Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 476 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver skrifaði bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna?

Opinberlega er sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna skrifuð af fimm manna nefnd sem skipuð var John Adams, Benjamin Franklin, Thomas Jefferson, Robert R. Livingston og Roger Sherman. Óopinberlega er þó talið að Thomas Jefferson sé aðalhöfundur yfirlýsingarinnar. Í nefndinni var enginn ritari og því koma þær heim...

category-iconHugvísindi

Hve margir hafa forsetar Bandaríkjanna verið og hvað hétu þeir?

Forsetar Bandaríkjanna hafa alls verið 45 að sitjandi forseta, Donald Trump, meðtöldum. Forsetar Bandaríkjanna hingað til: George Washington 1789—1797 (Stjórnarskrá tekur gildi 1789.) John Adams 1797—1801 Thomas Jefferson 1801—1809 (Vesturhlutinn sem tilheyrði Frakklandi innlimaður í Bandaríkin 1803.) Jame...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?

Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er talinn vera mesti frumkvöðull hagfræðinnar fyrr og síðar?

Það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu því að það er ekki til neinn algildur mælikvarði á gæði hagfræðinga eða hve miklir frumkvöðlar þeir eru. Væntanlega mundu flestir þó svara að Adam Smith (1723-1790) sé helsti brautryðjandi hagfræðinnar og hann er oft nefndur faðir fræðigreinarinnar. Sm...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er kaupauðgistefna (merkantílismi)?

Kaupauðgistefnan eða merkantílismi fólst fyrst og fremst í því að hvetja til útflutnings en vinna gegn innflutningi. Dregið var úr innflutningi með ýmsum höftum eða tollum. Ætlunin var með þessu að ná að flytja meira út en inn, fá mismuninn greiddan í gulli eða öðrum góðmálmum og ná þannig að safna miklu af slíkum...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?

Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær. Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver uppgötvaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar og hvenær var það?

Sex innstu reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar, það er Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter og Satúrnus, sjást með berum augum og hafa því þekkst alla tíð. Það er því ekki hægt að benda á neinn einn sem hafi uppgötvað tilvist þeirra. Ennfrekur er frekar erfitt að segja með vissu hver hafi áttað sig á að þessir ...

category-iconHagfræði

Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris (aflandskróna)? Í svari Þórólfs Matthíassonar við spurningunni: Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans? kemur eftirfarandi fram: Gjaldeyrir kemur inn í landi...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig útskýra kirkjunnar menn Adam og Evu út frá þróunarkenningunni?

Vísindi og kristin trú eru án efa þær stofnanir vestrænnar menningar sem mest áhrif hafa haft á þróun hennar undanfarnar aldir. Því hefur hins vegar löngum verið haldið fram að grundvallarágreiningur hafi ríkt milli þessara stofnana síðan katólska kirkjan dæmdi Galíleó (1564-1642) í stofufangelsi fyrir að aðhyllas...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan koma elstu vögguvísur og er hægt að svæfa börn með þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru sungnar vögguvísur? Er eitthvað vitað um uppruna vögguvísna og hvort þær virki raunverulega við svæfingu? Vögguvísur hafa verið sungnar frá því í fornöld. Ein elsta vögguvísa sem varðveist hefur er rist á 4000 ára gamla leirtöflu frá Babýlon sem geymd e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Jón Þorláksson frá Bægisá?

Árið 1774 komu út í Hrappsey Nokkur þess alþekkta danska skálds sál. herr Christ. Br. Tullins kvæði, með litlum viðbætir annars efnis, á íslensku snúin af J. Th. Þýðandinn sem þannig var skammstafaður var Jón Þorláksson (1744-1819), síðar prestur, og fylgdu nokkur frumkveðin ljóð eftir hann sjálfan. Voru þetta fyr...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju dregur Adamseplið nafn sitt?

Adamsepli er annað nafn yfir barkakýli sem er efsti og gildasti hluti barkans og tengir saman kok og barka. Barkakýlið er úr brjóski og á hálsi karlmanna skagar það oft út. Heitið Adamsepli á rætur að rekja til seinni tíma útskýringar á fyrstu bók Móse. Útskýringin hljómar þannig að skilningstré góðs og ills ha...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.)

Efalaust verður verk bandaríska tónskáldsins Johns Cage Organ2/ASLSP (skammstöfunin á að standa fyrir 'as slow as possible', eða eins hægt og mögulegt er) einhvern tíma lengsta tónverk sögunnar. Flutningur verksins hófst 5. september 2001 í bænum Halberstadt í Þýskalandi og verkinu á að ljúka 639 árum síðar. ...

category-iconHeimspeki

Hver var John Rawls?

John Rawls (1921-2002) er af mörgum álitinn merkasti stjórnamálaheimspekingur á síðari hluta 20. aldar. Hann fæddist í Maryland-fylki í Bandaríkjunum, hlaut háskólamenntun í Princeton-háskóla og útskrifaðist þaðan árið 1950 með doktorspróf í siðfræði. Námið var þó rofið í síðari heimsstyrjöldinni er hann skráði s...

category-iconHeimspeki

Hvaða merkingu hefur tabula rasa eiginlega í heimspeki?

Orðin tabula rasa eru latína og þýða óskrifað blað. Þau eru gjarnan notuð til þess að lýsa hugmyndum raunhyggjumanna um eðli mannshugans við fæðingu, það er að hugurinn sé eins og óskrifað blað sem reynslan fyllir út. Enska heimspekingnum John Locke er oft eignuð þessi orð en í riti sínu Ritgerð um mannlegan skiln...

Fleiri niðurstöður