Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?

Gylfi Magnússon

Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stór markaðurinn er og hve margir keppa á honum, hvort afföll eru mikil og hvort liggja þarf með miklar birgðir.

Gjaldmiðlar hafa þá sérstöðu meðal annars að þeir eru stöðluð vara eða það sem hagfræðingar kalla einsleit vara. Með því er átt við að allar einingar hennar eru eins. Þannig er til dæmis einn Bandaríkjadollar alveg jafngóð vara hvort sem hann er keyptur af banka A eða banka B. Þetta gerir samkeppni harðari en ef seldar eru vörur sem eru líkar en þó ekki alveg eins. Það dregur úr mun á kaup- og söluverði. Flutningskostnaður er líka mjög lágur í hlutfalli við verðmæti vörunnar. Hann er nánast enginn ef fjárhæðir eru færðar á milli aðila með rafrænum hætti, talsvert meiri ef flytja þarf peningaseðla en þó ekki mikill.


Mjög mikill munur er á kaup- og söluverði íslensku krónunnar í bönkum erlendis ef þeir eru þá á annað borð reiðubúnir að eiga viðskipti með krónuna. - Myndin er af Englandsbanka frá því um 1890.

Vegna þessara eiginleika peninga er munur á kaup- og sölugengi yfirleitt mjög lítill. Það er þó nokkuð misjafnt eftir því hvaða gjaldmiðla er verið að kaupa og selja og í hve háum upphæðum. Ferðamenn sem skipta litlum verðmætum í einu, peningaseðlum eða ferðatékkum í einni mynt yfir í aðra, þurfa að sætta sig við meiri mun á kaup- og sölugengi en fjármálastofnanir sem skipta miklum verðmætum í einu og flytja upphæðir rafrænt á milli reikninga. Í viðskiptum sínum við almenning miða íslenskir bankar til dæmis oft við mun á kaup- og sölugengi upp á 3-5% ef keyptir eða seldir eru seðlar, enn hærra fyrir sjaldgæfar myntir, en jafnvel innan við 1% ef hægt er að færa fjárhæðir rafrænt. Í viðskiptum á milli banka á Íslandi er munurinn enn minni.

Á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum þar sem fjármálastofnanir kaupa og selja gjaldeyri er munur kaup- og sölugengis á algengustu gjaldmiðlunum oft kringum 0,05%. Þetta á til dæmis við um skipti á Bandaríkjadollurum fyrir evrur eða skipti á öðrum hvorum þessara gjaldmiðla fyrir japönsk jen.

Í viðskiptum með sjaldgæfari gjaldmiðla er munurinn meiri enda samkeppni og velta minni. Til dæmis er mjög mikill munur á kaup- og söluverði íslensku krónunnar í bönkum erlendis ef þeir eru þá á annað borð reiðubúnir að eiga viðskipti með krónuna, en það eru fáir. Viðskipti með íslensku krónuna eru einfaldlega allt of lítil frá sjónarhóli flestra erlendra banka til að það taki því að standa í þeim.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.2.2000

Spyrjandi

Lena Níelsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2000. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=123.

Gylfi Magnússon. (2000, 18. febrúar). Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=123

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2000. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=123>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?
Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stór markaðurinn er og hve margir keppa á honum, hvort afföll eru mikil og hvort liggja þarf með miklar birgðir.

Gjaldmiðlar hafa þá sérstöðu meðal annars að þeir eru stöðluð vara eða það sem hagfræðingar kalla einsleit vara. Með því er átt við að allar einingar hennar eru eins. Þannig er til dæmis einn Bandaríkjadollar alveg jafngóð vara hvort sem hann er keyptur af banka A eða banka B. Þetta gerir samkeppni harðari en ef seldar eru vörur sem eru líkar en þó ekki alveg eins. Það dregur úr mun á kaup- og söluverði. Flutningskostnaður er líka mjög lágur í hlutfalli við verðmæti vörunnar. Hann er nánast enginn ef fjárhæðir eru færðar á milli aðila með rafrænum hætti, talsvert meiri ef flytja þarf peningaseðla en þó ekki mikill.


Mjög mikill munur er á kaup- og söluverði íslensku krónunnar í bönkum erlendis ef þeir eru þá á annað borð reiðubúnir að eiga viðskipti með krónuna. - Myndin er af Englandsbanka frá því um 1890.

Vegna þessara eiginleika peninga er munur á kaup- og sölugengi yfirleitt mjög lítill. Það er þó nokkuð misjafnt eftir því hvaða gjaldmiðla er verið að kaupa og selja og í hve háum upphæðum. Ferðamenn sem skipta litlum verðmætum í einu, peningaseðlum eða ferðatékkum í einni mynt yfir í aðra, þurfa að sætta sig við meiri mun á kaup- og sölugengi en fjármálastofnanir sem skipta miklum verðmætum í einu og flytja upphæðir rafrænt á milli reikninga. Í viðskiptum sínum við almenning miða íslenskir bankar til dæmis oft við mun á kaup- og sölugengi upp á 3-5% ef keyptir eða seldir eru seðlar, enn hærra fyrir sjaldgæfar myntir, en jafnvel innan við 1% ef hægt er að færa fjárhæðir rafrænt. Í viðskiptum á milli banka á Íslandi er munurinn enn minni.

Á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum þar sem fjármálastofnanir kaupa og selja gjaldeyri er munur kaup- og sölugengis á algengustu gjaldmiðlunum oft kringum 0,05%. Þetta á til dæmis við um skipti á Bandaríkjadollurum fyrir evrur eða skipti á öðrum hvorum þessara gjaldmiðla fyrir japönsk jen.

Í viðskiptum með sjaldgæfari gjaldmiðla er munurinn meiri enda samkeppni og velta minni. Til dæmis er mjög mikill munur á kaup- og söluverði íslensku krónunnar í bönkum erlendis ef þeir eru þá á annað borð reiðubúnir að eiga viðskipti með krónuna, en það eru fáir. Viðskipti með íslensku krónuna eru einfaldlega allt of lítil frá sjónarhóli flestra erlendra banka til að það taki því að standa í þeim.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:...