Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Hvað er strengjafræði?

JGÞ

Strengjafræði er kenning í eðlisfræði sem byggir á grunni skammtafræði og skammtasviðsfræði en á sér einnig rætur í almennu afstæðiskenningunni.

Nafnið dregur kenningin af því að hún lítur á smæstu einingar efnisheimsins ekki sem punktlaga agnir heldur sem örsmáa einvíða strengi. Í svari við spurningunni Hvernig hljómar strengjakenningin og hver er hin sennilegasta minnsta eining? segir Lárus Thorlacius þetta um strengina:
Þessir strengir eru svo stuttir að jafnvel með öflugustu mælitækjum nútíma öreindafræði, svonefndum agnahröðlum, er ekki hægt að greina lengd þeirra og því koma þeir fram í tilraunum eins og punktlaga agnir. Þó lengd strengjanna sé ekki mælanleg hefur hún afgerandi áhrif á gerð kenningarinnar.

Þó að strengjafræðin sé frekar flókin kenning gefur hún að ýmsu leyti einfaldari mynd af öreindum og víxlverkunum þeirra heldur en hefðbundnar öreindakenningar. Í strengjafræðinni eru aðeins örfáar gerðir af strengjum, jafnvel aðeins ein, en í hefðbundum öreindakenningum er fjallað um fjölmargar mismunandi öreindir sem fram koma í tilraunum. Í strengjafræði koma mismunandi öreindir aðeins fram sem mismunandi sveifluhættir. Svona útskýrir Lárus muninn á þessu í fyrrnefndu svari:
Það er vel þekkt úr sígildri eðlisfræði að mismunandi tónar gítarstrengs svara til sveifluhátta hans og má segja að öreindir, eins og rafeindir, ljóseindir eða kvarkar, séu allar mismunandi tónar á einum og sama grundvallarstreng náttúrunnar.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

21.10.2010

Spyrjandi

Elísabet Kristín Jökulsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er strengjafræði?“ Vísindavefurinn, 21. október 2010. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=50815.

JGÞ. (2010, 21. október). Hvað er strengjafræði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50815

JGÞ. „Hvað er strengjafræði?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2010. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50815>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er strengjafræði?
Strengjafræði er kenning í eðlisfræði sem byggir á grunni skammtafræði og skammtasviðsfræði en á sér einnig rætur í almennu afstæðiskenningunni.

Nafnið dregur kenningin af því að hún lítur á smæstu einingar efnisheimsins ekki sem punktlaga agnir heldur sem örsmáa einvíða strengi. Í svari við spurningunni Hvernig hljómar strengjakenningin og hver er hin sennilegasta minnsta eining? segir Lárus Thorlacius þetta um strengina:
Þessir strengir eru svo stuttir að jafnvel með öflugustu mælitækjum nútíma öreindafræði, svonefndum agnahröðlum, er ekki hægt að greina lengd þeirra og því koma þeir fram í tilraunum eins og punktlaga agnir. Þó lengd strengjanna sé ekki mælanleg hefur hún afgerandi áhrif á gerð kenningarinnar.

Þó að strengjafræðin sé frekar flókin kenning gefur hún að ýmsu leyti einfaldari mynd af öreindum og víxlverkunum þeirra heldur en hefðbundnar öreindakenningar. Í strengjafræðinni eru aðeins örfáar gerðir af strengjum, jafnvel aðeins ein, en í hefðbundum öreindakenningum er fjallað um fjölmargar mismunandi öreindir sem fram koma í tilraunum. Í strengjafræði koma mismunandi öreindir aðeins fram sem mismunandi sveifluhættir. Svona útskýrir Lárus muninn á þessu í fyrrnefndu svari:
Það er vel þekkt úr sígildri eðlisfræði að mismunandi tónar gítarstrengs svara til sveifluhátta hans og má segja að öreindir, eins og rafeindir, ljóseindir eða kvarkar, séu allar mismunandi tónar á einum og sama grundvallarstreng náttúrunnar.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...