Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær.

Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smith skipulag náttúrulegs frelsis eða the system of natural liberty.

Hin hugmynd Adams Smiths var, að eins gróði þyrfti ekki að vera annars tap. Þetta skýrði hann með verkaskiptingu og viðskiptum.

Tökum einfalt dæmi. Tveir menn eru á eyju og þurfa að nærast á fiski og kókoshnetum. Öðrum, Róbinson Krúsó, er lagið að veiða fisk. Hann getur veitt 8 fiska á dag. Hann kann hins vegar illa að tína kókoshnetur. Hann getur tínt 4 hnetur á dag. Hinn maðurinn, Föstudagur, kann vel að tína kókoshnetur og getur tínt 8 á dag. En honum er ekki eins lagið og Krúsó að veiða fisk. Hann getur aðeins veitt 4 fiska á dag. Ef þeir félagar vinna hvor í sínu lagi, þá veiðir Krúsó 4 fiska og tínir 2 hnetur á dag, en Föstudagur tínir 4 hnetur og veiðir 2 fiska á dag. Þetta eru samtals 6 fiskar og 6 kókoshnetur. Ef þeir einbeita sér að því, sem þeir gera betur en náunginn, þá verður heildarafraksturinn á hinn bóginn 8 fiskar og 8 kókoshnetur.

Nú vita allir, að einstaklingar hafa ólíka hæfileika, og þjóðir búa við misjöfn skilyrði. En til þess að einstaklingar og þjóðir geti einmitt nýtt sér hæfileika og skilyrði annarra, þurfa viðskipti að vera frjáls.

Kenningu sína notaði Adam Smith til að gagnrýna kaupskaparstefnuna eða merkantilismann, sem naut talsverðs fylgis á dögum hans. Samkvæmt kaupskaparstefnunni átti að örva útflutning, en takmarka innflutning. Smith svaraði því til, að þjóðir græddu eins mikið á innflutningi og útflutningi: Þær nýttu sér með hvoru tveggja alþjóðlega verkaskiptingu.

Þess má geta, að Jón Sigurðsson forseti var lærisveinn Adams Smiths. Í ritgerð hans um verslun á Íslandi árið 1843 færir hann sömu rök og Smith fyrir verkaskiptingu og viðskiptum. Enn fremur má nefna fyrsta hagfræðiritið á íslensku, Auðfræði eftir Arnljót Ólafsson, sem kom fyrst út 1880. Þá er að geta hinnar frægu ritgerðar Jóns Þorlákssonar, verkfræðings og forsætisráðherra, Milli fátæktar og bjargálna, sem birtist á prenti 1929 og oft eftir það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

11.3.2002

Spyrjandi

Eiríkur Guðmundsson, fæddur 1985

Tilvísun

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2002, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2171.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. (2002, 11. mars). Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2171

Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2002. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2171>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?
Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær.

Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smith skipulag náttúrulegs frelsis eða the system of natural liberty.

Hin hugmynd Adams Smiths var, að eins gróði þyrfti ekki að vera annars tap. Þetta skýrði hann með verkaskiptingu og viðskiptum.

Tökum einfalt dæmi. Tveir menn eru á eyju og þurfa að nærast á fiski og kókoshnetum. Öðrum, Róbinson Krúsó, er lagið að veiða fisk. Hann getur veitt 8 fiska á dag. Hann kann hins vegar illa að tína kókoshnetur. Hann getur tínt 4 hnetur á dag. Hinn maðurinn, Föstudagur, kann vel að tína kókoshnetur og getur tínt 8 á dag. En honum er ekki eins lagið og Krúsó að veiða fisk. Hann getur aðeins veitt 4 fiska á dag. Ef þeir félagar vinna hvor í sínu lagi, þá veiðir Krúsó 4 fiska og tínir 2 hnetur á dag, en Föstudagur tínir 4 hnetur og veiðir 2 fiska á dag. Þetta eru samtals 6 fiskar og 6 kókoshnetur. Ef þeir einbeita sér að því, sem þeir gera betur en náunginn, þá verður heildarafraksturinn á hinn bóginn 8 fiskar og 8 kókoshnetur.

Nú vita allir, að einstaklingar hafa ólíka hæfileika, og þjóðir búa við misjöfn skilyrði. En til þess að einstaklingar og þjóðir geti einmitt nýtt sér hæfileika og skilyrði annarra, þurfa viðskipti að vera frjáls.

Kenningu sína notaði Adam Smith til að gagnrýna kaupskaparstefnuna eða merkantilismann, sem naut talsverðs fylgis á dögum hans. Samkvæmt kaupskaparstefnunni átti að örva útflutning, en takmarka innflutning. Smith svaraði því til, að þjóðir græddu eins mikið á innflutningi og útflutningi: Þær nýttu sér með hvoru tveggja alþjóðlega verkaskiptingu.

Þess má geta, að Jón Sigurðsson forseti var lærisveinn Adams Smiths. Í ritgerð hans um verslun á Íslandi árið 1843 færir hann sömu rök og Smith fyrir verkaskiptingu og viðskiptum. Enn fremur má nefna fyrsta hagfræðiritið á íslensku, Auðfræði eftir Arnljót Ólafsson, sem kom fyrst út 1880. Þá er að geta hinnar frægu ritgerðar Jóns Þorlákssonar, verkfræðings og forsætisráðherra, Milli fátæktar og bjargálna, sem birtist á prenti 1929 og oft eftir það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...