Sólin Sólin Rís 10:14 • sest 17:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:55 • Sest 06:13 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:24 • Síðdegis: 19:50 í Reykjavík

Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris?

ÍDÞ

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris (aflandskróna)?

Í svari Þórólfs Matthíassonar við spurningunni: Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans? kemur eftirfarandi fram:

Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Íslensku söluaðilarnir greiða starfsfólki sínu og birgjum í íslenskum krónum. Þeir snúa sér því til viðskiptabanka síns með ósk um að skipta erlenda gjaldeyrinum í íslenskar krónur. Innflutningsfyrirtæki sem kaupa erlendan varning af erlendum birgjum snúa sér einnig til viðskiptabanka sinna og falast eftir gjaldeyri í skiptum fyrir íslenskar krónur. Ef innstreymi gjaldeyris er í samræmi við útstreymi vegna innflutnings ríkir jafnvægi á gjaldeyrismarkaðnum og gengi krónunnar helst stöðugt.

Ef sú staða skapast hins vegar að innstreymi er meira en útstreymið kemur að því að viðskiptabankarnir geta ekki orðið við óskum útflytjenda um að kaupa af þeim krónur vegna þess að bankarnir hafa ekki lausafé. Þeir geta orðið sér út um lausafé með því að taka lán hjá Seðlabankanum eða hjá öðrum fjármálastofnunum. Lánsfé er dýrt. Þess vegna verða viðskiptabankarnir að hækka verðið á íslensku krónunum, það er að segja viðskiptabankarnir eru nauðbeygðir til að fækka þeim krónum sem þeir borga útflytjendum fyrir hverja evru og hvern dal. Þannig fer saman aukið innflæði gjaldeyris og styrking krónunnar.

Það sem gerist við útstreymi gjaldeyris er það sama og við innstreymi nema með neikvæðum formerkjum.

Það sem gerist við útstreymi gjaldeyris er það sama og við innstreymi nema með neikvæðum formerkjum.

Ef útstreymi gjaldeyris er meira en innstreymið kemur að því að viðskiptabankarnir geta ekki orðið við óskum innflytjenda um gjaldeyri. Á sambærilega hátt og áður verður það til þess að innflytjendur þurfa að borga fleiri krónur fyrir hverja evru og hvern dal.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.3.2017

Spyrjandi

Einar Sandoz

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2017. Sótt 30. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=73639.

ÍDÞ. (2017, 14. mars). Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73639

ÍDÞ. „Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2017. Vefsíða. 30. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73639>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvers vegna veikist krónan við útstreymi gjaldeyris (aflandskróna)?

Í svari Þórólfs Matthíassonar við spurningunni: Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans? kemur eftirfarandi fram:

Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Íslensku söluaðilarnir greiða starfsfólki sínu og birgjum í íslenskum krónum. Þeir snúa sér því til viðskiptabanka síns með ósk um að skipta erlenda gjaldeyrinum í íslenskar krónur. Innflutningsfyrirtæki sem kaupa erlendan varning af erlendum birgjum snúa sér einnig til viðskiptabanka sinna og falast eftir gjaldeyri í skiptum fyrir íslenskar krónur. Ef innstreymi gjaldeyris er í samræmi við útstreymi vegna innflutnings ríkir jafnvægi á gjaldeyrismarkaðnum og gengi krónunnar helst stöðugt.

Ef sú staða skapast hins vegar að innstreymi er meira en útstreymið kemur að því að viðskiptabankarnir geta ekki orðið við óskum útflytjenda um að kaupa af þeim krónur vegna þess að bankarnir hafa ekki lausafé. Þeir geta orðið sér út um lausafé með því að taka lán hjá Seðlabankanum eða hjá öðrum fjármálastofnunum. Lánsfé er dýrt. Þess vegna verða viðskiptabankarnir að hækka verðið á íslensku krónunum, það er að segja viðskiptabankarnir eru nauðbeygðir til að fækka þeim krónum sem þeir borga útflytjendum fyrir hverja evru og hvern dal. Þannig fer saman aukið innflæði gjaldeyris og styrking krónunnar.

Það sem gerist við útstreymi gjaldeyris er það sama og við innstreymi nema með neikvæðum formerkjum.

Það sem gerist við útstreymi gjaldeyris er það sama og við innstreymi nema með neikvæðum formerkjum.

Ef útstreymi gjaldeyris er meira en innstreymið kemur að því að viðskiptabankarnir geta ekki orðið við óskum innflytjenda um gjaldeyri. Á sambærilega hátt og áður verður það til þess að innflytjendur þurfa að borga fleiri krónur fyrir hverja evru og hvern dal.

Heimild:

Mynd:

...