Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali?

Gylfi Magnússon

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? Okkur hefur verið sagt hér áður fyrr að það væri hagkvæmara fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki svo sem sjávarútveginn að hafa tiltölulega veika krónu, þannig fengju fyrirtækin fleiri krónur til að greiða kostaðinn innan lands . Gæti það verið að krónan sé í rauninni einungis „aðgöngumiði“ að landinu fyrir túrista sem verða að borga dýrum dómum fyrir krónurnar og það að mega skoða jökla og fossa?

Seðlabanki Íslands á af og til viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri. Kaupir bankinn þá ýmist eða selur íslenskar krónur fyrir evrur af öðrum markaðsaðilum. Almennt ættu kaup bankans á evrum að veikja gengi krónunnar og sala á evrum að styrkja hana. Markmiðið með þessum viðskiptum er þó almennt hvorki styrking né veiking krónunnar heldur að koma í veg fyrir óhóflegar sveiflur í gengi hennar.

Markmiðið með sölu eða kaupum Seðlabankans á krónum fyrir evrur er almennt hvorki styrking né veiking krónunnar heldur að koma í veg fyrir óhóflegar sveiflur í gengi hennar.

Fram til ársins 2001 hafði Seðlabankinn það að markmiði að halda gengi krónunnar innan tiltekinna marka gagnvart myntum helstu viðskiptalanda. Það ár var skipt úr slíku gengismarkmiði yfir í svokallað verðbólgumarkmið. Með því er átt við að bankinn beitir vöxtum og stundum öðrum stýritækjum til að halda verðbólgu í skefjum. Nánar tiltekið er markmiðið að hún verði sem næst 2,5% á ári. Þótt gengi krónunnar hafi talsverð áhrif á verðbólgu, til dæmis þannig að gengislækkun hækkar verðlag á Íslandi í krónum, þá reynir Seðlabankinn ekki að stýra genginu. Vaxtaákvarðanir bankans geta þó haft áhrif á gengið, til dæmis styrkist það að öðru jöfnu ef stýrivextir eru hækkaðir.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.1.2024

Spyrjandi

Orri Ólafur Magnússon

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? “ Vísindavefurinn, 24. janúar 2024. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86064.

Gylfi Magnússon. (2024, 24. janúar). Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86064

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? “ Vísindavefurinn. 24. jan. 2024. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86064>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? Okkur hefur verið sagt hér áður fyrr að það væri hagkvæmara fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki svo sem sjávarútveginn að hafa tiltölulega veika krónu, þannig fengju fyrirtækin fleiri krónur til að greiða kostaðinn innan lands . Gæti það verið að krónan sé í rauninni einungis „aðgöngumiði“ að landinu fyrir túrista sem verða að borga dýrum dómum fyrir krónurnar og það að mega skoða jökla og fossa?

Seðlabanki Íslands á af og til viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri. Kaupir bankinn þá ýmist eða selur íslenskar krónur fyrir evrur af öðrum markaðsaðilum. Almennt ættu kaup bankans á evrum að veikja gengi krónunnar og sala á evrum að styrkja hana. Markmiðið með þessum viðskiptum er þó almennt hvorki styrking né veiking krónunnar heldur að koma í veg fyrir óhóflegar sveiflur í gengi hennar.

Markmiðið með sölu eða kaupum Seðlabankans á krónum fyrir evrur er almennt hvorki styrking né veiking krónunnar heldur að koma í veg fyrir óhóflegar sveiflur í gengi hennar.

Fram til ársins 2001 hafði Seðlabankinn það að markmiði að halda gengi krónunnar innan tiltekinna marka gagnvart myntum helstu viðskiptalanda. Það ár var skipt úr slíku gengismarkmiði yfir í svokallað verðbólgumarkmið. Með því er átt við að bankinn beitir vöxtum og stundum öðrum stýritækjum til að halda verðbólgu í skefjum. Nánar tiltekið er markmiðið að hún verði sem næst 2,5% á ári. Þótt gengi krónunnar hafi talsverð áhrif á verðbólgu, til dæmis þannig að gengislækkun hækkar verðlag á Íslandi í krónum, þá reynir Seðlabankinn ekki að stýra genginu. Vaxtaákvarðanir bankans geta þó haft áhrif á gengið, til dæmis styrkist það að öðru jöfnu ef stýrivextir eru hækkaðir.

Mynd:...