Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Plútó langt frá jörðu?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um það bil 4290 milljón kílómetrar og mesta fjarlægð 7530 milljón kílómetrar. Þessar tölur geta þó breyst lítillega frá einni umferð Plútós til annarrar.

Eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar um fjarlægð milli jarðar og sólar eru fjarlægðir innan sólkerfisins oft gefnar upp í stjarnfræðieiningum (enska: astronomical units, skammstafað AU), en ein stjarnfræðieining jafngildir meðalfjarlægð jarðar frá sólu, 149,6 milljón kílómetrum. Minnsta fjarlægð milli jarðar og Plútós er þannig 28,7 AU og mesta fjarlægð 50,3 AU en meðalfjarlægð um 39,8 AU.

Þetta eru augljóslega miklar fjarlægðir og til dæmis má nefna að geimfar sem Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) hyggst senda til Plútó árið 2004 (Pluto Kuiper Express) verður átta ár að komast á leiðarenda.

Nánar er fjallað um Plútó í þessu svari Þorsteins Þorsteinssonar.

Á þessari síðu er að finna tölulegar upplýsingar um sólina og reikistjörnur sólkerfisins, helstu tungl og halastjörnur.

Útgáfudagur

14.6.2000

Spyrjandi

Þórður Björnsson

Höfundur

læknanemi við HÍ

Tilvísun

TÞ. „Hvað er Plútó langt frá jörðu? “ Vísindavefurinn, 14. júní 2000. Sótt 15. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=510.

TÞ. (2000, 14. júní). Hvað er Plútó langt frá jörðu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=510

TÞ. „Hvað er Plútó langt frá jörðu? “ Vísindavefurinn. 14. jún. 2000. Vefsíða. 15. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=510>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gunnþórunn Guðmundsdóttir

1968

Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga.