Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti og samráð á millibankamarkaði með gjaldeyri?

Stefán Jóhann Stefánsson

Spurningin var upphaflega:
Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á þessum markaði? Hvernig er t.d. tryggt að viðskiptavakar hafi ekki samráð og hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti.

Hér er seinni hluta spurningarinnar svarað. Hægt er að lesa svar við fyrri hluta spurningarinnar hér.

Markmið með sérstökum millibankarkaði með gjaldeyri er að búa til sem bestar aðstæður til að leiða saman kaupendur og seljendur að gjaldeyri á sem skilvirkastan og gagnsæjastan hátt. Mikilvægt er að á markaðinum séu aðilar sem geta gefið tvíhliða verð í háar fjárhæðir því að öðrum kosti yrðu sveiflur í genginu meiri en nú er. Geta viðskiptavakanna til að stunda umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti felst í því að þeir búa yfir stórum viðskiptavinahópum sem skilar sér í gjaldeyrisflæði til og frá bankanum. Þegar gjaldeyrisójafnvægi myndast innan hvers viðskiptavaka þá hafa þeir möguleika á að leita út á millibankamarkaðinn, til að kaupa eða selja gjaldeyri.

Þegar gjaldeyrisójafnvægi myndast innan hvers viðskiptavaka þá hafa þeir möguleika á að leita út á millibankamarkaðinn, til að kaupa eða selja gjaldeyri.

Millibankamarkaðurinn er vettvangur fyrir aðila sem á annað borð eru með leyfi til gjaldeyrisviðskipta og eru sammála um að eiga viðskipti samkvæmt fyrirfram gefnum skilyrðum. Ef ekki væri fyrir skipulegan millibankamarkað þá yrði erfiðara fyrir þessa aðila að eiga viðskipti og verðlagning á gjaldeyri væri ógegnsærri en nú er.

Lagaleg skilgreining á innherja í gjaldeyrisviðskiptum er ekki til staðar, líkt og er raunin um verðbréfaviðskipti. Hins vegar ber hverjum viðskiptavaka að gæta þess að hagsmunaárekstrar skapist ekki hjá þeim starfsmönnum sínum sem sinna gjaldeyrisviðskiptum á millibankamarkaði fyrir þeirra hönd og skal hver viðskiptavaki setja sér starfs- og siðareglur fyrir millibankamarkað með gjaldeyri, samanber nánar 1. mgr. 12. gr. reglna nr. 1098/2008.

Þá er bankaráðsmönnum, seðlabankastjóra, aðstoðarseðlabankastjóra, nefndarmönnum í peningastefnunefnd og öðrum starfsmönnum Seðlabankans óheimilt, samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, að nýta sér trúnaðarupplýsingar, sem þeir komast yfir vegna starfs síns í bankanum, í þeim tilgangi að hagnast eða forðast fjárhagslegt tjón í viðskiptum. Undir það gætu fallið stöðutökur á gjaldeyrismarkaði. Í lokin má benda á að Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi viðskiptabanka og sparisjóða, samanber lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998.

Myndir:

Höfundur

Stefán Jóhann Stefánsson

ritstjóri í Seðlabanka Íslands

Útgáfudagur

15.11.2017

Spyrjandi

Finnur Bragason

Tilvísun

Stefán Jóhann Stefánsson. „Hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti og samráð á millibankamarkaði með gjaldeyri?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2017, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74611.

Stefán Jóhann Stefánsson. (2017, 15. nóvember). Hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti og samráð á millibankamarkaði með gjaldeyri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74611

Stefán Jóhann Stefánsson. „Hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti og samráð á millibankamarkaði með gjaldeyri?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2017. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74611>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti og samráð á millibankamarkaði með gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega:

Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á þessum markaði? Hvernig er t.d. tryggt að viðskiptavakar hafi ekki samráð og hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti.

Hér er seinni hluta spurningarinnar svarað. Hægt er að lesa svar við fyrri hluta spurningarinnar hér.

Markmið með sérstökum millibankarkaði með gjaldeyri er að búa til sem bestar aðstæður til að leiða saman kaupendur og seljendur að gjaldeyri á sem skilvirkastan og gagnsæjastan hátt. Mikilvægt er að á markaðinum séu aðilar sem geta gefið tvíhliða verð í háar fjárhæðir því að öðrum kosti yrðu sveiflur í genginu meiri en nú er. Geta viðskiptavakanna til að stunda umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti felst í því að þeir búa yfir stórum viðskiptavinahópum sem skilar sér í gjaldeyrisflæði til og frá bankanum. Þegar gjaldeyrisójafnvægi myndast innan hvers viðskiptavaka þá hafa þeir möguleika á að leita út á millibankamarkaðinn, til að kaupa eða selja gjaldeyri.

Þegar gjaldeyrisójafnvægi myndast innan hvers viðskiptavaka þá hafa þeir möguleika á að leita út á millibankamarkaðinn, til að kaupa eða selja gjaldeyri.

Millibankamarkaðurinn er vettvangur fyrir aðila sem á annað borð eru með leyfi til gjaldeyrisviðskipta og eru sammála um að eiga viðskipti samkvæmt fyrirfram gefnum skilyrðum. Ef ekki væri fyrir skipulegan millibankamarkað þá yrði erfiðara fyrir þessa aðila að eiga viðskipti og verðlagning á gjaldeyri væri ógegnsærri en nú er.

Lagaleg skilgreining á innherja í gjaldeyrisviðskiptum er ekki til staðar, líkt og er raunin um verðbréfaviðskipti. Hins vegar ber hverjum viðskiptavaka að gæta þess að hagsmunaárekstrar skapist ekki hjá þeim starfsmönnum sínum sem sinna gjaldeyrisviðskiptum á millibankamarkaði fyrir þeirra hönd og skal hver viðskiptavaki setja sér starfs- og siðareglur fyrir millibankamarkað með gjaldeyri, samanber nánar 1. mgr. 12. gr. reglna nr. 1098/2008.

Þá er bankaráðsmönnum, seðlabankastjóra, aðstoðarseðlabankastjóra, nefndarmönnum í peningastefnunefnd og öðrum starfsmönnum Seðlabankans óheimilt, samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, að nýta sér trúnaðarupplýsingar, sem þeir komast yfir vegna starfs síns í bankanum, í þeim tilgangi að hagnast eða forðast fjárhagslegt tjón í viðskiptum. Undir það gætu fallið stöðutökur á gjaldeyrismarkaði. Í lokin má benda á að Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi viðskiptabanka og sparisjóða, samanber lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998.

Myndir:

...