

Myndin sýnir títuprjónaverksmiðju.


... en það er ekkert í samanburði við hinn raunverulega árangur verksins, sem ekki er svo auðvelt að mæla: Frá því um það bil 1790 og áfram varð Smith kennari, sem kenndi ekki almenningi eða byrjendum, heldur fagmönnunum og sér í lagi prófessorunum. Hugsun margra þeirra, þar á meðal Ricardos (1772-1823), byrjaði hjá honum og þeir náðu flestir aldrei neitt lengra en hann. Í hálfa öld eða meira, svona gróft áætlað þar til Lögmál J. S. Mills6 kom út (1848) og fór að hafa áhrif, var það hjá Adam Smith sem flestir venjulegir hagfræðingar fengu megnið af hugmyndum sínum.7Þess má að lokum geta að áhugi á Adam Smith og verkum hans virðist síst fara minnkandi.8 Fyrstu þrjár bækur verksins voru þýddar á íslensku á tíunda áratug síðustu aldar og gefnar út í einu bindi árið 1997 (Bókafélagið, þýðing svarshöfundar). Sem dæmi um handhæga nýlega útgáfu á frummálinu með að því er virðist mjög góðum skýringum má nefna Oxford World Classics útgáfuna í ritstjórn Kathryn Sutherlands (1983, 1998, 2008). Oxford University Press gaf einnig út ritsafn Smiths í svonefndri Glasgow-útgáfu, sem er vönduð fræðileg útgáfa af verkunum. Auðlegð þjóðanna er þar í tveimur bindum sem komu út 1976. Liberty Fund bókaútgáfan gaf út endurprentun þessarar útgáfu af ritsafni Smiths árið 1981. Nýleg ævisaga Adams Smiths, The Life of Adam Smith eftir Ian Simpson Ross (OUP) kom út í annarri útgáfu á árinu 2010. Ítarefni:
- Hér má lesa An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations á ensku, ókeypis á netinu.
- Wikipedia.com - Adam Smith. Sótt 24.2.2011.
- shen8822.spaces.live.com. Títuprjónsverksmiðja. Sótt 24.2.2011.
- Wikipedia.com - fyrsta blaðsíða Auðlegð þjóðanna. Sótt 24.2.2011.
- Wikipedia.com - stytta af Adam Smith í Edinborg. Sótt 24.2.2011.
1Adam Smith, Auðlegð þjóðanna. Íslensk þýðing eftir Þorberg Þórsson. Bókafélagið, Reykjavík 1997, bls. 14.
2Nánar tiltekið í 9. efnisgrein 2. kafla IV. bókar. Þessi kafli fjallar um milliríkjaverslun. Þegar Smith nefnir ósýnilega hönd í þessum kafla talar hann einmitt um að venjulegir einstaklingar reyni sem best þeir geti að auka árlegar tekjur samfélagsins, en með því ætli þeir sér ekki að bæta hag almennings, né viti þeir hversu mikið þeir bæti hann. Þeir ætli sér eingöngu að bæta sinn eigin hag. Þeim sé í því, eins og svo mörgu öðru, eins og leiðbeint af ósýnilegri hönd til að stuðla að markmiði sem þeir höfðu þó enga áætlun um að ná.
3Joseph Schumpeter. History of Economic Analysis (1954? Ártals ekki getið) Sjá á bls. 181-194.
4Sjá fyrirlestur Coase sem hann hélt þegar hann tók við nóbelsverðlaunum sínum árið 1991. http://nobelprize.org/nobel_prizes/economics/laureates/1991/coase-lecture.html. Reyndar má lesa ritgerð Coase sem hér var minnst á í íslenskri þýðingu svarshöfundar á vef Seðlabankans: http://www.sedlabanki.is/uploads/files/Ft98-1_6.pdf. Umfjöllun Smiths um þetta efni kemur einkum fram í 4. kafla 1. bókar, Um uppruna peninga og not þeirra.
5Smith fjallar um mannauð í 10. kafla fyrstu bókar, í umfjöllun um vinnumarkað og vinnulaun. Þar segir hann meðal annars: „Það má bera mann, sem hefur kostað mikilli vinnu og tíma í að mennta sig til einhvers starfs sem krefst sérlega mikillar leikni og kunnáttu, saman við eina af þessum dýru vélum [það er dýran vélabúnað sem menn kaupa og setja upp til að nota í framleiðslu, innskot]. Þess verður að vænta, að verkin sem hann lærir að vinna muni endurgjalda honum öll útgjöld menntunar hans umfram og ofan á venjuleg laun ásamt að minnsta kosti venjulegum hagnaði af jafn verðmætu fjármagni ...“ Um sjónarmið hagfræðinga um umfjöllun Smiths um þetta efni mætti til dæmis nefna aðgengilega umfjöllun Gary Becker í Nóbelsfyrirlestri árið 1992: http://nobelprize.org/nobel_prizes/economics/laureates/1992/becker-lecture.pdf.
6John Stuart Mill. Principles of Political Economy with some of their Applications to Social Philosophy. London 1848. Sjá: http://www.econlib.org/library/Mill/mlP.html.
7Joseph Schumpeter. History of Economic Analysis (1954? Ártals ekki getið), bls. 193-194.
8Meðal nýlegra bóka þar sem meðal annars er talsvert fjallað um Smith og fræði hans mætti nefna Economic Sentiments eftir Emmu Rothschild, The Idea of Justice eftir Amartya Sen og The Virtues of Enlightenment eftir Charles Griswold.