Sólin Sólin Rís 04:32 • sest 22:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:31 • Sest 04:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:31 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:32 • sest 22:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:31 • Sest 04:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:31 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eiga hagfræðingar við þegar þeir tala um raungengi krónunnar?

Gylfi Magnússon

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:
Hver er munurinn á raungengi og nafngengi? Hvað er átt við þegar hagfræðingar tala um það að „raungengi“ krónunnar sé sérstaklega hátt (eða lágt)? Hvað merkir þetta hugtak „raungengi“? Væri þá til gengi á krónunni sem ekki væri raunverulegt - sem sagt „fals-gengi“?

Með raungengi gjaldmiðils er oftast átt við kaupmátt hans í því landi, sem gefur hann út, og sérstaklega hvort kaupmátturinn er meiri eða minni en nafngengi gjaldmiðilsins gefur til kynna að væri eðlilegt. Þetta er best skýrt með dæmi. Gefum okkur að gengi evrunnar sé 100 krónur íslenskar en verðlag á Íslandi sé að jafnaði 110 sinnum hærra en í þeim löndum, sem nota evruna. Þá er nafngengi krónunnar 0,01€ (og evrunnar 100 ISK) og raungengi krónunnar „hátt“ (en evrunnar „lágt“). Við segjum að raungengi krónunnar sé hátt vegna þess að verðlag á Íslandi er hærra en nafngengi krónunnar gefur til kynna að væri eðlilegt.

Ef verðlag á Íslandi hækkar meira en í samanburðarlöndum, en nafngengi krónunnar breytist ekki, þá hækkar raungengi krónunnar. Ef nafngengi krónunnar lækkar (nafngengið fellur), en verðlag breytist ekki, þá lækkar raungengi krónunnar. Hátt raungengi kemur útflutningsatvinnuvegum illa en lágt vel.

Einnig þekkist að reikna raungengi út frá launum í stað verðlags. Það er í grundvallaratriðum gert með sama hætti nema að í stað þess að miða við verð á vörum og þjónustu er miðað við tímakaup. Seðlabanki Íslands birtir einu sinni í mánuði mat sitt á raungengi krónunnar, sjá https://sedlabanki.is/gagnatorg/raungengi/.

Yfirlitsmynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.5.2025

Spyrjandi

Orri Ólafur Magnússon, Atli Vilhjálmsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eiga hagfræðingar við þegar þeir tala um raungengi krónunnar?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2025, sótt 9. maí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87777.

Gylfi Magnússon. (2025, 7. maí). Hvað eiga hagfræðingar við þegar þeir tala um raungengi krónunnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87777

Gylfi Magnússon. „Hvað eiga hagfræðingar við þegar þeir tala um raungengi krónunnar?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2025. Vefsíða. 9. maí. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87777>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eiga hagfræðingar við þegar þeir tala um raungengi krónunnar?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:

Hver er munurinn á raungengi og nafngengi? Hvað er átt við þegar hagfræðingar tala um það að „raungengi“ krónunnar sé sérstaklega hátt (eða lágt)? Hvað merkir þetta hugtak „raungengi“? Væri þá til gengi á krónunni sem ekki væri raunverulegt - sem sagt „fals-gengi“?

Með raungengi gjaldmiðils er oftast átt við kaupmátt hans í því landi, sem gefur hann út, og sérstaklega hvort kaupmátturinn er meiri eða minni en nafngengi gjaldmiðilsins gefur til kynna að væri eðlilegt. Þetta er best skýrt með dæmi. Gefum okkur að gengi evrunnar sé 100 krónur íslenskar en verðlag á Íslandi sé að jafnaði 110 sinnum hærra en í þeim löndum, sem nota evruna. Þá er nafngengi krónunnar 0,01€ (og evrunnar 100 ISK) og raungengi krónunnar „hátt“ (en evrunnar „lágt“). Við segjum að raungengi krónunnar sé hátt vegna þess að verðlag á Íslandi er hærra en nafngengi krónunnar gefur til kynna að væri eðlilegt.

Ef verðlag á Íslandi hækkar meira en í samanburðarlöndum, en nafngengi krónunnar breytist ekki, þá hækkar raungengi krónunnar. Ef nafngengi krónunnar lækkar (nafngengið fellur), en verðlag breytist ekki, þá lækkar raungengi krónunnar. Hátt raungengi kemur útflutningsatvinnuvegum illa en lágt vel.

Einnig þekkist að reikna raungengi út frá launum í stað verðlags. Það er í grundvallaratriðum gert með sama hætti nema að í stað þess að miða við verð á vörum og þjónustu er miðað við tímakaup. Seðlabanki Íslands birtir einu sinni í mánuði mat sitt á raungengi krónunnar, sjá https://sedlabanki.is/gagnatorg/raungengi/.

Yfirlitsmynd:...