Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn?

Gylfi Magnússon

Gjaldmiðill Kína heitir renminbi. Það þýðir gjaldmiðill alþýðunnar og er hann gefinn út af Alþýðubankanum þar í landi. Renminbi er skammstafað RMB. Algengasta eining renminbi er eitt yuan en það þýðir kringlóttur hlutur eða kringlótt mynt. Tákn yuansins á alþjóðamörkuðum er CNY. Einnig eru til jiao og fen. Eitt yuan er 10 jiao eða 100 fen. Fen er þó lítið notað núorðið. Renminbi gjaldmiðillinn var fyrst tekinn í notkun árið 1949, skömmu áður en kommúnistar náðu yfirráðum á meginlandi Kína.



100 yuan.

Tungutak okkur um gjaldmiðil og mynt er ekki hliðstætt kínverskunni þar sem krónan er bæði heiti gjaldmiðilsins okkar og eining innan kerfisins, ólíkt renminbi.

Frá árinu 1994 hefur Alþýðubankinn haldið gengi renminbi föstu gagnvart Bandaríkjadal þannig að einn dalur jafngildir 8,28 yuan. Bandaríkjastjórn hefur undanfarið þrýst á Kínverja að hækka gengi renminbi. Þegar þetta er ritað, í maí 2005, samsvarar eitt yuan tæpum átta íslenskum krónum.

Í Hong Kong og Macau, sem njóta nokkurrar sjálfstjórnar innan Kína og voru áður nýlendur annars vegar Breta og hins vegar Portúgala, eru sérstakir gjaldmiðlar í notkun. Í Hong Kong er gjaldmiðillinn kallaður dalur (HKD) en í Macau pataca (MOP). Þá eru í Tævan notaðir (nýir) Tævan dalir (New Taiwan Dollar, TWD).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.5.2005

Spyrjandi

Trausti Þórmundsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2005, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5023.

Gylfi Magnússon. (2005, 27. maí). Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5023

Gylfi Magnússon. „Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2005. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5023>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn?
Gjaldmiðill Kína heitir renminbi. Það þýðir gjaldmiðill alþýðunnar og er hann gefinn út af Alþýðubankanum þar í landi. Renminbi er skammstafað RMB. Algengasta eining renminbi er eitt yuan en það þýðir kringlóttur hlutur eða kringlótt mynt. Tákn yuansins á alþjóðamörkuðum er CNY. Einnig eru til jiao og fen. Eitt yuan er 10 jiao eða 100 fen. Fen er þó lítið notað núorðið. Renminbi gjaldmiðillinn var fyrst tekinn í notkun árið 1949, skömmu áður en kommúnistar náðu yfirráðum á meginlandi Kína.



100 yuan.

Tungutak okkur um gjaldmiðil og mynt er ekki hliðstætt kínverskunni þar sem krónan er bæði heiti gjaldmiðilsins okkar og eining innan kerfisins, ólíkt renminbi.

Frá árinu 1994 hefur Alþýðubankinn haldið gengi renminbi föstu gagnvart Bandaríkjadal þannig að einn dalur jafngildir 8,28 yuan. Bandaríkjastjórn hefur undanfarið þrýst á Kínverja að hækka gengi renminbi. Þegar þetta er ritað, í maí 2005, samsvarar eitt yuan tæpum átta íslenskum krónum.

Í Hong Kong og Macau, sem njóta nokkurrar sjálfstjórnar innan Kína og voru áður nýlendur annars vegar Breta og hins vegar Portúgala, eru sérstakir gjaldmiðlar í notkun. Í Hong Kong er gjaldmiðillinn kallaður dalur (HKD) en í Macau pataca (MOP). Þá eru í Tævan notaðir (nýir) Tævan dalir (New Taiwan Dollar, TWD).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: ...