Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?

Gréta Hauksdóttir

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um Þrælastríðið og efni tengt því. Hér er meðal annars að finna svör við spurningunum:
 • Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið sem var milli suður- og norðurríkja Ameríku þegar svertingjar voru þrælar?
 • Af hverju kallast bandaríska borgarastyrjöldin („civil war“) „Þrælastríðið“ á íslensku?
 • Hver var orsök Þræla-/borgarastríðsins önnur en þrælahald?
 • Af hverju var þrælahald í Bandaríkjunum bannað?
 • Hvers vegna lagðist þrælahald af í Bandaríkjunum á 19.öld?
 • Hvað dóu margir í Þrælastríðinu?

Borgarastríð Bandaríkjanna, eða Þrælastríðið var háð á árunum 1861-1865. Orðið borgarastríð (e. civil war) er notað um innanlandsófrið, það er þegar fylkingar sömu þjóðar berjast sín á milli. Stríðið tók til 23 fylkja Bandaríkjanna þó mest hafi farið fyrir því í suður- og suðausturhluta Norður-Ameríku.

Á 46 mánuðum voru nærri 400 bardagar háðir í 23 ríkjum Norður-Ameríku.

Aðdraganda Þrælastríðsins má rekja allt til undirritunar sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna árið 1776 (e. Declaration of Independence), þegar nýlendur „nýja heimsins“ lýstu yfir sjálfstæði frá löndum eins og Englandi, Frakklandi og Spáni, eða „gamla heiminum“. Í suðurhluta landins var landbúnaður og bómullarrækt mikil og starfsemin þar mjög háð vinnuafli þræla. Í norðurhlutanum var iðnaður í uppgangi, og smám saman fór ríkisstjórn Bandaríkjanna að auka skatta og álögur á innfluttar vörur til að vernda innlendan iðnað Norðurríkjanna. Þetta kom illa við Suðurríkin sem gátu sjálf ekki framleitt sömu vörur. Í þokkabót var ágreiningur milli svæðanna um réttlæti þrælahalds og þegar komið var fram á 19. öldina voru mörg þeirra ríkja, þar sem landbúnaður var á undanhaldi, farin að hallast að afnámi þrælahalds á landsvísu. Menn greindi á um hvort orðalag bandarísku stjórnaskrárinnar, þar á meðal upphafsorðin „We the people of the United States“, ætti líka við um blökkumenn ættaða frá Afríku. Suðurríkjamenn vildu sumir jafnvel meina að þeim væri betur borgið sem þrælar því öðruvísi gætu þeir ekki aðlagast siðmenntuðu samfélagi manna. Andstætt viðhorf Norðurríkjanna, tregða þeirra til að skila flóttaþrælum aftur til „eigenda“ sinna og áðurnefnd skattlagning olli mikilli óánægju meðal Suðurríkjanna, sem upplifðu sig bæði kúguð og féflett.

Þegar Abraham Lincoln, yfirlýstur andstæðingur þrælahalds, var kosinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 1860 brugðust Suðurríkin við með því að segja sig úr bandalagi ríkjanna (e. the United States of America, eða the Union) og í desember sama ár kallaði Suður-Karólínufylki til ráðstefnu í þeim tilgangi að stofna nýtt ríkjasamband; Suðurríkjasambandið (e. the Confederate States of America, eða the Confederacy), ásamt Flórída, Georgíu, Mississippi, Alabama, Louisiana og Texas. Fljótlega fylgdu Virginíufylki, Arkansas, Tennessee og Norður-Karólína í kjölfarið. Þetta var þó engin stríðsyfirlýsing. Suðurríkin álitu það stjórnarskrárvarinn rétt sinn að lýsa yfir sjálfstæði frá þeirri stjórn sem þau gátu ekki sætt sig við, rétt eins og nýlendurnar höfðu lýst yfir sjálfstæði frá löndum gamla heimsins tæpum áttatíu árum áður.

Skipting ríkja Norður-Ameríku árið 1861.

Vorið 1861, fram að innsetningu Lincolns í embætti forseta í marsmánuði, yfirtóku úrsagnarríkin og lögðu hald á varnarvirki, vopnabúr og tollhús innan sinna landamæra. Þann 12. apríl 1861 gerði Suðurríkjasambandið árás á Sumter-virki, varnarvirki skammt utan við strönd Charleston í Suður-Karólínufylki. Landfræðilega séð var virkið innan marka Suðurríkjanna en deilur um eignarhaldið höfðu staðið yfir síðan Suður-Karólína sagði sig úr Bandaríkjunum, og rúmum þremur mánuðum síðar ákvað Suðurríkjasambandið að endurheimta það með valdi.

Þau ríki sem eftir voru í bandalaginu voru sem steini lostin og álitu þetta svik af verstu gerð. Hver ræðst á eigin þjóð nema uppreisnarseggir? Samtíma og seinni tíma heimildir vísa því gjarnan í hermenn Suðurríkjasambandsins sem „uppreisnarmennina” (e. rebels). Ríkisstjórn Bandaríkjanna brást skjótt við og þremur dögum síðar kallaði Lincoln forseti eftir 75.000 sjálfboðaliðum til að berjast fyrir varðveislu ríkjasambandsins og björgun þjóðarinnar. Þrátt fyrir að á íslensku sé borgarastríðið oft kallað Þrælastríðið var frelsun þrælanna ekki áherslan í upphafi. Fyrst og fremst var Abraham Lincoln í mun að ekki myndaðist gjá á milli þegna bandarísku þjóðarinnar þó svo að eftirminnilegasta útkoma stríðslokanna hafi verið afnám þrælahalds í öllum ríkjum Bandaríkjanna.

„Hvað sem það kostar, þjóðinni verður að bjarga!“ („Cost what it may, the Nation must be Saved!“) stóð á veggspjaldi sem hvatti Norðurríkjamenn til að skrá sig í herinn og berjast gegn uppreisnarmönnum.

Í upphafi bjuggust bæði Suður- og Norðurríkin við því að stríðið myndi ekki vara nema í níutíu daga eða svo, en raunin varð önnur. Á þeim rúmu fjórum árum sem það stóð yfir áttu nær 400 opinberlega viðurkenndir bardagar sér stað í 23 ríkjum, og annarskonar átök víðsvegar um landið skiptu þúsundum. Mannfall var gífurlegt meðal þeirra rúmlega þriggja milljón hermanna sem tóku þátt. Fjöldi þeirra sem létust hefur lengst af verið áætlaður í kringum 620.000 manns, en rannsóknir og víðtækari útreikningar benda til þess að allt að 850.000 manns gætu hafa dáið á vígvellinum eða næstu ár á eftir af völdum vosbúðar, veikinda eða vegna áverka sem þeir hlutu í stríðinu. Þær tölur eru að miklu leyti byggðar á manntölum, sérstaklega árin 1860 og 1870, og þeirri fólksfjölgun sem hefði átt að eiga sér stað undir eðlilegum kringumstæðum.

Bardaginn við Gettysburg í Pennsylvaníuríki stóð yfir 1.-3. júlí 1863. Í þeim eina bardaga féllu um 50.000 manns. Samtímateikning.

Þann 9. apríl 1865 gafst Suðurríkjaherdeild Norður-Karólínu, undir stjórn Roberts E. Lee, formlega upp. Með sigri Norðurríkjanna og formlegri sameiningu þjóðarinnar á ný undir gildum Norðanmanna var þrælahald afnumið með 13. viðauka (e. amendment) stjórnarskrárinnar. Sú breyting afnam leyfi til þrælahalds og vinnuánauðar á landsvísu, nema í refsingarskyni, og heimilaði þinginu að framfylgja þeim lögum. Sú lagabreyting lauk því verki sem Lincoln forseti hafði byrjað árið 1863 þegar hann gaf út yfirlýsingu (e. Emancipation proclamation) um að þeir þrælar sem losnuðu undan yfirráðum Suðurríkjasambandsins, annað hvort með flótta yfir til Norðurríkjanna eða með framgangi innan alríkishersins skyldu framvegis teljast frjálsir menn, og breytti þannig réttarstöðu yfir 3,5 milljón ánauðugra Bandaríkjamanna.

Um 3,2 milljónir hermanna börðust í borgarastríðinu, mannskæðasta stríði sem Bandaríkjamenn hafa nokkru sinni tekið þátt í.

Eftir lok borgarastríðsins tók við tólf ára tímabil endurreisnar (e. Reconstruction era), sem átti meðal annars að aðstoða Suðurríkin við að aðlagast breyttum tímum enda hafði menningu þeirra og lífsskilyrðum verið kollvarpað. Margir Suðurríkjamenn áttu þó erfitt með að sætta sig við þessar breyttu aðstæður og breytta réttar- og samfélagsstöðu fyrrum þræla, sem ýtti undir mikið og langlíft kynþáttahatur gagnvart blökkumönnum.

Tengt efni á vefnum (á ensku):

Heimildir og ítarefni:

Myndir:

Höfundur

Gréta Hauksdóttir

bókmenntafræðingur og MA í hagnýtri ritstjórn og útgáfu

Útgáfudagur

24.7.2020

Spyrjandi

Þóra Björk Hlöðversdóttir, Erna Þorsteinsdóttir, Elísabeth Ingólfsdóttir, Friðrik Benóný Garðarsson, Selma Bjarnadóttir, Jónas Sigurður Hreinsson,

Tilvísun

Gréta Hauksdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2020. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50985.

Gréta Hauksdóttir. (2020, 24. júlí). Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50985

Gréta Hauksdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2020. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50985>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um Þrælastríðið og efni tengt því. Hér er meðal annars að finna svör við spurningunum:

 • Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið sem var milli suður- og norðurríkja Ameríku þegar svertingjar voru þrælar?
 • Af hverju kallast bandaríska borgarastyrjöldin („civil war“) „Þrælastríðið“ á íslensku?
 • Hver var orsök Þræla-/borgarastríðsins önnur en þrælahald?
 • Af hverju var þrælahald í Bandaríkjunum bannað?
 • Hvers vegna lagðist þrælahald af í Bandaríkjunum á 19.öld?
 • Hvað dóu margir í Þrælastríðinu?

Borgarastríð Bandaríkjanna, eða Þrælastríðið var háð á árunum 1861-1865. Orðið borgarastríð (e. civil war) er notað um innanlandsófrið, það er þegar fylkingar sömu þjóðar berjast sín á milli. Stríðið tók til 23 fylkja Bandaríkjanna þó mest hafi farið fyrir því í suður- og suðausturhluta Norður-Ameríku.

Á 46 mánuðum voru nærri 400 bardagar háðir í 23 ríkjum Norður-Ameríku.

Aðdraganda Þrælastríðsins má rekja allt til undirritunar sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna árið 1776 (e. Declaration of Independence), þegar nýlendur „nýja heimsins“ lýstu yfir sjálfstæði frá löndum eins og Englandi, Frakklandi og Spáni, eða „gamla heiminum“. Í suðurhluta landins var landbúnaður og bómullarrækt mikil og starfsemin þar mjög háð vinnuafli þræla. Í norðurhlutanum var iðnaður í uppgangi, og smám saman fór ríkisstjórn Bandaríkjanna að auka skatta og álögur á innfluttar vörur til að vernda innlendan iðnað Norðurríkjanna. Þetta kom illa við Suðurríkin sem gátu sjálf ekki framleitt sömu vörur. Í þokkabót var ágreiningur milli svæðanna um réttlæti þrælahalds og þegar komið var fram á 19. öldina voru mörg þeirra ríkja, þar sem landbúnaður var á undanhaldi, farin að hallast að afnámi þrælahalds á landsvísu. Menn greindi á um hvort orðalag bandarísku stjórnaskrárinnar, þar á meðal upphafsorðin „We the people of the United States“, ætti líka við um blökkumenn ættaða frá Afríku. Suðurríkjamenn vildu sumir jafnvel meina að þeim væri betur borgið sem þrælar því öðruvísi gætu þeir ekki aðlagast siðmenntuðu samfélagi manna. Andstætt viðhorf Norðurríkjanna, tregða þeirra til að skila flóttaþrælum aftur til „eigenda“ sinna og áðurnefnd skattlagning olli mikilli óánægju meðal Suðurríkjanna, sem upplifðu sig bæði kúguð og féflett.

Þegar Abraham Lincoln, yfirlýstur andstæðingur þrælahalds, var kosinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 1860 brugðust Suðurríkin við með því að segja sig úr bandalagi ríkjanna (e. the United States of America, eða the Union) og í desember sama ár kallaði Suður-Karólínufylki til ráðstefnu í þeim tilgangi að stofna nýtt ríkjasamband; Suðurríkjasambandið (e. the Confederate States of America, eða the Confederacy), ásamt Flórída, Georgíu, Mississippi, Alabama, Louisiana og Texas. Fljótlega fylgdu Virginíufylki, Arkansas, Tennessee og Norður-Karólína í kjölfarið. Þetta var þó engin stríðsyfirlýsing. Suðurríkin álitu það stjórnarskrárvarinn rétt sinn að lýsa yfir sjálfstæði frá þeirri stjórn sem þau gátu ekki sætt sig við, rétt eins og nýlendurnar höfðu lýst yfir sjálfstæði frá löndum gamla heimsins tæpum áttatíu árum áður.

Skipting ríkja Norður-Ameríku árið 1861.

Vorið 1861, fram að innsetningu Lincolns í embætti forseta í marsmánuði, yfirtóku úrsagnarríkin og lögðu hald á varnarvirki, vopnabúr og tollhús innan sinna landamæra. Þann 12. apríl 1861 gerði Suðurríkjasambandið árás á Sumter-virki, varnarvirki skammt utan við strönd Charleston í Suður-Karólínufylki. Landfræðilega séð var virkið innan marka Suðurríkjanna en deilur um eignarhaldið höfðu staðið yfir síðan Suður-Karólína sagði sig úr Bandaríkjunum, og rúmum þremur mánuðum síðar ákvað Suðurríkjasambandið að endurheimta það með valdi.

Þau ríki sem eftir voru í bandalaginu voru sem steini lostin og álitu þetta svik af verstu gerð. Hver ræðst á eigin þjóð nema uppreisnarseggir? Samtíma og seinni tíma heimildir vísa því gjarnan í hermenn Suðurríkjasambandsins sem „uppreisnarmennina” (e. rebels). Ríkisstjórn Bandaríkjanna brást skjótt við og þremur dögum síðar kallaði Lincoln forseti eftir 75.000 sjálfboðaliðum til að berjast fyrir varðveislu ríkjasambandsins og björgun þjóðarinnar. Þrátt fyrir að á íslensku sé borgarastríðið oft kallað Þrælastríðið var frelsun þrælanna ekki áherslan í upphafi. Fyrst og fremst var Abraham Lincoln í mun að ekki myndaðist gjá á milli þegna bandarísku þjóðarinnar þó svo að eftirminnilegasta útkoma stríðslokanna hafi verið afnám þrælahalds í öllum ríkjum Bandaríkjanna.

„Hvað sem það kostar, þjóðinni verður að bjarga!“ („Cost what it may, the Nation must be Saved!“) stóð á veggspjaldi sem hvatti Norðurríkjamenn til að skrá sig í herinn og berjast gegn uppreisnarmönnum.

Í upphafi bjuggust bæði Suður- og Norðurríkin við því að stríðið myndi ekki vara nema í níutíu daga eða svo, en raunin varð önnur. Á þeim rúmu fjórum árum sem það stóð yfir áttu nær 400 opinberlega viðurkenndir bardagar sér stað í 23 ríkjum, og annarskonar átök víðsvegar um landið skiptu þúsundum. Mannfall var gífurlegt meðal þeirra rúmlega þriggja milljón hermanna sem tóku þátt. Fjöldi þeirra sem létust hefur lengst af verið áætlaður í kringum 620.000 manns, en rannsóknir og víðtækari útreikningar benda til þess að allt að 850.000 manns gætu hafa dáið á vígvellinum eða næstu ár á eftir af völdum vosbúðar, veikinda eða vegna áverka sem þeir hlutu í stríðinu. Þær tölur eru að miklu leyti byggðar á manntölum, sérstaklega árin 1860 og 1870, og þeirri fólksfjölgun sem hefði átt að eiga sér stað undir eðlilegum kringumstæðum.

Bardaginn við Gettysburg í Pennsylvaníuríki stóð yfir 1.-3. júlí 1863. Í þeim eina bardaga féllu um 50.000 manns. Samtímateikning.

Þann 9. apríl 1865 gafst Suðurríkjaherdeild Norður-Karólínu, undir stjórn Roberts E. Lee, formlega upp. Með sigri Norðurríkjanna og formlegri sameiningu þjóðarinnar á ný undir gildum Norðanmanna var þrælahald afnumið með 13. viðauka (e. amendment) stjórnarskrárinnar. Sú breyting afnam leyfi til þrælahalds og vinnuánauðar á landsvísu, nema í refsingarskyni, og heimilaði þinginu að framfylgja þeim lögum. Sú lagabreyting lauk því verki sem Lincoln forseti hafði byrjað árið 1863 þegar hann gaf út yfirlýsingu (e. Emancipation proclamation) um að þeir þrælar sem losnuðu undan yfirráðum Suðurríkjasambandsins, annað hvort með flótta yfir til Norðurríkjanna eða með framgangi innan alríkishersins skyldu framvegis teljast frjálsir menn, og breytti þannig réttarstöðu yfir 3,5 milljón ánauðugra Bandaríkjamanna.

Um 3,2 milljónir hermanna börðust í borgarastríðinu, mannskæðasta stríði sem Bandaríkjamenn hafa nokkru sinni tekið þátt í.

Eftir lok borgarastríðsins tók við tólf ára tímabil endurreisnar (e. Reconstruction era), sem átti meðal annars að aðstoða Suðurríkin við að aðlagast breyttum tímum enda hafði menningu þeirra og lífsskilyrðum verið kollvarpað. Margir Suðurríkjamenn áttu þó erfitt með að sætta sig við þessar breyttu aðstæður og breytta réttar- og samfélagsstöðu fyrrum þræla, sem ýtti undir mikið og langlíft kynþáttahatur gagnvart blökkumönnum.

Tengt efni á vefnum (á ensku):

Heimildir og ítarefni:

Myndir:

...