Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hver er algengasti gjaldmiðill heims?

Gylfi Magnússon

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvað átt er við með „algengasti“. Sá gjaldmiðill sem mest er notaður í viðskiptum landa á milli er Bandaríkjadalur. Sá sem mest er til af bankainnstæðum og skuldabréfum í er evran og sá sem flestir einstaklingar nota í daglegum viðskiptum sínum er gjaldmiðill Kína, renminbi.


Bandaríkjadalur.

Það er þó óhætt að fullyrða að sá gjaldmiðill sem mestu skiptir í viðskiptum í heiminum sé Bandaríkjadalurinn. Hann hefur haft þá stöðu allt frá síðari heimsstyrjöldinni og jafnvel lengur. Tilurð evrunnar þýðir þó að dalurinn hefur ekki sömu yfirburðastöðu á meðal gjaldmiðla heims og áður. Á meðan breska heimsveldið var og hét skipti sterlingspundið miklu máli. Það er enn mikilvæg mynt og það sama má segja um japanska jenið, þótt hvorug þessara mynta komist með tærnar þar sem dalurinn og evran eru með hælana. Ólíkt öðrum fyrrnefndum gjaldmiðlum er hið kínverska renminbi lítið notað utan útgáfulandsins en þó aðeins í nokkrum nágrannalanda þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.6.2007

Spyrjandi

Þórhallur Sigurjónsson, f. 1995

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er algengasti gjaldmiðill heims? “ Vísindavefurinn, 26. júní 2007. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6700.

Gylfi Magnússon. (2007, 26. júní). Hver er algengasti gjaldmiðill heims? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6700

Gylfi Magnússon. „Hver er algengasti gjaldmiðill heims? “ Vísindavefurinn. 26. jún. 2007. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6700>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er algengasti gjaldmiðill heims?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvað átt er við með „algengasti“. Sá gjaldmiðill sem mest er notaður í viðskiptum landa á milli er Bandaríkjadalur. Sá sem mest er til af bankainnstæðum og skuldabréfum í er evran og sá sem flestir einstaklingar nota í daglegum viðskiptum sínum er gjaldmiðill Kína, renminbi.


Bandaríkjadalur.

Það er þó óhætt að fullyrða að sá gjaldmiðill sem mestu skiptir í viðskiptum í heiminum sé Bandaríkjadalurinn. Hann hefur haft þá stöðu allt frá síðari heimsstyrjöldinni og jafnvel lengur. Tilurð evrunnar þýðir þó að dalurinn hefur ekki sömu yfirburðastöðu á meðal gjaldmiðla heims og áður. Á meðan breska heimsveldið var og hét skipti sterlingspundið miklu máli. Það er enn mikilvæg mynt og það sama má segja um japanska jenið, þótt hvorug þessara mynta komist með tærnar þar sem dalurinn og evran eru með hælana. Ólíkt öðrum fyrrnefndum gjaldmiðlum er hið kínverska renminbi lítið notað utan útgáfulandsins en þó aðeins í nokkrum nágrannalanda þess.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:Mynd:

...