Sólin Sólin Rís 03:37 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:00 • Síðdegis: 20:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:01 • Síðdegis: 14:02 í Reykjavík

Hvað eru til margir gjaldmiðlar?

Gylfi Magnússon

Það er erfitt að gefa nákvæmt svar við þessari spurningu því að í mörgum tilfellum er álitamál hvað getur talist gjaldmiðill. Ef einungis eru taldir með þeir gjaldmiðlar sem gefnir eru út af ríkisstjórnum eða stjórnendum sjálfsstjórnarhéraða sem hafa einhvers konar viðurkenningu á alþjóðavettvangi þá eru gjaldmiðlarnir um 180 og skiptast á um 250 landssvæði.

Til samanburðar má geta þess að ríki sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum eru nú 191. Oft nota mörg ríki sama gjaldmiðilinn og er evran líklega sá þekktasti en einnig nota mörg lönd Bandaríkjadal og ýmsar fyrrum nýlendur Frakka í Afríku nota sama gjaldmiðil, afrískan franka.


Hluti af gömlum þriggja dala seðli frá Texas.

Við þessa tölu mætti bæta nokkrum gjaldmiðlum sem gefnir eru út af aðilum sem ekki njóta neinnar viðurkenningar á alþjóðavettvangi, í löndum þar sem borgarastríð geisa og gjaldmiðlum sem gefnir voru út af ríkisstjórnum sem hafa verið hraktar frá völdum og gjaldmiðillinn verið felldur úr gildi í kjölfarið. Þá eru til ýmiss konar gjaldmiðlar sem ekki eru peningar, til dæmis vörur sem notaðar eru í vöruskiptum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.5.2003

Spyrjandi

Búi Bjartmar Aðalsteinsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru til margir gjaldmiðlar?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2003. Sótt 26. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3431.

Gylfi Magnússon. (2003, 20. maí). Hvað eru til margir gjaldmiðlar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3431

Gylfi Magnússon. „Hvað eru til margir gjaldmiðlar?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2003. Vefsíða. 26. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3431>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margir gjaldmiðlar?
Það er erfitt að gefa nákvæmt svar við þessari spurningu því að í mörgum tilfellum er álitamál hvað getur talist gjaldmiðill. Ef einungis eru taldir með þeir gjaldmiðlar sem gefnir eru út af ríkisstjórnum eða stjórnendum sjálfsstjórnarhéraða sem hafa einhvers konar viðurkenningu á alþjóðavettvangi þá eru gjaldmiðlarnir um 180 og skiptast á um 250 landssvæði.

Til samanburðar má geta þess að ríki sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum eru nú 191. Oft nota mörg ríki sama gjaldmiðilinn og er evran líklega sá þekktasti en einnig nota mörg lönd Bandaríkjadal og ýmsar fyrrum nýlendur Frakka í Afríku nota sama gjaldmiðil, afrískan franka.


Hluti af gömlum þriggja dala seðli frá Texas.

Við þessa tölu mætti bæta nokkrum gjaldmiðlum sem gefnir eru út af aðilum sem ekki njóta neinnar viðurkenningar á alþjóðavettvangi, í löndum þar sem borgarastríð geisa og gjaldmiðlum sem gefnir voru út af ríkisstjórnum sem hafa verið hraktar frá völdum og gjaldmiðillinn verið felldur úr gildi í kjölfarið. Þá eru til ýmiss konar gjaldmiðlar sem ekki eru peningar, til dæmis vörur sem notaðar eru í vöruskiptum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...