Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Kaupauðgistefnan eða merkantílismi fólst fyrst og fremst í því að hvetja til útflutnings en vinna gegn innflutningi. Dregið var úr innflutningi með ýmsum höftum eða tollum. Ætlunin var með þessu að ná að flytja meira út en inn, fá mismuninn greiddan í gulli eða öðrum góðmálmum og ná þannig að safna miklu af slíkum eignum. Blómaskeið kaupauðgistefnunnar var á 17. öld og setti hún til dæmis talsvert mark á England og Frakkland á þessum tíma.
Þótt svipuð sjónarmið og lágu að baki kaupauðgistefnunni heyrist enn af og til og séu til dæmis notuð til að rökstyðja verndarstefnu í alþjóðaviðskiptum, þá er nú talið af hagfræðingum að kaupauðgistefnan sé óskynsamleg. Það var raunar bent á það með ágætum rökum þegar á 18. öld, til dæmis af Adam Smith. Nú er almennt viðurkennt að innflutningur er ekki síður mikilvægur en útflutningur fyrir efnahagslega velferð þjóðar.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Gylfi Magnússon. „Hvað er kaupauðgistefna (merkantílismi)?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2005, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4767.
Gylfi Magnússon. (2005, 22. febrúar). Hvað er kaupauðgistefna (merkantílismi)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4767