Sólin Sólin Rís 03:03 • sest 23:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:16 • Síðdegis: 19:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:14 • Síðdegis: 13:17 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn sem veldur miklu tjóni á Bretlandseyjum?

Jón Már Halldórsson

Í lok árs 2008 birtust fréttir um snigil sem nefnist á fræðimáli Selenochlamys ysbryda og hefur valdið einhverju tjóni á Bretlandseyjum, nánar tiltekið í Wales. Tegundin hefur verið nefnd draugasnigill eða ghost snail en orðið ysbryd, sem er seinna orðið í fræðiheiti snigilsins, þýðir draugur á velsku.

Draugasnigillinn er af ættbálki lungnasnigla (Pulmonata) en þeir hafa þróað með sér einhvers konar lungu sem þeir nota til öndunar, ólíkt öðrum sniglum sem anda annað hvort með tálknum eða beint í gegnum húð.

Draugasnigillinn er allsérstakur í útliti. Segja má að hann sé svolítið draugalegur þar sem hann er fölur á lit, eins konar afturgenginn snigill! Hann er skæður ránsnigill og er einungis á ferli þegar dimma tekur en heldur sig mikið niðri í jarðveginum yfir daginn.Draugasnigillinn verður allt að 7 cm langur og er ekki mjög litskrúðugur að sjá. Draugasnigillinn er fyrsta dýrategundin með velsku orði í tegundarheiti.

Snigill þessi fannst fyrst á Bretlandseyjum árið 2006. Tegundir ættarinnar sem hann tilheyrir hafa ekki áður fundist í Vestur-Evrópu en nokkrar tegundir finnast í Tyrklandi og Georgíu.

Sennilega hefur snigillinn borist til Bretlands með innfluttum plöntum og virðist samkvæmt nýjustu fregnum vera að breiða þar úr sér. Draugasnigillinn étur ánamaðka í görðum og sennilega aðra lungnasnigla. Hætt er við því að tilkoma hans valdi einhverju raski í lífkeðjunni á þeim svæðum þar sem hann kemur sér fyrir þó of snemmt sé að fullyrða um það.

Draugasnigillinn verður allt að 7 cm á lengd. Áður en hann fannst á Bretlandseyjum var nánast ekkert vitað um tegundina og samanburður á henni og þeim tegundum ættarinnar sem hafa fundist í Tyrklandi og Georgíu bendir til þess að ekki sé um sömu tegundir að ræða. Því fékk snigillinn tegundaheitið S. ysbryda og mun það vera í fyrsta sinn sem velskt heiti er notað á tegund.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

  • Rowson B. & Symondson O. C.: Selenochlamys ysbryda sp. nov. from Wales, UK: a Testacella-like slug new to western Europe (Stylommatophora: Trigonochlamydidae). Journal of Conchology, June 2008, Vol. 39, part 5, 537-552.
  • Mynd: Scicornwall.com. Sótt 12. 1. 2009


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn Selenochlamys ysbryda sem er að valda miklu tjóni á Bretlandseyjum?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.1.2009

Spyrjandi

Guðmundur Reynisson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn sem veldur miklu tjóni á Bretlandseyjum?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2009. Sótt 30. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=50801.

Jón Már Halldórsson. (2009, 16. janúar). Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn sem veldur miklu tjóni á Bretlandseyjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50801

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn sem veldur miklu tjóni á Bretlandseyjum?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2009. Vefsíða. 30. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50801>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn sem veldur miklu tjóni á Bretlandseyjum?
Í lok árs 2008 birtust fréttir um snigil sem nefnist á fræðimáli Selenochlamys ysbryda og hefur valdið einhverju tjóni á Bretlandseyjum, nánar tiltekið í Wales. Tegundin hefur verið nefnd draugasnigill eða ghost snail en orðið ysbryd, sem er seinna orðið í fræðiheiti snigilsins, þýðir draugur á velsku.

Draugasnigillinn er af ættbálki lungnasnigla (Pulmonata) en þeir hafa þróað með sér einhvers konar lungu sem þeir nota til öndunar, ólíkt öðrum sniglum sem anda annað hvort með tálknum eða beint í gegnum húð.

Draugasnigillinn er allsérstakur í útliti. Segja má að hann sé svolítið draugalegur þar sem hann er fölur á lit, eins konar afturgenginn snigill! Hann er skæður ránsnigill og er einungis á ferli þegar dimma tekur en heldur sig mikið niðri í jarðveginum yfir daginn.Draugasnigillinn verður allt að 7 cm langur og er ekki mjög litskrúðugur að sjá. Draugasnigillinn er fyrsta dýrategundin með velsku orði í tegundarheiti.

Snigill þessi fannst fyrst á Bretlandseyjum árið 2006. Tegundir ættarinnar sem hann tilheyrir hafa ekki áður fundist í Vestur-Evrópu en nokkrar tegundir finnast í Tyrklandi og Georgíu.

Sennilega hefur snigillinn borist til Bretlands með innfluttum plöntum og virðist samkvæmt nýjustu fregnum vera að breiða þar úr sér. Draugasnigillinn étur ánamaðka í görðum og sennilega aðra lungnasnigla. Hætt er við því að tilkoma hans valdi einhverju raski í lífkeðjunni á þeim svæðum þar sem hann kemur sér fyrir þó of snemmt sé að fullyrða um það.

Draugasnigillinn verður allt að 7 cm á lengd. Áður en hann fannst á Bretlandseyjum var nánast ekkert vitað um tegundina og samanburður á henni og þeim tegundum ættarinnar sem hafa fundist í Tyrklandi og Georgíu bendir til þess að ekki sé um sömu tegundir að ræða. Því fékk snigillinn tegundaheitið S. ysbryda og mun það vera í fyrsta sinn sem velskt heiti er notað á tegund.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

  • Rowson B. & Symondson O. C.: Selenochlamys ysbryda sp. nov. from Wales, UK: a Testacella-like slug new to western Europe (Stylommatophora: Trigonochlamydidae). Journal of Conchology, June 2008, Vol. 39, part 5, 537-552.
  • Mynd: Scicornwall.com. Sótt 12. 1. 2009


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn Selenochlamys ysbryda sem er að valda miklu tjóni á Bretlandseyjum?
...