Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?

Þorbergur Þórsson

Nú á dögum er David Ricardo (1772-1823) almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Thomas Malthus vinur hans1 lásu einna mest um hagfræðileg efni var Adam Smith. Smith hafði mjög víðfeðma sýn en Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til þess að gera það ímynda ég mér sterk dæmi, til að geta sýnt hvernig þessi lögmál virka“,2 sagði Ricardo í bréfi til Malthusar. Nú á dögum ímynda fræðilegir hagfræðingar sér „sterk“ eða „ýkt“ dæmi líkt og Ricardo, og segja má að það sé veigamikill þáttur í verklagi þeirra.3

Meðal þeirra sem hafa lært einhverja hagfræði er Ricardo sennilega þekktastur fyrir kenninguna um hlutfallslega yfirburði (e. comparative advantage). Hagfræðinemar kynnast henni mjög snemma í námi sínu. Kenningin skýrir ábata af milliríkjaviðskiptum á ákaflega einfaldan og snjallan hátt og hún skýrir líka það hagræði sem einstaklingar geta haft af margvíslegum viðskiptum sín á milli. Þetta skýrði Ricardo með dæmi sem hér verður lýst, ofurlítið breyttu.4

Hugsum okkur að í Englandi og Portúgal fari fram framleiðsla á klæði og víni. Til að framleiða eina einingu af klæði þurfi 50 verkamenn í Englandi og 25 í Portúgal. Til þess að framleiða eina einingu af víni þurfi 200 verkamenn í Englandi en 25 í Portúgal.

Klæði Vín
England 50 verkamenn á einingu 200 verkamenn á einingu
Portúgal 25 verkamenn á einingu 25 verkamenn á einingu

Portúgal hefur því yfirburði í framleiðslu á báðum vörutegundum, enda geta Portúgalar framleitt báðar vörutegundirnar með minni tilkostnaði en Englendingar. Með öðrum orðum hefur Portúgal algilda yfirburði í framleiðslu beggja vörutegunda. Á hinn bóginn eru yfirburðir Portúgala meiri í vínframleiðslu en í framleiðslu á klæði. Til að framleiða vín þurfa Portúgalar 25/200 af því vinnuafli sem þarf til vínframleiðslu í Englandi, en til að framleiða klæði þurfa þeir 25/50 af því vinnuafli sem þarf í Englandi.

Fyrir verkaskiptingu Klæði Vín
England 1 eining 1 eining
Portúgal 1 eining 1 eining
Samtals 2 einingar 2 einingar

Ef Portúgalar færðu 25 af verkamönnum sínum úr klæðaframleiðslu yfir í vínframleiðslu, mundu þeir framleiða einni einingu meira af víni, en einni einingu minna af klæði. Ef Englendingar færðu 100 af sínum verkamönnum úr vínframleiðslu yfir í klæðaframleiðslu, mundu þeir hins vegar framleiða tveimur einingum meira af klæði, en hálfri einingu minna af víni. Þessar ráðstafanir myndu valda því, að samanlagt yrði framleitt meira af klæði og víni í löndunum tveimur. Nánar tiltekið yrði framleitt einni einingu meira af klæði og hálfri einingu meira af víni. Þarna myndast því ábati sem löndin geta skipt á milli sín með viðskiptum, en það veltur á verði varanna, hvernig ábatinn skiptist á milli þeirra.

Eftir verkaskiptingu Klæði Vín
England 3 einingar 0,5 eining
Portúgal 0 einingar 2 einingar
Samtals 3 einingar 2,5 eining

Þessi kenning er í fullu gildi, og það má nota hana til þess að skýra margs konar viðskipti. Hún hefur mikið verið notuð til að skýra og rökstyðja að frelsi í milliríkjaviðskiptum sé mjög til hagsbóta fyrir þau lönd sem nýta sér viðskiptafrelsið og þar af leiðandi að takmarkanir á því séu skaðlegar.

Kenningin hefur í sér fólgna forspá um viðskiptin: Hvert land mun flytja út þá vörutegund sem það hefur hlutfallslega minnstan fórnarkostnað af því að framleiða, en flytja inn vörur sem það hefur hlutfallslega mikinn fórnarkostnað af því að framleiða.

Nafn Ricardos ber einnig oft á góma fyrir framlag hans á sviði ríkisfjármála sem er kennt við hann og hefur verið kallað jafngildiskenning Ricardos (e. The Ricardian Equivalence theorem). Þessi nafngift varð til á áttunda áratug tuttugustu aldar. Kenningin segir að það skipti ekki máli hvernig tiltekin útgjöld ríkisins séu fjármögnuð. Ef ríkið leggi eingreiðsluskatt á borgarana sé það jafngilt því að ríkið gefi út skuldabréf sem ríkið þurfi að greiða af í framtíðinni. Til þess að greiða af skuldabréfinu þarf einnig að skattleggja borgarana.5 Eins og hagfræðingar segja nú á dögum er núvirði beggja (neikvæðu) tekjustraumanna hið sama. Skattborgarinn stendur frammi fyrir því vali að borga eingreiðsluskatt sem nemur til dæmis 2000 kr. eða að borga til dæmis 100 kr. árlega í framtíðinni. Þurfi hann að borga 100 kr. árlega í framtíðinni gæti hann til dæmis keypt ríkisskuldabréf fyrir 2000 kr. og látið vaxtagreiðslur af því renna til að greiða skattinn á hverju ári. Þess má geta að Ricardo notaði þetta dæmi til að ræða um fjármögnun stríðs. Hann taldi að venjulegu fólki hætti til að missýnast um kostnaðinn af slíku og gera sér ekki fulla grein fyrir kostnaði sem birtist í langvarandi skattheimtu vegna stríðsskulda. Vextirnir væru í raun ekki stríðskostnaður, heldur höfuðstóllinn. Um jafngildiskenningu Ricardos hefur ýmislegt verið skrifað seinni árin en hagfræðingurinn Robert Barro (f. 1944) tók að fjalla um þetta efni árið 1974 og fleiri hafa fjallað um það í framhaldinu.6

Því er stundum haldið fram að Ricardo hafi verið fyrstur manna til að greiða rentu eða leigu fyrir jarðnæði. En það gerði hann reyndar ekki, heldur nýtti hann sér í aðalatriðum greiningu vinar síns Malthusar og þróaði áfram.7 Þessari greiningu mætti lýsa svona: Ef til væri óendanlega mikið af jafn góðu landi til ræktunar, væri ekki hægt að krefjast neins gjalds fyrir afnot af því, nema í þeim tilvikum sem staðsetning landsins væri sérstaklega hagkvæm. Það er því aðeins vegna þess að ekki er til óendanlega mikið af landi og það er ekki einsleitt að gæðum, að það myndast renta, sem kölluð hefur verið misgæðarenta á íslensku (e. differential rent). Myndun rentunnar stafar af því, að þegar síðra land er tekið til ræktunar á sama markaði, hækkar afurðaverðið til samræmis við framleiðslukostnað á þessu síðra landi. Vegna þess að markaðurinn er hinn sami verður afurðaverðið einnig hærra fyrir sömu vörur sem framleiddar eru á góða landinu, því landi sem var áður í rækt. En framleiðslukostnaðurinn á því landi eykst ekki. Þar með myndast ákveðinn afgangur, mismunur á framleiðslukostnaði og afurðaverði. Og þessi afgangur rennur í skaut landeigandans sem renta. Ástæðan er sú að bændur sem leigja landið til að framleiða landbúnaðarafurðir keppast um að bjóða í góða landið, það er til að borga rentu fyrir það. Sú keppni endar með því að þeir borga rentu sem nemur mismuninum. Með því að borga rentuna eru þeir jafnsettir, sem rækta á góðu landi og slæmu landi. Ricardo dró sömu ályktun af þessu og Adam Smith hafði áður gert, að renta væri ekki þáttur í vöruverði, og þar með gæti hún ekki verið orsök fyrir háu kornverði. Rentan væri hins vegar afleiðing af háu kornverði.

Ricardo er nafnkunnur í sögu hagfræðinnar fyrir fleira en þetta. Þegar nafn hans ber á góma, er minnst á svonefnda vinnuverðgildiskenningu. En Ricardo taldi að vöruverð réðist að mestu leyti af þeirri vinnu sem þyrfti til að framleiða vörurnar, og að það magn vinnu sem á beinan eða óbeinan hátt þyrfti til að framleiða vörur væri góð leið til að nálga virði þeirra. Það er hins vegar fræðilegt álitamál að hve miklu leyti hann aðhylltist vinnuverðgildiskenningu og þá hvernig.

Ricardo er einnig þekktur fyrir sjónarmið sín um vinnulaun alþýðu, sem voru mjög sambærileg og hjá vini hans Thomasi Malthus og skyld sjónarmið og lesa má hjá Adam Smith. Þessi sjónarmið hafa ýmist verið tengd við Ricardo eða Malthus og eru stundum kölluð járnlögmálið um laun. Þau spretta á eðlilegan hátt af fólksfjölgunarkenningu Malthusar. Kenningin er í stuttu máli sú, að vinnulaun hafi tilhneigingu til að vera aðeins nógu há til þess að verkafólkið geti lifað af laununum og komið nægilega mörgum börnum til manns til þess að fjöldi verkafólks verði áfram hæfilegur.

Margt fleira mætti nefna, svo sem sjónarmið hans í peningamálum, enda hefur Ricardo reynst ákaflega áhrifamikill hagfræðingur. Lesa má um Ricardo í flestum bókum sem ætlaðar eru byrjendum í hagfræði og flestöllum bókum sem fjalla um sögu hagfræðinnar og nafns hans er víða getið í öðrum ritum sem um hagfræði fjalla.

Myndir:


1 Um vináttu Ricardos og Malthusar er til fróðleg ritgerð eftir Robert Dorfman, „Thomas Robert Malthus and David Ricardo“, Journal of Economic Perspectives, 1989, vol. 3, bls. 153-164.

2 Tilvitnunin fengin frá Charles E. Staley, A History of Economic Thought, Oxford, 1989, bls. 66.

3 Í þessu svari er talsvert byggt á ritgerðum í John Eatwell, Murray Milgate og Peter Newman (ritstjórar): The New Palgrave, A Dictionary of Economics. Macmillan Press Limited, London, 1998. Einna mest hefur verið litið til ritgerðarinnar „Ricardo“ eftir G. Vivo í 4. bindi New Palgrave, bls. 183-198. Þá hefur verið höfð hliðsjón af umfjöllun um Ricardo og klassísku hagfræðingana í Mark Blaug: Economic Theory in Retrospect, 5. útg., Cambridge University Press, Cambridge, 1999. Auk þess má nefna bækurnar I. H. Rima: Development of Economic Analysis, 5. útgáfa, Richard D. Irwin Inc., USA, 1991, og Charles E. Staley: A History of Economic Thought: From Aristotle to Arrow, Blackwell Publishers, Oxford, 1989. Handhæg útgáfa af riti Ricardos, The Principles of Political Economy and Taxation, kom út hjá Everyman Library, New York 1969. En fræðileg útgáfa af höfundarverki Ricardos kom út í ritstjórn þeirra Piero Sraffa og Maurice Dobb á árunum 1951-1955 og mun nú vera fáanleg hjá Liberty Fund-bókaútgáfunni.

4 Þessa útgáfu dæmisins má sjá í ritgerðinni „Ricardo“ eftir G. Vivo í 4. bindi New Palgrave, bls. 194.

5 David Ricardo, The Principles of Political Economy and Taxation, Everymans Library, London, 1969, 17. kafli, bls. 160 og áfram.

6 Sjá nánar um þetta efni í „Ricardian equivalence theorem“, eftir Andrew B. Abel, New Palgrave, 4. bindi.

7 Árið 1815 komu út fjögur rit með nokkurn veginn sömu greiningu á rentu. Eitt þeirra var eftir Malthus. Annað eftir Ricardo – en hann fékk hugmyndina hjá vini sínum. Þá kom út sambærileg greining eftir Edward West (1782-1828) og Robert Torrens (1780-1864). Áður hafði Adam Smith fjallað um rentu. Sjá nánar í Mark Blaug, Economic Theory in Retrospect, 5. útg. bls. 75 og áfram. Sjá einnig í ritgerð Dorfmans um Malthus og Ricardo, bls. 157.

Höfundur

hagfræðingur

Útgáfudagur

13.4.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þorbergur Þórsson. „Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2011. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59409.

Þorbergur Þórsson. (2011, 13. apríl). Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59409

Þorbergur Þórsson. „Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2011. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59409>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?
Nú á dögum er David Ricardo (1772-1823) almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Thomas Malthus vinur hans1 lásu einna mest um hagfræðileg efni var Adam Smith. Smith hafði mjög víðfeðma sýn en Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til þess að gera það ímynda ég mér sterk dæmi, til að geta sýnt hvernig þessi lögmál virka“,2 sagði Ricardo í bréfi til Malthusar. Nú á dögum ímynda fræðilegir hagfræðingar sér „sterk“ eða „ýkt“ dæmi líkt og Ricardo, og segja má að það sé veigamikill þáttur í verklagi þeirra.3

Meðal þeirra sem hafa lært einhverja hagfræði er Ricardo sennilega þekktastur fyrir kenninguna um hlutfallslega yfirburði (e. comparative advantage). Hagfræðinemar kynnast henni mjög snemma í námi sínu. Kenningin skýrir ábata af milliríkjaviðskiptum á ákaflega einfaldan og snjallan hátt og hún skýrir líka það hagræði sem einstaklingar geta haft af margvíslegum viðskiptum sín á milli. Þetta skýrði Ricardo með dæmi sem hér verður lýst, ofurlítið breyttu.4

Hugsum okkur að í Englandi og Portúgal fari fram framleiðsla á klæði og víni. Til að framleiða eina einingu af klæði þurfi 50 verkamenn í Englandi og 25 í Portúgal. Til þess að framleiða eina einingu af víni þurfi 200 verkamenn í Englandi en 25 í Portúgal.

Klæði Vín
England 50 verkamenn á einingu 200 verkamenn á einingu
Portúgal 25 verkamenn á einingu 25 verkamenn á einingu

Portúgal hefur því yfirburði í framleiðslu á báðum vörutegundum, enda geta Portúgalar framleitt báðar vörutegundirnar með minni tilkostnaði en Englendingar. Með öðrum orðum hefur Portúgal algilda yfirburði í framleiðslu beggja vörutegunda. Á hinn bóginn eru yfirburðir Portúgala meiri í vínframleiðslu en í framleiðslu á klæði. Til að framleiða vín þurfa Portúgalar 25/200 af því vinnuafli sem þarf til vínframleiðslu í Englandi, en til að framleiða klæði þurfa þeir 25/50 af því vinnuafli sem þarf í Englandi.

Fyrir verkaskiptingu Klæði Vín
England 1 eining 1 eining
Portúgal 1 eining 1 eining
Samtals 2 einingar 2 einingar

Ef Portúgalar færðu 25 af verkamönnum sínum úr klæðaframleiðslu yfir í vínframleiðslu, mundu þeir framleiða einni einingu meira af víni, en einni einingu minna af klæði. Ef Englendingar færðu 100 af sínum verkamönnum úr vínframleiðslu yfir í klæðaframleiðslu, mundu þeir hins vegar framleiða tveimur einingum meira af klæði, en hálfri einingu minna af víni. Þessar ráðstafanir myndu valda því, að samanlagt yrði framleitt meira af klæði og víni í löndunum tveimur. Nánar tiltekið yrði framleitt einni einingu meira af klæði og hálfri einingu meira af víni. Þarna myndast því ábati sem löndin geta skipt á milli sín með viðskiptum, en það veltur á verði varanna, hvernig ábatinn skiptist á milli þeirra.

Eftir verkaskiptingu Klæði Vín
England 3 einingar 0,5 eining
Portúgal 0 einingar 2 einingar
Samtals 3 einingar 2,5 eining

Þessi kenning er í fullu gildi, og það má nota hana til þess að skýra margs konar viðskipti. Hún hefur mikið verið notuð til að skýra og rökstyðja að frelsi í milliríkjaviðskiptum sé mjög til hagsbóta fyrir þau lönd sem nýta sér viðskiptafrelsið og þar af leiðandi að takmarkanir á því séu skaðlegar.

Kenningin hefur í sér fólgna forspá um viðskiptin: Hvert land mun flytja út þá vörutegund sem það hefur hlutfallslega minnstan fórnarkostnað af því að framleiða, en flytja inn vörur sem það hefur hlutfallslega mikinn fórnarkostnað af því að framleiða.

Nafn Ricardos ber einnig oft á góma fyrir framlag hans á sviði ríkisfjármála sem er kennt við hann og hefur verið kallað jafngildiskenning Ricardos (e. The Ricardian Equivalence theorem). Þessi nafngift varð til á áttunda áratug tuttugustu aldar. Kenningin segir að það skipti ekki máli hvernig tiltekin útgjöld ríkisins séu fjármögnuð. Ef ríkið leggi eingreiðsluskatt á borgarana sé það jafngilt því að ríkið gefi út skuldabréf sem ríkið þurfi að greiða af í framtíðinni. Til þess að greiða af skuldabréfinu þarf einnig að skattleggja borgarana.5 Eins og hagfræðingar segja nú á dögum er núvirði beggja (neikvæðu) tekjustraumanna hið sama. Skattborgarinn stendur frammi fyrir því vali að borga eingreiðsluskatt sem nemur til dæmis 2000 kr. eða að borga til dæmis 100 kr. árlega í framtíðinni. Þurfi hann að borga 100 kr. árlega í framtíðinni gæti hann til dæmis keypt ríkisskuldabréf fyrir 2000 kr. og látið vaxtagreiðslur af því renna til að greiða skattinn á hverju ári. Þess má geta að Ricardo notaði þetta dæmi til að ræða um fjármögnun stríðs. Hann taldi að venjulegu fólki hætti til að missýnast um kostnaðinn af slíku og gera sér ekki fulla grein fyrir kostnaði sem birtist í langvarandi skattheimtu vegna stríðsskulda. Vextirnir væru í raun ekki stríðskostnaður, heldur höfuðstóllinn. Um jafngildiskenningu Ricardos hefur ýmislegt verið skrifað seinni árin en hagfræðingurinn Robert Barro (f. 1944) tók að fjalla um þetta efni árið 1974 og fleiri hafa fjallað um það í framhaldinu.6

Því er stundum haldið fram að Ricardo hafi verið fyrstur manna til að greiða rentu eða leigu fyrir jarðnæði. En það gerði hann reyndar ekki, heldur nýtti hann sér í aðalatriðum greiningu vinar síns Malthusar og þróaði áfram.7 Þessari greiningu mætti lýsa svona: Ef til væri óendanlega mikið af jafn góðu landi til ræktunar, væri ekki hægt að krefjast neins gjalds fyrir afnot af því, nema í þeim tilvikum sem staðsetning landsins væri sérstaklega hagkvæm. Það er því aðeins vegna þess að ekki er til óendanlega mikið af landi og það er ekki einsleitt að gæðum, að það myndast renta, sem kölluð hefur verið misgæðarenta á íslensku (e. differential rent). Myndun rentunnar stafar af því, að þegar síðra land er tekið til ræktunar á sama markaði, hækkar afurðaverðið til samræmis við framleiðslukostnað á þessu síðra landi. Vegna þess að markaðurinn er hinn sami verður afurðaverðið einnig hærra fyrir sömu vörur sem framleiddar eru á góða landinu, því landi sem var áður í rækt. En framleiðslukostnaðurinn á því landi eykst ekki. Þar með myndast ákveðinn afgangur, mismunur á framleiðslukostnaði og afurðaverði. Og þessi afgangur rennur í skaut landeigandans sem renta. Ástæðan er sú að bændur sem leigja landið til að framleiða landbúnaðarafurðir keppast um að bjóða í góða landið, það er til að borga rentu fyrir það. Sú keppni endar með því að þeir borga rentu sem nemur mismuninum. Með því að borga rentuna eru þeir jafnsettir, sem rækta á góðu landi og slæmu landi. Ricardo dró sömu ályktun af þessu og Adam Smith hafði áður gert, að renta væri ekki þáttur í vöruverði, og þar með gæti hún ekki verið orsök fyrir háu kornverði. Rentan væri hins vegar afleiðing af háu kornverði.

Ricardo er nafnkunnur í sögu hagfræðinnar fyrir fleira en þetta. Þegar nafn hans ber á góma, er minnst á svonefnda vinnuverðgildiskenningu. En Ricardo taldi að vöruverð réðist að mestu leyti af þeirri vinnu sem þyrfti til að framleiða vörurnar, og að það magn vinnu sem á beinan eða óbeinan hátt þyrfti til að framleiða vörur væri góð leið til að nálga virði þeirra. Það er hins vegar fræðilegt álitamál að hve miklu leyti hann aðhylltist vinnuverðgildiskenningu og þá hvernig.

Ricardo er einnig þekktur fyrir sjónarmið sín um vinnulaun alþýðu, sem voru mjög sambærileg og hjá vini hans Thomasi Malthus og skyld sjónarmið og lesa má hjá Adam Smith. Þessi sjónarmið hafa ýmist verið tengd við Ricardo eða Malthus og eru stundum kölluð járnlögmálið um laun. Þau spretta á eðlilegan hátt af fólksfjölgunarkenningu Malthusar. Kenningin er í stuttu máli sú, að vinnulaun hafi tilhneigingu til að vera aðeins nógu há til þess að verkafólkið geti lifað af laununum og komið nægilega mörgum börnum til manns til þess að fjöldi verkafólks verði áfram hæfilegur.

Margt fleira mætti nefna, svo sem sjónarmið hans í peningamálum, enda hefur Ricardo reynst ákaflega áhrifamikill hagfræðingur. Lesa má um Ricardo í flestum bókum sem ætlaðar eru byrjendum í hagfræði og flestöllum bókum sem fjalla um sögu hagfræðinnar og nafns hans er víða getið í öðrum ritum sem um hagfræði fjalla.

Myndir:


1 Um vináttu Ricardos og Malthusar er til fróðleg ritgerð eftir Robert Dorfman, „Thomas Robert Malthus and David Ricardo“, Journal of Economic Perspectives, 1989, vol. 3, bls. 153-164.

2 Tilvitnunin fengin frá Charles E. Staley, A History of Economic Thought, Oxford, 1989, bls. 66.

3 Í þessu svari er talsvert byggt á ritgerðum í John Eatwell, Murray Milgate og Peter Newman (ritstjórar): The New Palgrave, A Dictionary of Economics. Macmillan Press Limited, London, 1998. Einna mest hefur verið litið til ritgerðarinnar „Ricardo“ eftir G. Vivo í 4. bindi New Palgrave, bls. 183-198. Þá hefur verið höfð hliðsjón af umfjöllun um Ricardo og klassísku hagfræðingana í Mark Blaug: Economic Theory in Retrospect, 5. útg., Cambridge University Press, Cambridge, 1999. Auk þess má nefna bækurnar I. H. Rima: Development of Economic Analysis, 5. útgáfa, Richard D. Irwin Inc., USA, 1991, og Charles E. Staley: A History of Economic Thought: From Aristotle to Arrow, Blackwell Publishers, Oxford, 1989. Handhæg útgáfa af riti Ricardos, The Principles of Political Economy and Taxation, kom út hjá Everyman Library, New York 1969. En fræðileg útgáfa af höfundarverki Ricardos kom út í ritstjórn þeirra Piero Sraffa og Maurice Dobb á árunum 1951-1955 og mun nú vera fáanleg hjá Liberty Fund-bókaútgáfunni.

4 Þessa útgáfu dæmisins má sjá í ritgerðinni „Ricardo“ eftir G. Vivo í 4. bindi New Palgrave, bls. 194.

5 David Ricardo, The Principles of Political Economy and Taxation, Everymans Library, London, 1969, 17. kafli, bls. 160 og áfram.

6 Sjá nánar um þetta efni í „Ricardian equivalence theorem“, eftir Andrew B. Abel, New Palgrave, 4. bindi.

7 Árið 1815 komu út fjögur rit með nokkurn veginn sömu greiningu á rentu. Eitt þeirra var eftir Malthus. Annað eftir Ricardo – en hann fékk hugmyndina hjá vini sínum. Þá kom út sambærileg greining eftir Edward West (1782-1828) og Robert Torrens (1780-1864). Áður hafði Adam Smith fjallað um rentu. Sjá nánar í Mark Blaug, Economic Theory in Retrospect, 5. útg. bls. 75 og áfram. Sjá einnig í ritgerð Dorfmans um Malthus og Ricardo, bls. 157.
...