Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?

Gunnar Þór Magnússon

Opinberlega er sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna skrifuð af fimm manna nefnd sem skipuð var John Adams, Benjamin Franklin, Thomas Jefferson, Robert R. Livingston og Roger Sherman. Óopinberlega er þó talið að Thomas Jefferson sé aðalhöfundur yfirlýsingarinnar.

Í nefndinni var enginn ritari og því koma þær heimildir sem eru til um störf hennar aðallega úr frásögnum Adams og Jefferson, sem voru ekki skrifaðar niður fyrr en mörgum árum eftir að störfum nefndarinnar lauk. Adams og Jefferson eru ekki samhljóða um viss atriði, svo erfitt er að segja nákvæmlega hvaða setningar og málsgreinar koma frá hvaða manni.



Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna.

Engu að síður er vitað fyrir víst að nefndin byrjaði á að ræða hver aðalatriði yfirlýsingarinnar ættu að vera og því næst ákveðið að Thomast Jefferson myndi skrifa fyrsta uppkastið. Þegar því var lokið ræddi nefndin uppkastið og einhverjar uppástungur og breytingar voru gerðar. Að því loknu skrifaði Jefferson nýtt uppkast sem tók tillit til þessara breytinga og nefndin skilaði yfirlýsingunni til Bandaríkjaþings.

Þetta ferli tók tæpar þrjár vikur; nefndin var skipuð 11. júní 1776 og skilaði yfirlýsingunni til þingsins þann 28. júní. Næstu daga fundaði þingið þar til 2. júlí, þegar það kaus um hvort að bandarísku nýlendurnar ættu að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretum, en eins og frægt er orðið var sú tillaga samþykkt. Því næst sneri þingið sér að uppkasti nefndarinnar að sjálfstæðisyfirlýsingunni, gerði breytingar á orðalagi og fjarlægði um fjórðung texta hennar, þar á meðal kafla sem gagnrýndi þrælahald.

Þingið kláraði lokaútgáfu sjálfstæðisyfirlýsingarinnar og sendi hana til prentara 4. júlí 1776. Bandaríkjamenn minnast þessa atburðar með því að halda upp á þjóðhátíðardaginn sinn 4. júlí ár hvert.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

14.7.2009

Spyrjandi

Kristinn Karlsson

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2009, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=25517.

Gunnar Þór Magnússon. (2009, 14. júlí). Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=25517

Gunnar Þór Magnússon. „Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2009. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=25517>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?
Opinberlega er sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna skrifuð af fimm manna nefnd sem skipuð var John Adams, Benjamin Franklin, Thomas Jefferson, Robert R. Livingston og Roger Sherman. Óopinberlega er þó talið að Thomas Jefferson sé aðalhöfundur yfirlýsingarinnar.

Í nefndinni var enginn ritari og því koma þær heimildir sem eru til um störf hennar aðallega úr frásögnum Adams og Jefferson, sem voru ekki skrifaðar niður fyrr en mörgum árum eftir að störfum nefndarinnar lauk. Adams og Jefferson eru ekki samhljóða um viss atriði, svo erfitt er að segja nákvæmlega hvaða setningar og málsgreinar koma frá hvaða manni.



Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna.

Engu að síður er vitað fyrir víst að nefndin byrjaði á að ræða hver aðalatriði yfirlýsingarinnar ættu að vera og því næst ákveðið að Thomast Jefferson myndi skrifa fyrsta uppkastið. Þegar því var lokið ræddi nefndin uppkastið og einhverjar uppástungur og breytingar voru gerðar. Að því loknu skrifaði Jefferson nýtt uppkast sem tók tillit til þessara breytinga og nefndin skilaði yfirlýsingunni til Bandaríkjaþings.

Þetta ferli tók tæpar þrjár vikur; nefndin var skipuð 11. júní 1776 og skilaði yfirlýsingunni til þingsins þann 28. júní. Næstu daga fundaði þingið þar til 2. júlí, þegar það kaus um hvort að bandarísku nýlendurnar ættu að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretum, en eins og frægt er orðið var sú tillaga samþykkt. Því næst sneri þingið sér að uppkasti nefndarinnar að sjálfstæðisyfirlýsingunni, gerði breytingar á orðalagi og fjarlægði um fjórðung texta hennar, þar á meðal kafla sem gagnrýndi þrælahald.

Þingið kláraði lokaútgáfu sjálfstæðisyfirlýsingarinnar og sendi hana til prentara 4. júlí 1776. Bandaríkjamenn minnast þessa atburðar með því að halda upp á þjóðhátíðardaginn sinn 4. júlí ár hvert.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

...