Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Má Seðlabanki Íslands kaupa ríkisskuldabréf?

Gylfi Magnússon

Seðlabanki Íslands má kaupa ríkisskuldabréf. Það er tekið fram í lögum nr. 36/2001 um bankann, í grein 8. Hins vegar er jafnframt tekið fram í lögunum, í grein 16, að bankanum sé óheimilt að veita ríkissjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum öðrum en lánastofnunum lán.

Það var mikið framfaraskref á sínum tíma þegar tekið var fyrir beinar lánveitingar Seðlabanka til ríkissjóðs enda hafði greiður aðgangur ríkisvaldsins að lánsfé í Seðlabankanum verið lykilþáttur í því að kynda undir verðbólgubálinu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Slíkt fyrirkomulag býður upp á að rekstur ríkisins sé fjármagnaður með peningaprentun sem getur auðveldlega endað með mikilli og vaxandi verðbólgu.

Seðlabanki Íslands.

Það má hins vegar vissulega velta því fyrir sér hvort heimild Seðlabanka til að kaupa ríkisskuldabréf jafngildi ekki heimild til að lána ríkissjóði og að því leyti sé ósamkvæmni í lögunum. Ekki hefur þó almennt verið litið svo á hérlendis og raunar ekki heldur erlendis þar sem sambærileg ákvæði eru í lögum um seðlabanka. Framkvæmdin hefur þá verið á þann veg að seðlabankar hafa ekki keypt skuldabréf beint af ríkissjóði en hins vegar keypt og selt slík bréf á eftirmarkaði. Það er tekið sérstaklega fram í 16. grein laga um Seðlabankann að slík viðskipti með skráð verðbréf á eftirmarkaði skuli ekki teljast lán til útgefenda bréfanna. Slík viðskipti eru almennt talin mikilvægt hagstjórnartæki fyrir seðlabanka. Þau geta hins vegar vissulega haft áhrif á aðgengi ríkissjóðs að lánsfé. Kaup seðlabanka á ríkisskuldabréfum á eftirmarkaði auðvelda væntanlega ríkissjóði að selja ný bréf á frummarkaði.

Um þetta er nú tekist innan Evrópusambandsins þar sem skiptar skoðanir eru um það að hvaða marki Seðlabanki Evrópu á að kaupa og má kaupa ríkisskuldabréf landa á evrusvæðinu. Þeir sem mæla gegn slíkum kaupum hafa meðal annars fært þau rök fyrir sinni afstöðu að með slíkum kaupum sé verið að fjármagna rekstur viðkomandi ríkissjóða með peningaprentun og það geti leitt til mikillar verðbólgu fyrr eða síðar. Minna hefur verið um slíkar deilur utan evrusvæðisins en einnig þar eru mörg dæmi um að seðlabankar hafi keypt skuldabréf útgefin af ríkissjóði viðkomandi lands í miklum mæli í fjármálakrísunni undanfarin ár.

Mynd:


Upphaflega spurningin var sem hér segir:

Nú hefur Seðlabanki Íslands stundað það að kaupa ríkisskuldabréf. Ég hef heyrt að það sé ólöglegt. Hvar í lögunum er fjallað um lögmæti Seðlabankans til að lána ríkinu?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.11.2012

Spyrjandi

Örn Hrafnsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Má Seðlabanki Íslands kaupa ríkisskuldabréf?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2012. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63520.

Gylfi Magnússon. (2012, 27. nóvember). Má Seðlabanki Íslands kaupa ríkisskuldabréf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63520

Gylfi Magnússon. „Má Seðlabanki Íslands kaupa ríkisskuldabréf?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2012. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63520>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má Seðlabanki Íslands kaupa ríkisskuldabréf?
Seðlabanki Íslands má kaupa ríkisskuldabréf. Það er tekið fram í lögum nr. 36/2001 um bankann, í grein 8. Hins vegar er jafnframt tekið fram í lögunum, í grein 16, að bankanum sé óheimilt að veita ríkissjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum öðrum en lánastofnunum lán.

Það var mikið framfaraskref á sínum tíma þegar tekið var fyrir beinar lánveitingar Seðlabanka til ríkissjóðs enda hafði greiður aðgangur ríkisvaldsins að lánsfé í Seðlabankanum verið lykilþáttur í því að kynda undir verðbólgubálinu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Slíkt fyrirkomulag býður upp á að rekstur ríkisins sé fjármagnaður með peningaprentun sem getur auðveldlega endað með mikilli og vaxandi verðbólgu.

Seðlabanki Íslands.

Það má hins vegar vissulega velta því fyrir sér hvort heimild Seðlabanka til að kaupa ríkisskuldabréf jafngildi ekki heimild til að lána ríkissjóði og að því leyti sé ósamkvæmni í lögunum. Ekki hefur þó almennt verið litið svo á hérlendis og raunar ekki heldur erlendis þar sem sambærileg ákvæði eru í lögum um seðlabanka. Framkvæmdin hefur þá verið á þann veg að seðlabankar hafa ekki keypt skuldabréf beint af ríkissjóði en hins vegar keypt og selt slík bréf á eftirmarkaði. Það er tekið sérstaklega fram í 16. grein laga um Seðlabankann að slík viðskipti með skráð verðbréf á eftirmarkaði skuli ekki teljast lán til útgefenda bréfanna. Slík viðskipti eru almennt talin mikilvægt hagstjórnartæki fyrir seðlabanka. Þau geta hins vegar vissulega haft áhrif á aðgengi ríkissjóðs að lánsfé. Kaup seðlabanka á ríkisskuldabréfum á eftirmarkaði auðvelda væntanlega ríkissjóði að selja ný bréf á frummarkaði.

Um þetta er nú tekist innan Evrópusambandsins þar sem skiptar skoðanir eru um það að hvaða marki Seðlabanki Evrópu á að kaupa og má kaupa ríkisskuldabréf landa á evrusvæðinu. Þeir sem mæla gegn slíkum kaupum hafa meðal annars fært þau rök fyrir sinni afstöðu að með slíkum kaupum sé verið að fjármagna rekstur viðkomandi ríkissjóða með peningaprentun og það geti leitt til mikillar verðbólgu fyrr eða síðar. Minna hefur verið um slíkar deilur utan evrusvæðisins en einnig þar eru mörg dæmi um að seðlabankar hafi keypt skuldabréf útgefin af ríkissjóði viðkomandi lands í miklum mæli í fjármálakrísunni undanfarin ár.

Mynd:


Upphaflega spurningin var sem hér segir:

Nú hefur Seðlabanki Íslands stundað það að kaupa ríkisskuldabréf. Ég hef heyrt að það sé ólöglegt. Hvar í lögunum er fjallað um lögmæti Seðlabankans til að lána ríkinu?
...