Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar?

Gylfi Magnússon

Vísindavefurinn hefur fengið nokkar spurningar um gengisskráningu íslensku krónunnar. Hér er eftirfarandi spurningum um það efni svarað:
  • Samkvæmt Seðlabanka Íslands, þá er „[g]engi íslensku krónunnar [...] ákvarðað á gjaldeyrismarkaði sem er opinn á milli kl. 9:15 og 16:00 hvern virkan dag“. Hverjir taka þátt í þessum gjaldeyrismarkaði og þar með ákvarða gengi krónunnar? (Finnur Bragason)
  • Hvað stýrir gengi krónunnar og hvernig er það gert? (G. Haukur Guðmundsson og öflugur karlahópur úr Ljósinu, endurhæfingu)
  • Hvar og hvernig eru ákvarðanir teknar um gengisskráningu íslensku krónunnar? (Jón Ingólfur Magnússon)

Gjaldeyrismarkaður (líka kallaður millibankamarkaður með gjaldeyri) hefur þrjá þátttakendur, eða viðskiptavaka, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Auk þess að geta átt viðskipti á markaðnum hefur Seðlabankinn eftirlit með honum. Á hverjum degi halda viðskiptabankarnir þrír úti bæði kaup- og sölutilboðum í ákveðna fjárhæð evra sem markaðurinn kemur sér saman um. Tilboðin eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin. Viðskipti verða þegar einn banki gengur að tilboði annars og við viðskiptin breytist verð á markaðnum. Kaup- og sölutilboð eru í íslenskum krónum.

Hægt er að eiga viðskipti hvenær sem er á opnunartíma markaðarins og gengi krónunnar gagnvart evru getur því breyst mikið yfir daginn, bæði veikst og styrkst. Klukkan 10:45 á hverjum degi skráir Seðlabankinn gengi krónunnar gagnvart fjölda erlendra gjaldmiðla. Skráningin sýnir gengi krónunnar eins og það er á þeim tímapunkti og er því augnabliksmynd af markaðnum. Gengi krónunnar gagnvart öðrum myntum ræðst svo af annars vegar gengi krónu gagnvart evru og hins vegar gengi þeirra gagnvart evru.

Kaup eða sala viðskiptabankanna á hverjum degi ráðast af ýmsu en fyrst og fremst þó óskum viðskiptavina hvers banka eftir kaupum eða sölu á gjaldeyri. Ef margir seljendur gjaldeyris, til dæmis útflytjendur, aðilar í ferðaþjónustu eða þeir sem hafa tekið erlend lán eða selt útlendingum eignir fyrir gjaldeyri, vilja selja sínum viðskiptabanka gjaldeyri á tilteknum tíma en fáir kaupa þá mun viðskiptabankinn líklega bregðast við því með því að reyna að selja gjaldeyri á millibankamarkaðnum. Ef allir viðskiptabankarnir þrír eru í þeirri stöðu þá hækkar gengi krónunnar.

Gjaldeyrismarkaður (líka kallaður millibankamarkaður með gjaldeyri) hefur þrjá þátttakendur, eða viðskiptavaka, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Auk þess að geta átt viðskipti á markaðnum hefur Seðlabankinn eftirlit með honum. Á hverjum degi halda viðskiptabankarnir þrír úti bæði kaup- og sölutilboðum í ákveðna fjárhæð evra sem markaðurinn kemur sér saman um. Gengi krónunnar gagnvart öðrum myntum ræðst svo af annars vegar gengi krónu gagnvart evru og hins vegar gengi þeirra gagnvart evru.

Ef margir vilja kaupa gjaldeyri í viðskiptabanka, til dæmis vegna innflutnings eða ferðalaga erlendis eða til að borga af erlendum lánum eða kaupa erlend hlutabréf þá snýst þetta við og krónan getur veikst. Þannig ræðst gengið á millibankamarkaðnum í grundvallaratriðum af framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri í skiptum fyrir krónur í öllu hagkerfinu. Mikill vöxtur útflutningstekna leiðir því alla jafna til styrkingar krónunnar en samdráttur útflutnings eða aukning innflutnings til veikingar. Flæði fjármagns til og frá landinu vegna til dæmis verðbréfaviðskipta hefur sambærileg áhrif.

Seðlabankinn getur haft nokkur áhrif á gengi krónunnar með því að kaupa eða selja krónur fyrir evrur af viðskiptavökum. Ef Seðlabankinn kaupir krónur og selur gjaldeyri ætti gengi krónunnar alla jafna að styrkjast. Selji Seðlabankinn krónur og kaupir gjaldeyri snýst þetta við og krónan veikist. Áhrif viðskipta Seðlabankans eru misjöfn og mjög háð aðstæðum hverju sinni. Þá getur Seðlabankinn haft nokkur áhrif á gengi með öðrum ákvörðunum sínum, einkum um vexti.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.4.2017

Spyrjandi

Finnur Bragason, G. Haukur Guðmundsson, Jón Ingólfur Magnússon

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2017. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73759.

Gylfi Magnússon. (2017, 3. apríl). Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73759

Gylfi Magnússon. „Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2017. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73759>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkar spurningar um gengisskráningu íslensku krónunnar. Hér er eftirfarandi spurningum um það efni svarað:

  • Samkvæmt Seðlabanka Íslands, þá er „[g]engi íslensku krónunnar [...] ákvarðað á gjaldeyrismarkaði sem er opinn á milli kl. 9:15 og 16:00 hvern virkan dag“. Hverjir taka þátt í þessum gjaldeyrismarkaði og þar með ákvarða gengi krónunnar? (Finnur Bragason)
  • Hvað stýrir gengi krónunnar og hvernig er það gert? (G. Haukur Guðmundsson og öflugur karlahópur úr Ljósinu, endurhæfingu)
  • Hvar og hvernig eru ákvarðanir teknar um gengisskráningu íslensku krónunnar? (Jón Ingólfur Magnússon)

Gjaldeyrismarkaður (líka kallaður millibankamarkaður með gjaldeyri) hefur þrjá þátttakendur, eða viðskiptavaka, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Auk þess að geta átt viðskipti á markaðnum hefur Seðlabankinn eftirlit með honum. Á hverjum degi halda viðskiptabankarnir þrír úti bæði kaup- og sölutilboðum í ákveðna fjárhæð evra sem markaðurinn kemur sér saman um. Tilboðin eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin. Viðskipti verða þegar einn banki gengur að tilboði annars og við viðskiptin breytist verð á markaðnum. Kaup- og sölutilboð eru í íslenskum krónum.

Hægt er að eiga viðskipti hvenær sem er á opnunartíma markaðarins og gengi krónunnar gagnvart evru getur því breyst mikið yfir daginn, bæði veikst og styrkst. Klukkan 10:45 á hverjum degi skráir Seðlabankinn gengi krónunnar gagnvart fjölda erlendra gjaldmiðla. Skráningin sýnir gengi krónunnar eins og það er á þeim tímapunkti og er því augnabliksmynd af markaðnum. Gengi krónunnar gagnvart öðrum myntum ræðst svo af annars vegar gengi krónu gagnvart evru og hins vegar gengi þeirra gagnvart evru.

Kaup eða sala viðskiptabankanna á hverjum degi ráðast af ýmsu en fyrst og fremst þó óskum viðskiptavina hvers banka eftir kaupum eða sölu á gjaldeyri. Ef margir seljendur gjaldeyris, til dæmis útflytjendur, aðilar í ferðaþjónustu eða þeir sem hafa tekið erlend lán eða selt útlendingum eignir fyrir gjaldeyri, vilja selja sínum viðskiptabanka gjaldeyri á tilteknum tíma en fáir kaupa þá mun viðskiptabankinn líklega bregðast við því með því að reyna að selja gjaldeyri á millibankamarkaðnum. Ef allir viðskiptabankarnir þrír eru í þeirri stöðu þá hækkar gengi krónunnar.

Gjaldeyrismarkaður (líka kallaður millibankamarkaður með gjaldeyri) hefur þrjá þátttakendur, eða viðskiptavaka, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Auk þess að geta átt viðskipti á markaðnum hefur Seðlabankinn eftirlit með honum. Á hverjum degi halda viðskiptabankarnir þrír úti bæði kaup- og sölutilboðum í ákveðna fjárhæð evra sem markaðurinn kemur sér saman um. Gengi krónunnar gagnvart öðrum myntum ræðst svo af annars vegar gengi krónu gagnvart evru og hins vegar gengi þeirra gagnvart evru.

Ef margir vilja kaupa gjaldeyri í viðskiptabanka, til dæmis vegna innflutnings eða ferðalaga erlendis eða til að borga af erlendum lánum eða kaupa erlend hlutabréf þá snýst þetta við og krónan getur veikst. Þannig ræðst gengið á millibankamarkaðnum í grundvallaratriðum af framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri í skiptum fyrir krónur í öllu hagkerfinu. Mikill vöxtur útflutningstekna leiðir því alla jafna til styrkingar krónunnar en samdráttur útflutnings eða aukning innflutnings til veikingar. Flæði fjármagns til og frá landinu vegna til dæmis verðbréfaviðskipta hefur sambærileg áhrif.

Seðlabankinn getur haft nokkur áhrif á gengi krónunnar með því að kaupa eða selja krónur fyrir evrur af viðskiptavökum. Ef Seðlabankinn kaupir krónur og selur gjaldeyri ætti gengi krónunnar alla jafna að styrkjast. Selji Seðlabankinn krónur og kaupir gjaldeyri snýst þetta við og krónan veikist. Áhrif viðskipta Seðlabankans eru misjöfn og mjög háð aðstæðum hverju sinni. Þá getur Seðlabankinn haft nokkur áhrif á gengi með öðrum ákvörðunum sínum, einkum um vexti.

Mynd:

...