eftir hlaupabólu fer hlaupabóluveiran úr húðinni eftir taugum inn að taugarótum þar sem hún leggst í dvala um óákveðinn tíma. Þegar veiran er endurvakin fer hún sömu leið út í húðina aftur. Ekki er vitað hvaða þættir endurvekja veiruna. Fólk á öllum aldri getur fengið ristil en hann er algengastur hjá fólki yfir sextugt og hjá einstaklingum með veiklað ónæmiskerfi. Ristill getur verið vísbending um að ónæmiskerfið starfi ekki rétt sökum ónæmisbælingar vegna til dæmis lyfjameðferðar eða alnæmis.



Hlaupabóluveirur sem legið hafa í dvala geta vaknað aftur og borist með taugum út í húðina og valdið útbrotum. Smáar bólur (1) verða að blöðrum (2) eins og af völdum hlaupbólu. Blöðrurnar fyllast vökva og springa (3), hyljast síðan hrúðri (4) sem að lokum dettur af. Þó útbrotin séu horfin getur verið sársauki áfram, jafnvel í einhverja mánuði, og er það talið stafa af skemmdum taugum (5).

Fyrstu einkenni um ristil eru oft hiti og slappleiki í 1-4 daga ásamt brunaverkjum (sviðatilfinningu) á því húðsvæði, sem viðkomandi taug sér um húðskyn á, það er þeirri taug sem veiran dvaldi í. Útbrotin myndast yfirleitt 2-3 dögum eftir upphaf einkenna. Þetta eru litlar blöðrur á rauðri húð. Útbrotin minna einna helst á hlaupabólu, en eru á afmörkuðum svæðum.

Útbrotin ná yfirleitt hámarki sínu eftir 3-5 daga. Blöðrurnar springa og það myndast sár sem með tímanum hyljast hrúðri. Eftir 2-3 vikur dettur hrúðrið yfirleitt af. Í sumum tilfellum situr eftir sársauki eða verkir á viðkomandi svæði sem geta varað í nokkra mánuði, jafnvel ár eftir að hrúðrið dettur af.

Ristil-útbrot á hálsi og öxl.

Þeir sem ekki hafa fengið hlaupabólu geta forðast smit með því að snerta ekki útbrot einstaklinga með hlaupabólu eða ristil. Ef ónæmiskerfið er lélegt einhverra hluta vegna eru meiri líkur á alvarlegri sýkingu af völdum hlaupabóluveirunnar.

Yfirleitt er nóg fyrir lækni að fara yfir sjúkrasögu og skoða útbrotin til þess að greina sjúkdóminn. Það er hægt að taka stroksýni úr blöðrunum til að greina veiruna.

Útbrotin geta sýkst af bakteríum. Ef sýkingin kemst í augu getur það leitt til öramyndunar á hornhimnunni. Ef veiran fer í andlitstaugar getur það í einstaka tilfellum leitt til tímabundins heyrnarleysis, lömunar á andlitsvöðvum eða minna bragðskyns.

Hjá 90% einstaklinga leggst veiran aftur í dvala innan mánaðar eftir að einkenni komu fram. Flestir fá ristil aðeins 1-2 sinnum á ævinni. Sársaukinn, sem fylgir endurvakningu veirunnar getur verið þrálátur eins og áður sagði, þrátt fyrir að veiran virðist lögst í dvala. Það er sérstaklega eldra fólk sem fær slíka fylgikvilla.

Hægt er að bregðast við ristli á ýmsan hátt. Í mörgum tilfellum er gott að bera áburð eða púður, sem inniheldur sink, á útbrotin. Ef blöðrurnar eru þrálátar getur læknir meðhöndla þær með lyfi gegn hlaupabóluveirunni. Lyfið styttir sýkingartímann og kemur í veg fyrir að sjúkdómurinn breiði úr sér. Einnig getur læknir meðhöndlað bakteríusýkingu, sem getur komið í útbrotin og gefið verkjalyf í töfluformi og hugsanlega staðdeyfandi krem.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:


Þetta svar er lítillega aðlagaður pistill af Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi.


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Mig langar til að vita um ristil, sýkinguna sem fólk fær, hversu lengi er hún að ganga yfir ef að fólk fær hana í munninn?

Höfundur

Útgáfudagur

8.1.2009

Síðast uppfært

20.6.2018

Spyrjandi

Jóhanna Berglind Kristjánsdóttir

Tilvísun

Doktor.is. „Hvað er ristill lengi að ganga yfir?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2009, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50781.

Doktor.is. (2009, 8. janúar). Hvað er ristill lengi að ganga yfir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50781

Doktor.is. „Hvað er ristill lengi að ganga yfir?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2009. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50781>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er ristill lengi að ganga yfir?
Ristill (Herpes zoster) eru sársaukafullar smáblöðrur af völdum hlaupabólu-ristilveiru (Varicella zoster veiru). Um er að ræða endurvakningu á hlaupabóluveirunni, venjulega mörgum árum eftir upprunalegu sýkinguna.

Ristill er smitandi og getur valdið hlaupabólu í þeim einstaklingum, sem ekki hafa fengið hlaupabólu áður. En ristill smitast ekki við það að umgangast fólk með ristil eða hlaupabólu því eins og áður sagði er ristill endurvakning á hlaupabóluveirunni.

Eftir hlaupabólu fer hlaupabóluveiran úr húðinni eftir taugum inn að taugarótum þar sem hún leggst í dvala um óákveðinn tíma. Þegar veiran er endurvakin fer hún sömu leið út í húðina aftur. Ekki er vitað hvaða þættir endurvekja veiruna. Fólk á öllum aldri getur fengið ristil en hann er algengastur hjá fólki yfir sextugt og hjá einstaklingum með veiklað ónæmiskerfi. Ristill getur verið vísbending um að ónæmiskerfið starfi ekki rétt sökum ónæmisbælingar vegna til dæmis lyfjameðferðar eða alnæmis.



Hlaupabóluveirur sem legið hafa í dvala geta vaknað aftur og borist með taugum út í húðina og valdið útbrotum. Smáar bólur (1) verða að blöðrum (2) eins og af völdum hlaupbólu. Blöðrurnar fyllast vökva og springa (3), hyljast síðan hrúðri (4) sem að lokum dettur af. Þó útbrotin séu horfin getur verið sársauki áfram, jafnvel í einhverja mánuði, og er það talið stafa af skemmdum taugum (5).

Fyrstu einkenni um ristil eru oft hiti og slappleiki í 1-4 daga ásamt brunaverkjum (sviðatilfinningu) á því húðsvæði, sem viðkomandi taug sér um húðskyn á, það er þeirri taug sem veiran dvaldi í. Útbrotin myndast yfirleitt 2-3 dögum eftir upphaf einkenna. Þetta eru litlar blöðrur á rauðri húð. Útbrotin minna einna helst á hlaupabólu, en eru á afmörkuðum svæðum.

Útbrotin ná yfirleitt hámarki sínu eftir 3-5 daga. Blöðrurnar springa og það myndast sár sem með tímanum hyljast hrúðri. Eftir 2-3 vikur dettur hrúðrið yfirleitt af. Í sumum tilfellum situr eftir sársauki eða verkir á viðkomandi svæði sem geta varað í nokkra mánuði, jafnvel ár eftir að hrúðrið dettur af.

Ristil-útbrot á hálsi og öxl.

Þeir sem ekki hafa fengið hlaupabólu geta forðast smit með því að snerta ekki útbrot einstaklinga með hlaupabólu eða ristil. Ef ónæmiskerfið er lélegt einhverra hluta vegna eru meiri líkur á alvarlegri sýkingu af völdum hlaupabóluveirunnar.

Yfirleitt er nóg fyrir lækni að fara yfir sjúkrasögu og skoða útbrotin til þess að greina sjúkdóminn. Það er hægt að taka stroksýni úr blöðrunum til að greina veiruna.

Útbrotin geta sýkst af bakteríum. Ef sýkingin kemst í augu getur það leitt til öramyndunar á hornhimnunni. Ef veiran fer í andlitstaugar getur það í einstaka tilfellum leitt til tímabundins heyrnarleysis, lömunar á andlitsvöðvum eða minna bragðskyns.

Hjá 90% einstaklinga leggst veiran aftur í dvala innan mánaðar eftir að einkenni komu fram. Flestir fá ristil aðeins 1-2 sinnum á ævinni. Sársaukinn, sem fylgir endurvakningu veirunnar getur verið þrálátur eins og áður sagði, þrátt fyrir að veiran virðist lögst í dvala. Það er sérstaklega eldra fólk sem fær slíka fylgikvilla.

Hægt er að bregðast við ristli á ýmsan hátt. Í mörgum tilfellum er gott að bera áburð eða púður, sem inniheldur sink, á útbrotin. Ef blöðrurnar eru þrálátar getur læknir meðhöndla þær með lyfi gegn hlaupabóluveirunni. Lyfið styttir sýkingartímann og kemur í veg fyrir að sjúkdómurinn breiði úr sér. Einnig getur læknir meðhöndlað bakteríusýkingu, sem getur komið í útbrotin og gefið verkjalyf í töfluformi og hugsanlega staðdeyfandi krem.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:


Þetta svar er lítillega aðlagaður pistill af Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi.


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Mig langar til að vita um ristil, sýkinguna sem fólk fær, hversu lengi er hún að ganga yfir ef að fólk fær hana í munninn?
...