Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvers vegna ýtir flæði erlends fjármagns inn til landsins undir styrkingu krónunnar?

Gylfi Magnússon

Erlent fjármagn getur flætt til landsins með ýmsum hætti. Til dæmis þannig að Íslendingar taka lán í erlendum myntum í útlöndum eða útlendingar fjárfesta á Íslandi. Ef féð er notað á Íslandi til að kaupa til dæmis innlendar eignir eða vinnu þarf að greiða fyrir kaupin með krónum.

Erlent fjármagn getur flætt til landsins með ýmsum hætti.

Selja þarf því erlenda mynt og kaupa íslenska. Það veldur því að framboð af erlenda gjaldmiðlinum eykst og spurn eftir krónum eykst. Það hefur þau áhrif á gjaldeyrismarkaði að öðru jöfnu að gengi krónunnar styrkist, það er verð hennar gagnvart erlendum myntum hækkar. Það ýtir undir flæði erlends fjármagns til Íslands ef vextir í krónum eru hærri en í öðrum myntum.

Flæðið verður að öðru jöfnu þeim mun meira, því meiri sem þessi vaxtamunur er. Því styrkist gengi krónunnar ef innlendir vextir eru hækkaðir fyrir atbeina Seðlabankans en veikist ef bankinn lækkar vexti. Sömuleiðis veikist krónan ef vextir hækka erlendis en ekki á Íslandi.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.12.2004

Spyrjandi

Marinó Kristinsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna ýtir flæði erlends fjármagns inn til landsins undir styrkingu krónunnar?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2004. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4663.

Gylfi Magnússon. (2004, 15. desember). Hvers vegna ýtir flæði erlends fjármagns inn til landsins undir styrkingu krónunnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4663

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna ýtir flæði erlends fjármagns inn til landsins undir styrkingu krónunnar?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2004. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4663>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna ýtir flæði erlends fjármagns inn til landsins undir styrkingu krónunnar?
Erlent fjármagn getur flætt til landsins með ýmsum hætti. Til dæmis þannig að Íslendingar taka lán í erlendum myntum í útlöndum eða útlendingar fjárfesta á Íslandi. Ef féð er notað á Íslandi til að kaupa til dæmis innlendar eignir eða vinnu þarf að greiða fyrir kaupin með krónum.

Erlent fjármagn getur flætt til landsins með ýmsum hætti.

Selja þarf því erlenda mynt og kaupa íslenska. Það veldur því að framboð af erlenda gjaldmiðlinum eykst og spurn eftir krónum eykst. Það hefur þau áhrif á gjaldeyrismarkaði að öðru jöfnu að gengi krónunnar styrkist, það er verð hennar gagnvart erlendum myntum hækkar. Það ýtir undir flæði erlends fjármagns til Íslands ef vextir í krónum eru hærri en í öðrum myntum.

Flæðið verður að öðru jöfnu þeim mun meira, því meiri sem þessi vaxtamunur er. Því styrkist gengi krónunnar ef innlendir vextir eru hækkaðir fyrir atbeina Seðlabankans en veikist ef bankinn lækkar vexti. Sömuleiðis veikist krónan ef vextir hækka erlendis en ekki á Íslandi.

Mynd:...