Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?

Þórólfur Matthíasson

Spurningi í fullri lengd hljóðar svona:
Hvers vegna styrkist gengi íslensku krónunnar við aukið innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands?

Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Íslensku söluaðilarnir greiða starfsfólki sínu og birgjum í íslenskum krónum. Þeir snúa sér því til viðskiptabanka síns með ósk um að skipta erlenda gjaldeyrinum í íslenskar krónur. Innflutningsfyrirtæki sem kaupa erlendan varning af erlendum birgjum snúa sér einnig til viðskiptabanka sinna og falast eftir gjaldeyri í skiptum fyrir íslenskar krónur. Ef innstreymi gjaldeyris er í samræmi við útstreymi vegna innflutnings ríkir jafnvægi á gjaldeyrismarkaðnum og gengi krónunnar helst stöðugt.

Ef sú staða skapast hins vegar að innstreymi er meira en útstreymið kemur að því að viðskiptabankarnir geta ekki orðið við óskum útflytjenda um að kaupa af þeim krónur vegna þess að bankarnir hafa ekki lausafé. Þeir geta orðið sér út um lausafé með því að taka lán hjá Seðlabankanum eða hjá öðrum fjármálastofnunum. Lánsfé er dýrt. Þess vegna verða viðskiptabankarnir að hækka verðið á íslensku krónunum, það er að segja viðskiptabankarnir eru nauðbeygðir til að fækka þeim krónum sem þeir borga útflytjendum fyrir hverja evru og hvern dal. Þannig fer saman aukið innflæði gjaldeyris og styrking krónunnar.

Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Íslensku söluaðilarnir greiða starfsfólki sínu og birgjum í íslenskum krónum. Þeir snúa sér því til viðskiptabanka síns með ósk um að skipta erlenda gjaldeyrinum í íslenskar krónur.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans og sterk króna

Á móti skuld í íslenskum krónum við Seðlabankann kemur fram eign í evrum eða dölum sem viðskiptabankarnir geyma á reikningum í viðskiptabönkum sínum erlendis. Þær eignir teljast hluti af gjaldeyrisvarasjóði Íslands. Viðskiptabankarnir geta einnig farið þess á leit við Seðlabankann að hann kaupi af þeim gjaldeyri (og styrki þannig gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans í leiðinni). Seðlabankinn þarf að hafa í huga að með því að kaupa gjaldeyri af viðskiptabanka minnkar skuld viðskiptabankans við Seðlabankinn og Seðlabankinn verður af vaxtatekjum. Seðlabankinn tekur tillit til þessa vaxtateknataps með því að hækka verðið á krónunum sem hann kaupir af viðskiptabönkunum. Þannig fer saman aukinn gjaldeyrisforði þjóðarinnar (Seðlabankans) og sterkari króna.

Vandinn við sterka krónu

Gefum okkur að laun dæmigerðs íslensks launamanns séu 6.000 krónur á tímaeiningu. Gefum okkur jafnframt að verðlag á einni kippu af Víking bjór sé 3.000 krónur. Gefum okkur að laun dæmigerðs þýsks launamanns séu 50 evrur á tímaeiningu og að kippa af Heineken bjór kosti 25 evrur. Hver evra kostar nú 120 krónur og þýskur launamaður getur keypt jafnmikið af Heineken og af Víking fyrir vinnulaunin sín. Sama á við um íslenska launamanninn.

Nú hækkar gengi íslensku krónunnar þannig að evran kostar 100 krónur. Þýskur launamaður getur áfram keypt 2 kippur af Heineken fyrir 50 evrurnar sem hann fær í kaup. En hann getur ekki keypt nema 10 Víking bjóra. Kostnaður hans við bjórneyslu hækkar nema hann flytji neysluna alfarið yfir í neyslu á Heineken. Frá sjónarhóli íslenska launamannsins lítur dæmið þannig út að hann getur áfram keypt 2 kippur af Víking, en ef hann kýs heldur að kaupa Heineken getur hann keypt 2 kippur og tæplega tvo og hálfan bjór til viðbótar. Þetta er að sjálfsögðu ávinningur fyrir íslenska launamanninn, því hann getur haldið uppi óbreyttri bjórneyslu og greitt færri krónur fyrir ef hann eykur hlutdeild Heineken bjórs í bjórneyslu sinni og dregur úr neyslu á Víking bjór.

Styrking krónunnar verður til þess að samsetning framleiðslunnar breytist. Umfang útflutningsstarfsemi minnkar, umfang innflutningsstarfsemi og innlendrar þjónustu eykst.

Tap þýskra launamanna felst fyrst og fremst í að þeir munu neita sér um að kaupa Víking bjór. Hins vegar er ljóst að tap framleiðanda Víking bjórs getur orðið verulegt ef íslenskir bjórneytendur flytja neyslu sína í umtalsverðu mæli úr neyslu á Víking bjór í neyslu á Heineken bjór. Framleiðandi Víking bjór getur vissulega reynt að berjast gegn minnkandi markaðshlutdeild með því að lækka verðið, en þar sem vinnulaun sem hann greiðir starfsfólki sínu eru í íslenskum krónum og hafa ekkert breyst vegna styrkingar gengisins felur slík aðgerð í sér lækkandi hagnað, jafnvel taprekstur.

Sterk króna felur þannig í sér ávinning fyrir almenning sem fær laun í íslenskum krónum en felur í sér tap fyrir fyrirtæki sem fá tekjur í erlendum gjaldeyri. Langvinn og viðvarandi styrking krónunnar getur svipt sum fyrirtæki í útflutningi rekstrargrundvelli. Þau fyrirtæki minnka rekstrarumfang eða hætta rekstri. Í kjölfarið fækkar innlendum starfsmönnum sem vinna að útflutningsstarfssemi. Einhverjir þeirra geta fengið störf tengd innflutningi eða innlendri þjónustu sem ekki er í samkeppni við erlend fyrirtæki.

Styrking krónunnar verður því til þess að samsetning framleiðslunnar breytist. Umfang útflutningsstarfsemi minnkar, umfang innflutningsstarfsemi og innlendrar þjónustu eykst. Ef rekja má styrkingu krónunnar til varanlegra verðhækkana á þeirri vöru og þjónustu sem erlendir aðilar kaupa af innlendum aðilum eru þessar breytingar á efnahagslífinu eðlilegar og hagfelldar. Málið horfir talsvert öðruvísi við ef rekja má ástæður styrkingar krónunnar til tímabundinna þátta sem fyrirséð er að muni fjara út.

Myndir:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.1.2017

Spyrjandi

Bragi Bergsveinsson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2017. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73249.

Þórólfur Matthíasson. (2017, 24. janúar). Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73249

Þórólfur Matthíasson. „Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2017. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73249>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?
Spurningi í fullri lengd hljóðar svona:

Hvers vegna styrkist gengi íslensku krónunnar við aukið innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands?

Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Íslensku söluaðilarnir greiða starfsfólki sínu og birgjum í íslenskum krónum. Þeir snúa sér því til viðskiptabanka síns með ósk um að skipta erlenda gjaldeyrinum í íslenskar krónur. Innflutningsfyrirtæki sem kaupa erlendan varning af erlendum birgjum snúa sér einnig til viðskiptabanka sinna og falast eftir gjaldeyri í skiptum fyrir íslenskar krónur. Ef innstreymi gjaldeyris er í samræmi við útstreymi vegna innflutnings ríkir jafnvægi á gjaldeyrismarkaðnum og gengi krónunnar helst stöðugt.

Ef sú staða skapast hins vegar að innstreymi er meira en útstreymið kemur að því að viðskiptabankarnir geta ekki orðið við óskum útflytjenda um að kaupa af þeim krónur vegna þess að bankarnir hafa ekki lausafé. Þeir geta orðið sér út um lausafé með því að taka lán hjá Seðlabankanum eða hjá öðrum fjármálastofnunum. Lánsfé er dýrt. Þess vegna verða viðskiptabankarnir að hækka verðið á íslensku krónunum, það er að segja viðskiptabankarnir eru nauðbeygðir til að fækka þeim krónum sem þeir borga útflytjendum fyrir hverja evru og hvern dal. Þannig fer saman aukið innflæði gjaldeyris og styrking krónunnar.

Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Íslensku söluaðilarnir greiða starfsfólki sínu og birgjum í íslenskum krónum. Þeir snúa sér því til viðskiptabanka síns með ósk um að skipta erlenda gjaldeyrinum í íslenskar krónur.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans og sterk króna

Á móti skuld í íslenskum krónum við Seðlabankann kemur fram eign í evrum eða dölum sem viðskiptabankarnir geyma á reikningum í viðskiptabönkum sínum erlendis. Þær eignir teljast hluti af gjaldeyrisvarasjóði Íslands. Viðskiptabankarnir geta einnig farið þess á leit við Seðlabankann að hann kaupi af þeim gjaldeyri (og styrki þannig gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans í leiðinni). Seðlabankinn þarf að hafa í huga að með því að kaupa gjaldeyri af viðskiptabanka minnkar skuld viðskiptabankans við Seðlabankinn og Seðlabankinn verður af vaxtatekjum. Seðlabankinn tekur tillit til þessa vaxtateknataps með því að hækka verðið á krónunum sem hann kaupir af viðskiptabönkunum. Þannig fer saman aukinn gjaldeyrisforði þjóðarinnar (Seðlabankans) og sterkari króna.

Vandinn við sterka krónu

Gefum okkur að laun dæmigerðs íslensks launamanns séu 6.000 krónur á tímaeiningu. Gefum okkur jafnframt að verðlag á einni kippu af Víking bjór sé 3.000 krónur. Gefum okkur að laun dæmigerðs þýsks launamanns séu 50 evrur á tímaeiningu og að kippa af Heineken bjór kosti 25 evrur. Hver evra kostar nú 120 krónur og þýskur launamaður getur keypt jafnmikið af Heineken og af Víking fyrir vinnulaunin sín. Sama á við um íslenska launamanninn.

Nú hækkar gengi íslensku krónunnar þannig að evran kostar 100 krónur. Þýskur launamaður getur áfram keypt 2 kippur af Heineken fyrir 50 evrurnar sem hann fær í kaup. En hann getur ekki keypt nema 10 Víking bjóra. Kostnaður hans við bjórneyslu hækkar nema hann flytji neysluna alfarið yfir í neyslu á Heineken. Frá sjónarhóli íslenska launamannsins lítur dæmið þannig út að hann getur áfram keypt 2 kippur af Víking, en ef hann kýs heldur að kaupa Heineken getur hann keypt 2 kippur og tæplega tvo og hálfan bjór til viðbótar. Þetta er að sjálfsögðu ávinningur fyrir íslenska launamanninn, því hann getur haldið uppi óbreyttri bjórneyslu og greitt færri krónur fyrir ef hann eykur hlutdeild Heineken bjórs í bjórneyslu sinni og dregur úr neyslu á Víking bjór.

Styrking krónunnar verður til þess að samsetning framleiðslunnar breytist. Umfang útflutningsstarfsemi minnkar, umfang innflutningsstarfsemi og innlendrar þjónustu eykst.

Tap þýskra launamanna felst fyrst og fremst í að þeir munu neita sér um að kaupa Víking bjór. Hins vegar er ljóst að tap framleiðanda Víking bjórs getur orðið verulegt ef íslenskir bjórneytendur flytja neyslu sína í umtalsverðu mæli úr neyslu á Víking bjór í neyslu á Heineken bjór. Framleiðandi Víking bjór getur vissulega reynt að berjast gegn minnkandi markaðshlutdeild með því að lækka verðið, en þar sem vinnulaun sem hann greiðir starfsfólki sínu eru í íslenskum krónum og hafa ekkert breyst vegna styrkingar gengisins felur slík aðgerð í sér lækkandi hagnað, jafnvel taprekstur.

Sterk króna felur þannig í sér ávinning fyrir almenning sem fær laun í íslenskum krónum en felur í sér tap fyrir fyrirtæki sem fá tekjur í erlendum gjaldeyri. Langvinn og viðvarandi styrking krónunnar getur svipt sum fyrirtæki í útflutningi rekstrargrundvelli. Þau fyrirtæki minnka rekstrarumfang eða hætta rekstri. Í kjölfarið fækkar innlendum starfsmönnum sem vinna að útflutningsstarfssemi. Einhverjir þeirra geta fengið störf tengd innflutningi eða innlendri þjónustu sem ekki er í samkeppni við erlend fyrirtæki.

Styrking krónunnar verður því til þess að samsetning framleiðslunnar breytist. Umfang útflutningsstarfsemi minnkar, umfang innflutningsstarfsemi og innlendrar þjónustu eykst. Ef rekja má styrkingu krónunnar til varanlegra verðhækkana á þeirri vöru og þjónustu sem erlendir aðilar kaupa af innlendum aðilum eru þessar breytingar á efnahagslífinu eðlilegar og hagfelldar. Málið horfir talsvert öðruvísi við ef rekja má ástæður styrkingar krónunnar til tímabundinna þátta sem fyrirséð er að muni fjara út.

Myndir:

...