Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?

Þorbergur Þórsson

David Ricardo var hagfræðingur og kaupsýslumaður. Hann fæddist í Lundúnum vorið 1772 og dó haustið árið 1823 á sveitasetri sínu. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, Thomas Malthus og John Stuart Mill.1

Ricardo var af gyðingaættum. Faðir hans, Abraham Ricardo, flutti frá Amsterdam til Lundúna, kvæntist og starfaði þar sem verðbréfamiðlari. Hann var vel stæður og eignaðist að minnsta kosti sautján börn með konu sinni. David Ricardo var þriðja barnið í röðinni. Þegar David var 11 ára var hann sendur til Amsterdam og gekk í þekktan gyðingaskóla til þrettán ára aldurs. Auk þess mun hann hafa haft aðgang að einkakennurum að vild í æsku. Bróðir hans skrifaði minningargrein um hann og sagði hann hafa haft gaman af „sértækum og almennum rökfærslum“, og því má telja líklegt að hann hafi nýtt sér þjónustu einkakennaranna vel. En lengri varð skólagangan ekki. Fjórtán ára hóf hann störf hjá föður sínum.

Þegar Ricardo var 21 árs gekk hann í hjónaband með konu af kvekaraættum. Á þessum tíma litu gyðingar það mjög alvarlegum augum þegar einhver úr þeirra röðum valdi sér maka sem ekki var gyðingur. Þá var flutt minningarbæn, líkt og maðurinn, sem gekk í hjónaband, væri dáinn en hefði ekki aðeins skipt um trúfélag. Talið er að þetta hafi einnig gerst þegar Ricardo gekk af gyðingdómi og tók kristna trú. Að minnsta kosti hafði þessi ráðahagur í för með sér fullan aðskilnað hins unga Ricardos frá fjölskyldu sinni. Hann missti líka vinnuna.

Ricardo gat þó haldið áfram að starfa sem verðbréfamiðlari með stuðningi þekkts fyrirtækis í kauphöllinni. Honum gekk ákaflega vel í starfi og hann safnaði miklum auði. Nokkrum árum síðar gat hann farið að rækta önnur áhugamál sín. Hann hafði áhuga á stærðfræði og öðrum vísindum og gekk meðal annars í jarðfræðifélagið í Lundúnum (The Geological Society of London), þegar það var nýstofnað. Árið 1799, þegar hann var 27 ára gamall, fékk hann lánað eintak af Auðlegð þjóðanna eftir Adam Smith og varð fljótt mjög hrifinn af verkinu. Það áttu eftir að líða tíu ár þar til Ricardo tjáði sig opinberlega um hagfræðileg málefni, sem hann gerði 1809, með ritgerð sem fjallaði um gullverð. Upp úr því kynntist hann þeim James Mill (1773-1836) og Thomas Malthus (1766-1834) sem báðir voru meðal annars hagfræðingar og áttu eftir að hafa mikil áhrif á Ricardo.

Margir fræðimenn hafa talið að Mill hafi fyrst og fremst hvatt vin sinn til dáða á ritvellinum, til dæmis með því að hvetja hann til að skrifa höfuðrit sitt, Lögmál stjórnmálahagfræðinnar og skattlagningar (The Principles of Political Economy and Taxation) sem kom út árið 1817. Mill hvatti hann líka til að fara á þing sem hann gerði árið 1819. Nú á dögum er Mills kannski einkum minnst fyrir að hafa verið samverkamaður Jeremys Benthams ( 1748-1832) og faðir og uppalandi Johns Stuarts Mills (1806-1973), heimspekings og hagfræðings.

Ricardo kynntist Malthus heldur síðar en Mill. Thomas Malthus var nokkrum árum eldri en Ricardo. Fyrsta rit hans um hagfræðileg efni var Ritgerð um lögmál fólksfjölgunar (An Essay on the Principle of Population) sem kom út í sinni fyrstu útgáfu árið 1798 og gerði höfundinn fljótt frægan eða alræmdan. Malthus átti reyndar eftir að endurbæta bókina og breyta henni í seinni útgáfum. Malthus var löngu orðinn þekktur hagfræðingur þegar auðmaðurinn Ricardo fór að skrifa um hagfræðileg efni. Ricardo var mjög hrifinn af ritgerð Malthusar um fólksfjölgun og einnig af greiningu Malthusar á rentu eða leigu fyrir jarðnæði en sú greining spratt af greiningu Malthusar á fólksfjölgunarvandanum. Fræðimenn hafa fjallað talsvert um vináttu þeirra Malthusar og Ricardos enda rökræddu þeir og skrifuðust á um hagfræðileg málefni meðan báðir lifðu og voru gjarnan ósammála.2

Nú á dögum er Ricardo almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Malthus vinur hans lásu var Adam Smith, sem hafði mjög víðfeðma sýn. Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til þess að gera það ímynda ég mér sterk dæmi, til að geta sýnt hvernig þessi lögmál virka“,3 sagði Ricardo í bréfi til Malthusar. Fræðilegir hagfræðingar hafa haldið áfram að ímynda sér „sterk“ eða „ýkt“ dæmi líkt og Ricardo fram á þennan dag, og segja má að það sé veigamikill þáttur í verklagi þeirra.

Árið 1819 gerðist Ricardo þingmaður. Ári áður hafði hann gengið fyrir þingnefnd sem fjallaði um okurlög, og mælt með því að þau yrðu afnumin. Þegar hann var kominn á þing, voru hugmyndir hans um peningamál á dagskrá. Vegna fjárhagsvandræða hafði Englandsbanki hætt að innleysa peningaseðla með gullpeningum árið 1798 og tók ekki að leysa þá inn aftur fyrr en 1821. Tillaga Ricardos var að notaður yrði gjaldmiðill úr pappír sem væri tryggður með gulli. Gulltrygging pappírsgjaldmiðilsins væri byggð á því að unnt væri að skipta á pappírspeningum og gullstöngum af staðlaðri gerð en ekki peningum úr gulli og silfri eins og tíðkast hafði.

Hér má sjá breska þinghúsið.

Ricardo var ekki hrifinn af sköttum, en á þingi þurfti að fjalla um fjármögnun skulda ríkisins. Ricardo mun hafa gefið það til kynna á þinginu að greiða mætti þjóðarskuldirnar upp á örfáum árum með eignasköttum. Þessi hugmynd er sögð hafa gert það að verkum að þingmenn sem margir voru efnamenn fóru að líta á Ricardo sem „fræðimann“ fremur en raunsæjan stjórnmálaskörung.

Ricardo aðhylltist viðskiptafrelsi og var andstæðingur þeirrar búverndarstefnu sem var við lýði í Bretlandi og fólst í innflutningshömlum á korni í krafti svonefndra kornlaga. Ricardo vildi leyfa frjálsan innflutning á korni en að vísu leggja tolla á það. Með því móti mætti lækka matvælaverð í Bretlandi og þar með myndu vinnulaun einnig lækka og hagnaður atvinnurekenda aukast.

Ricardo varð vellauðugur um sína daga og græddi meðal annars stórfé á láni til breska ríkisins örfáum dögum fyrir sigurinn á Napóleon við Waterloo árið 1815. Seinni árin sem hann lifði færði hann auð sinn yfir í jarðeignir. Hann átti glæsilegt sveitasetur úti á landi sem enn stendur og heitir Gatcombe Park. Þess má geta að Anna prinsessa, systir Elísabetar drottningar, hefur átt heimili á þessu sveitasetri frá því 1973 og í því húsi sem Ricardo og afkomendur hans áttu lengst af áður.

Sveitasetur Önnu prinsessu, Gatcombe Park, sem David Ricardo átti.

Ricardo eignaðist átta börn með konu sinni. Hann dó árið 1823, fimmtíu og eins árs að aldri. Dánarmein hans mun hafa verið sýking í eyra.

Myndir:


1 Í þessu svari er talsvert byggt á ritgerðum í John Eatwell, Murray Milgate og Peter Newman (ritstjórar): The New Palgrave, A Dictionary of Economics. Macmillan Press Limited, London, 1998. Einna mest hefur verið litið til ritgerðarinnar „Ricardo“ eftir G. Vivo í 4. bindi New Palgrave, bls. 183-198. Þá hefur verið höfð hliðsjón af umfjöllun um Ricardo og klassísku hagfræðingana í Mark Blaug: Economic Theory in Retrospect, 5. útg., Cambridge University Press, Cambridge, 1999. Auk þess má nefna bækurnar I. H. Rima: Development of Economic Analysis, 5. útgáfa, Richard D. Irwin Inc., USA, 1991, og Charles E. Staley: A History of Economic Thought: From Aristotle to Arrow, Blackwell Publishers, Oxford, 1989. Handhæg útgáfa af riti Ricardos, The Principles of Political Economy and Taxation, kom út hjá Everyman Library, New York 1969. En fræðileg útgáfa af höfundarverki Ricardos kom út í ritstjórn þeirra Piero Sraffa og Maurice Dobb á árunum 1951-1955 og mun nú vera fáanleg hjá Liberty Fund-bókaútgáfunni.

2 Um þetta efni er til fróðleg ritgerð eftir Robert Dorfman, „Thomas Robert Malthus and David Ricardo“, Journal of Economic Perspectives, 1989, vol. 3, bls. 153-164.

3 Tilvitnunin fengin frá Charles E. Staley, A History of Economic Thought, Oxford, 1989, bls. 66.

Höfundur

hagfræðingur

Útgáfudagur

12.4.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þorbergur Þórsson. „Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59406.

Þorbergur Þórsson. (2011, 12. apríl). Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59406

Þorbergur Þórsson. „Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59406>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?
David Ricardo var hagfræðingur og kaupsýslumaður. Hann fæddist í Lundúnum vorið 1772 og dó haustið árið 1823 á sveitasetri sínu. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, Thomas Malthus og John Stuart Mill.1

Ricardo var af gyðingaættum. Faðir hans, Abraham Ricardo, flutti frá Amsterdam til Lundúna, kvæntist og starfaði þar sem verðbréfamiðlari. Hann var vel stæður og eignaðist að minnsta kosti sautján börn með konu sinni. David Ricardo var þriðja barnið í röðinni. Þegar David var 11 ára var hann sendur til Amsterdam og gekk í þekktan gyðingaskóla til þrettán ára aldurs. Auk þess mun hann hafa haft aðgang að einkakennurum að vild í æsku. Bróðir hans skrifaði minningargrein um hann og sagði hann hafa haft gaman af „sértækum og almennum rökfærslum“, og því má telja líklegt að hann hafi nýtt sér þjónustu einkakennaranna vel. En lengri varð skólagangan ekki. Fjórtán ára hóf hann störf hjá föður sínum.

Þegar Ricardo var 21 árs gekk hann í hjónaband með konu af kvekaraættum. Á þessum tíma litu gyðingar það mjög alvarlegum augum þegar einhver úr þeirra röðum valdi sér maka sem ekki var gyðingur. Þá var flutt minningarbæn, líkt og maðurinn, sem gekk í hjónaband, væri dáinn en hefði ekki aðeins skipt um trúfélag. Talið er að þetta hafi einnig gerst þegar Ricardo gekk af gyðingdómi og tók kristna trú. Að minnsta kosti hafði þessi ráðahagur í för með sér fullan aðskilnað hins unga Ricardos frá fjölskyldu sinni. Hann missti líka vinnuna.

Ricardo gat þó haldið áfram að starfa sem verðbréfamiðlari með stuðningi þekkts fyrirtækis í kauphöllinni. Honum gekk ákaflega vel í starfi og hann safnaði miklum auði. Nokkrum árum síðar gat hann farið að rækta önnur áhugamál sín. Hann hafði áhuga á stærðfræði og öðrum vísindum og gekk meðal annars í jarðfræðifélagið í Lundúnum (The Geological Society of London), þegar það var nýstofnað. Árið 1799, þegar hann var 27 ára gamall, fékk hann lánað eintak af Auðlegð þjóðanna eftir Adam Smith og varð fljótt mjög hrifinn af verkinu. Það áttu eftir að líða tíu ár þar til Ricardo tjáði sig opinberlega um hagfræðileg málefni, sem hann gerði 1809, með ritgerð sem fjallaði um gullverð. Upp úr því kynntist hann þeim James Mill (1773-1836) og Thomas Malthus (1766-1834) sem báðir voru meðal annars hagfræðingar og áttu eftir að hafa mikil áhrif á Ricardo.

Margir fræðimenn hafa talið að Mill hafi fyrst og fremst hvatt vin sinn til dáða á ritvellinum, til dæmis með því að hvetja hann til að skrifa höfuðrit sitt, Lögmál stjórnmálahagfræðinnar og skattlagningar (The Principles of Political Economy and Taxation) sem kom út árið 1817. Mill hvatti hann líka til að fara á þing sem hann gerði árið 1819. Nú á dögum er Mills kannski einkum minnst fyrir að hafa verið samverkamaður Jeremys Benthams ( 1748-1832) og faðir og uppalandi Johns Stuarts Mills (1806-1973), heimspekings og hagfræðings.

Ricardo kynntist Malthus heldur síðar en Mill. Thomas Malthus var nokkrum árum eldri en Ricardo. Fyrsta rit hans um hagfræðileg efni var Ritgerð um lögmál fólksfjölgunar (An Essay on the Principle of Population) sem kom út í sinni fyrstu útgáfu árið 1798 og gerði höfundinn fljótt frægan eða alræmdan. Malthus átti reyndar eftir að endurbæta bókina og breyta henni í seinni útgáfum. Malthus var löngu orðinn þekktur hagfræðingur þegar auðmaðurinn Ricardo fór að skrifa um hagfræðileg efni. Ricardo var mjög hrifinn af ritgerð Malthusar um fólksfjölgun og einnig af greiningu Malthusar á rentu eða leigu fyrir jarðnæði en sú greining spratt af greiningu Malthusar á fólksfjölgunarvandanum. Fræðimenn hafa fjallað talsvert um vináttu þeirra Malthusar og Ricardos enda rökræddu þeir og skrifuðust á um hagfræðileg málefni meðan báðir lifðu og voru gjarnan ósammála.2

Nú á dögum er Ricardo almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Malthus vinur hans lásu var Adam Smith, sem hafði mjög víðfeðma sýn. Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til þess að gera það ímynda ég mér sterk dæmi, til að geta sýnt hvernig þessi lögmál virka“,3 sagði Ricardo í bréfi til Malthusar. Fræðilegir hagfræðingar hafa haldið áfram að ímynda sér „sterk“ eða „ýkt“ dæmi líkt og Ricardo fram á þennan dag, og segja má að það sé veigamikill þáttur í verklagi þeirra.

Árið 1819 gerðist Ricardo þingmaður. Ári áður hafði hann gengið fyrir þingnefnd sem fjallaði um okurlög, og mælt með því að þau yrðu afnumin. Þegar hann var kominn á þing, voru hugmyndir hans um peningamál á dagskrá. Vegna fjárhagsvandræða hafði Englandsbanki hætt að innleysa peningaseðla með gullpeningum árið 1798 og tók ekki að leysa þá inn aftur fyrr en 1821. Tillaga Ricardos var að notaður yrði gjaldmiðill úr pappír sem væri tryggður með gulli. Gulltrygging pappírsgjaldmiðilsins væri byggð á því að unnt væri að skipta á pappírspeningum og gullstöngum af staðlaðri gerð en ekki peningum úr gulli og silfri eins og tíðkast hafði.

Hér má sjá breska þinghúsið.

Ricardo var ekki hrifinn af sköttum, en á þingi þurfti að fjalla um fjármögnun skulda ríkisins. Ricardo mun hafa gefið það til kynna á þinginu að greiða mætti þjóðarskuldirnar upp á örfáum árum með eignasköttum. Þessi hugmynd er sögð hafa gert það að verkum að þingmenn sem margir voru efnamenn fóru að líta á Ricardo sem „fræðimann“ fremur en raunsæjan stjórnmálaskörung.

Ricardo aðhylltist viðskiptafrelsi og var andstæðingur þeirrar búverndarstefnu sem var við lýði í Bretlandi og fólst í innflutningshömlum á korni í krafti svonefndra kornlaga. Ricardo vildi leyfa frjálsan innflutning á korni en að vísu leggja tolla á það. Með því móti mætti lækka matvælaverð í Bretlandi og þar með myndu vinnulaun einnig lækka og hagnaður atvinnurekenda aukast.

Ricardo varð vellauðugur um sína daga og græddi meðal annars stórfé á láni til breska ríkisins örfáum dögum fyrir sigurinn á Napóleon við Waterloo árið 1815. Seinni árin sem hann lifði færði hann auð sinn yfir í jarðeignir. Hann átti glæsilegt sveitasetur úti á landi sem enn stendur og heitir Gatcombe Park. Þess má geta að Anna prinsessa, systir Elísabetar drottningar, hefur átt heimili á þessu sveitasetri frá því 1973 og í því húsi sem Ricardo og afkomendur hans áttu lengst af áður.

Sveitasetur Önnu prinsessu, Gatcombe Park, sem David Ricardo átti.

Ricardo eignaðist átta börn með konu sinni. Hann dó árið 1823, fimmtíu og eins árs að aldri. Dánarmein hans mun hafa verið sýking í eyra.

Myndir:


1 Í þessu svari er talsvert byggt á ritgerðum í John Eatwell, Murray Milgate og Peter Newman (ritstjórar): The New Palgrave, A Dictionary of Economics. Macmillan Press Limited, London, 1998. Einna mest hefur verið litið til ritgerðarinnar „Ricardo“ eftir G. Vivo í 4. bindi New Palgrave, bls. 183-198. Þá hefur verið höfð hliðsjón af umfjöllun um Ricardo og klassísku hagfræðingana í Mark Blaug: Economic Theory in Retrospect, 5. útg., Cambridge University Press, Cambridge, 1999. Auk þess má nefna bækurnar I. H. Rima: Development of Economic Analysis, 5. útgáfa, Richard D. Irwin Inc., USA, 1991, og Charles E. Staley: A History of Economic Thought: From Aristotle to Arrow, Blackwell Publishers, Oxford, 1989. Handhæg útgáfa af riti Ricardos, The Principles of Political Economy and Taxation, kom út hjá Everyman Library, New York 1969. En fræðileg útgáfa af höfundarverki Ricardos kom út í ritstjórn þeirra Piero Sraffa og Maurice Dobb á árunum 1951-1955 og mun nú vera fáanleg hjá Liberty Fund-bókaútgáfunni.

2 Um þetta efni er til fróðleg ritgerð eftir Robert Dorfman, „Thomas Robert Malthus and David Ricardo“, Journal of Economic Perspectives, 1989, vol. 3, bls. 153-164.

3 Tilvitnunin fengin frá Charles E. Staley, A History of Economic Thought, Oxford, 1989, bls. 66.
...