Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver heldur utan um þær?

Gylfi Magnússon

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað er átt við með hugtakinu „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver er það sem heldur utan um þessar eignir mínar og þínar?

Með erlendum eignum þjóðarbúsins er átt við allar kröfur innlendra aðila á erlenda aðila og aðrar eignir þeirra erlendis. Þjóðarbúið sem slíkt er reyndar ekki lögaðili og á ekki eignirnar beint heldur eru þetta eignir þeirra sem teljast til þjóðarinnar, hvort heldur sem einstaklingar eða fyrirtæki eða stofnanir. Seðlabankinn heldur utan um bókhald vegna þessa og birtir reglulega og er tölunum safnað af deild innan bankans sem ber heitið upplýsingatækni og gagnasöfnun. Seðlabankinn safnar gögnum frá öðrum vegna þessa, viðskiptabankarnir, sem og önnur fjármálafyrirtæki, ríkissjóður, Seðlabankinn, og aðrar lánastofnanir auk stærri fyrirtækja gefa mánaðar- og ársfjórðungslegar eða árlegar upplýsingar. Auk þess er stuðst við gögn frá ríkisskattstjóra og ársreikningaskrá.

Með erlendum eignum þjóðarbúsins er átt við allar kröfur innlendra aðila á erlenda aðila og aðrar eignir þeirra erlendis. Stór hluti erlendra eigna þjóðarbúsins er í eigu lífeyrissjóða, erlend hlutabréf, skuldabréf og fleira. Þær eignir voru metnar á 2.410 milljarða í lok árs 2021.

Stór hluti erlendra eigna þjóðarbúsins er í eigu lífeyrissjóða, erlend hlutabréf, skuldabréf og fleira. Þær eignir voru metnar á 2.410 milljarða í lok árs 2021. Næststærsti hlutinn er gjaldeyrisforði Seðlabankans sjálfs, sem var 923 milljarðar króna á sama tíma. Aðrar eignir dreifast á fleiri aðila en samanlagt voru allar erlendar eignir innlendra aðila metnar á 5.099 milljarða í lok árs 2021. Meðal erlendra eigna eru ekki eingöngu svokallaðar peningalegar eignir, það er verðbréf, innlán, viðskiptakröfur og því um líkt heldur einnig fyrirtæki, fasteignir og margt fleira.

Með sama hætti er haldið utan um erlendar skuldir innlendra aðila og eignir erlendra aðila hérlendis. Þær námu samtals 3.801 milljarði í lok árs 2021. Eignir voru því umtalsvert meiri en skuldir. Mismunurinn er kallaður erlend staða þjóðarbúsins og var hún jákvæð um 1.299 milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins var mjög neikvæð í aðdraganda bankahrunsins 2008 en hefur alveg snúist við síðan. Það á sér ýmsar skýringar, bæði hefur verið afgangur á viðskiptum landsmanna við erlenda aðila meira eða minna frá bankahruni og síðan þurftu erlendir aðilar að gefa eftir mikið af kröfum sínum á innlenda aðila eftir hrunið.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.3.2022

Spyrjandi

Orri Ólafur Magnússon

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hverjar eru „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver heldur utan um þær?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2022, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83399.

Gylfi Magnússon. (2022, 28. mars). Hverjar eru „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver heldur utan um þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83399

Gylfi Magnússon. „Hverjar eru „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver heldur utan um þær?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2022. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83399>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver heldur utan um þær?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað er átt við með hugtakinu „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver er það sem heldur utan um þessar eignir mínar og þínar?

Með erlendum eignum þjóðarbúsins er átt við allar kröfur innlendra aðila á erlenda aðila og aðrar eignir þeirra erlendis. Þjóðarbúið sem slíkt er reyndar ekki lögaðili og á ekki eignirnar beint heldur eru þetta eignir þeirra sem teljast til þjóðarinnar, hvort heldur sem einstaklingar eða fyrirtæki eða stofnanir. Seðlabankinn heldur utan um bókhald vegna þessa og birtir reglulega og er tölunum safnað af deild innan bankans sem ber heitið upplýsingatækni og gagnasöfnun. Seðlabankinn safnar gögnum frá öðrum vegna þessa, viðskiptabankarnir, sem og önnur fjármálafyrirtæki, ríkissjóður, Seðlabankinn, og aðrar lánastofnanir auk stærri fyrirtækja gefa mánaðar- og ársfjórðungslegar eða árlegar upplýsingar. Auk þess er stuðst við gögn frá ríkisskattstjóra og ársreikningaskrá.

Með erlendum eignum þjóðarbúsins er átt við allar kröfur innlendra aðila á erlenda aðila og aðrar eignir þeirra erlendis. Stór hluti erlendra eigna þjóðarbúsins er í eigu lífeyrissjóða, erlend hlutabréf, skuldabréf og fleira. Þær eignir voru metnar á 2.410 milljarða í lok árs 2021.

Stór hluti erlendra eigna þjóðarbúsins er í eigu lífeyrissjóða, erlend hlutabréf, skuldabréf og fleira. Þær eignir voru metnar á 2.410 milljarða í lok árs 2021. Næststærsti hlutinn er gjaldeyrisforði Seðlabankans sjálfs, sem var 923 milljarðar króna á sama tíma. Aðrar eignir dreifast á fleiri aðila en samanlagt voru allar erlendar eignir innlendra aðila metnar á 5.099 milljarða í lok árs 2021. Meðal erlendra eigna eru ekki eingöngu svokallaðar peningalegar eignir, það er verðbréf, innlán, viðskiptakröfur og því um líkt heldur einnig fyrirtæki, fasteignir og margt fleira.

Með sama hætti er haldið utan um erlendar skuldir innlendra aðila og eignir erlendra aðila hérlendis. Þær námu samtals 3.801 milljarði í lok árs 2021. Eignir voru því umtalsvert meiri en skuldir. Mismunurinn er kallaður erlend staða þjóðarbúsins og var hún jákvæð um 1.299 milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins var mjög neikvæð í aðdraganda bankahrunsins 2008 en hefur alveg snúist við síðan. Það á sér ýmsar skýringar, bæði hefur verið afgangur á viðskiptum landsmanna við erlenda aðila meira eða minna frá bankahruni og síðan þurftu erlendir aðilar að gefa eftir mikið af kröfum sínum á innlenda aðila eftir hrunið.

Mynd:...