Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Þegar Seðlabankinn kaupir krónur, hver er það sem selur honum?

Már Guðmundsson

Þegar Seðlabankinn kaupir krónur er hann jafnframt að selja erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn á einungis gjaldeyrisviðskipti við tvenns konar aðila, annars vegar ríkissjóð og hins vegar þá sem eru á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri, en það eru helstu bankastofnanir landsins. Nokkur eðlismunur er á þessum viðskiptum.

Þegar Seðlabankinn á gjaldeyrisviðskipti við ríkissjóð er reynt að haga þeim þannig að þau hafi ekki bein áhrif á gengi krónunnar. Yfirleitt þegar Seðlabankinn á gjaldeyrisviðskipti við bankana er það hins vegar í þeim tilgangi að hafa áhrif á gengi krónunnar.

Þegar Seðlabankinn kaupir krónur er hann jafnframt að selja erlendan gjaldeyri.

Seðlabankinn á gjaldeyrisviðskipti beint við ríkissjóð. Ef ríkissjóður þarf á gjaldeyri að halda til að greiða afborganir af erlendum lánum eða til einhverra annara nota, afhendir Seðlabankinn ríkissjóði gjaldeyrinn á skráðu gengi þess dags. Í þessu tilfelli er það ríkissjóður sem er að „selja“ Seðlabankanum krónur.

Millibankamarkaður fyrir gjaldeyri er skipulagður vettvangur meðal bankastofnana. Á þeim markaði fara fram viðskipti með erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur. Millibankamarkaðnum er lýst ítarlega í grein í Peningamálum 2001/3: „Gjaldeyrismarkaður á Íslandi“. Að markaðnum standa auk Seðlabankans, Landsbanki Íslands, Íslandsbanki, Búnaðarbanki Íslands og Kaupþing. Aðrir aðilar markaðarins en Seðlabankinn eru svokallaðir viðskiptavakar sem ber skylda til að halda uppi viðskiptum á markaðnum en Seðlabankinn hefur ekki slíkar skyldur. Seðlabankinn getur hins vegar kosið að kaupa eða selja gjaldeyri á þessum markaði með það að markmiði að hafa áhrif á gengi krónunnar. Ef Seðlabankinn ákveður að styrkja gengi krónunnar með því að selja viðskiptavökunum erlendan gjaldeyri kaupir hann krónur af þeim.

Það eru því ofangreindir aðilar sem selja Seðlabankanum krónur.

Mynd:

Höfundur

Seðlabankastjóri

Útgáfudagur

9.11.2001

Spyrjandi

Stefán Þór Þórsson

Tilvísun

Már Guðmundsson. „Þegar Seðlabankinn kaupir krónur, hver er það sem selur honum? “ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2001. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1945.

Már Guðmundsson. (2001, 9. nóvember). Þegar Seðlabankinn kaupir krónur, hver er það sem selur honum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1945

Már Guðmundsson. „Þegar Seðlabankinn kaupir krónur, hver er það sem selur honum? “ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2001. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1945>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Þegar Seðlabankinn kaupir krónur, hver er það sem selur honum?
Þegar Seðlabankinn kaupir krónur er hann jafnframt að selja erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn á einungis gjaldeyrisviðskipti við tvenns konar aðila, annars vegar ríkissjóð og hins vegar þá sem eru á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri, en það eru helstu bankastofnanir landsins. Nokkur eðlismunur er á þessum viðskiptum.

Þegar Seðlabankinn á gjaldeyrisviðskipti við ríkissjóð er reynt að haga þeim þannig að þau hafi ekki bein áhrif á gengi krónunnar. Yfirleitt þegar Seðlabankinn á gjaldeyrisviðskipti við bankana er það hins vegar í þeim tilgangi að hafa áhrif á gengi krónunnar.

Þegar Seðlabankinn kaupir krónur er hann jafnframt að selja erlendan gjaldeyri.

Seðlabankinn á gjaldeyrisviðskipti beint við ríkissjóð. Ef ríkissjóður þarf á gjaldeyri að halda til að greiða afborganir af erlendum lánum eða til einhverra annara nota, afhendir Seðlabankinn ríkissjóði gjaldeyrinn á skráðu gengi þess dags. Í þessu tilfelli er það ríkissjóður sem er að „selja“ Seðlabankanum krónur.

Millibankamarkaður fyrir gjaldeyri er skipulagður vettvangur meðal bankastofnana. Á þeim markaði fara fram viðskipti með erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur. Millibankamarkaðnum er lýst ítarlega í grein í Peningamálum 2001/3: „Gjaldeyrismarkaður á Íslandi“. Að markaðnum standa auk Seðlabankans, Landsbanki Íslands, Íslandsbanki, Búnaðarbanki Íslands og Kaupþing. Aðrir aðilar markaðarins en Seðlabankinn eru svokallaðir viðskiptavakar sem ber skylda til að halda uppi viðskiptum á markaðnum en Seðlabankinn hefur ekki slíkar skyldur. Seðlabankinn getur hins vegar kosið að kaupa eða selja gjaldeyri á þessum markaði með það að markmiði að hafa áhrif á gengi krónunnar. Ef Seðlabankinn ákveður að styrkja gengi krónunnar með því að selja viðskiptavökunum erlendan gjaldeyri kaupir hann krónur af þeim.

Það eru því ofangreindir aðilar sem selja Seðlabankanum krónur.

Mynd:...