Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?

Jón Már Halldórsson

Í upphafi þessa árs (2009) hóf fiskveiðiskipið Huginn VE tilraunaveiðar á smáfisk sem nefnist norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Aflabrögð urðu vonum framar og landaði skipið rúmlega 628 tonnum. En hvaða fiskur er gulldepla?

Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra dýpi á nóttunni en á daginn syndir hann niður á rúmlega 500 metra dýpi. Helsta fæða norrænu gulldeplunnar eru ýmsar tegundir krabbaflóa og ljósáta en helstu afræningjar hennar eru þorskur, ufsi, síld og fleiri tegundir.


Norræn gulldepla sem starfsmaður Náttúrustofu Norðausturlands fann í fjöruborðinu í Barminum á Tjörnesi 25. mars 2007.

Í riti Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar er norrænu gulldeplu lýst svona:
Langvaxinn og þunnvaxinn fiskur. Mesta hæð er rétt ofan við hausinn, sem er stór og þunnvaxinn. Kjafturinn er lítill og skástæður, aftari endi nær ekki á móts við fremri rönd augna. Tennur eru í efra skolti. Augu eru stór. Bakuggi er stuttur, en nokkuð hár og liggur aftan við miðju. Aftan hans er alllangur en lágur veiðiuggi. Raufaruggi er lágur en nokkuð langur og byrjar rétt aftan við rætur bakugga. Sporðblaðka er stór og sýld. Eyruggar eru miðlungsstórir og rætur þeirra eru við tálknalokið. Kviðuggar eru miðsvæðis. Hreistur er stórt og þunnt og fellur auðveldlega af. Rákin er ógreinileg.

Norræna gulldepla verður um 7 cm á lengd og er því mun minni en loðna sem er yfirleitt rúmir 15-18 cm á lengd. Hún er græn eða dökkblá á baki en silfurhvít á hliðum og kvið. Ljósfærin sem norræna gulldeplan hefur á hliðum eru bláhvít með svartri umgjörð.

Helstu heimkynni gulldeplu eru á vestanverðu Miðjarðarhafi og víða á norðanverðu Atlantshafi. Ennfremur finnst hún í Mexíkó-flóa, Karíbahafi og í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.

Á erlendum tungum er norræna gulldeplan kölluð lakssild (færeyska), laksesild (danska og norka) og pearlside (enska). Hún hefur af ýmsum hér á landi verið kölluð laxsíld en er af ætt silfurfiska. Hins vegar er til ætt sem nefnist laxsíldarætt.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.1.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2009, sótt 9. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51156.

Jón Már Halldórsson. (2009, 20. janúar). Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51156

Jón Már Halldórsson. „Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2009. Vefsíða. 9. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51156>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?
Í upphafi þessa árs (2009) hóf fiskveiðiskipið Huginn VE tilraunaveiðar á smáfisk sem nefnist norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Aflabrögð urðu vonum framar og landaði skipið rúmlega 628 tonnum. En hvaða fiskur er gulldepla?

Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra dýpi á nóttunni en á daginn syndir hann niður á rúmlega 500 metra dýpi. Helsta fæða norrænu gulldeplunnar eru ýmsar tegundir krabbaflóa og ljósáta en helstu afræningjar hennar eru þorskur, ufsi, síld og fleiri tegundir.


Norræn gulldepla sem starfsmaður Náttúrustofu Norðausturlands fann í fjöruborðinu í Barminum á Tjörnesi 25. mars 2007.

Í riti Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar er norrænu gulldeplu lýst svona:
Langvaxinn og þunnvaxinn fiskur. Mesta hæð er rétt ofan við hausinn, sem er stór og þunnvaxinn. Kjafturinn er lítill og skástæður, aftari endi nær ekki á móts við fremri rönd augna. Tennur eru í efra skolti. Augu eru stór. Bakuggi er stuttur, en nokkuð hár og liggur aftan við miðju. Aftan hans er alllangur en lágur veiðiuggi. Raufaruggi er lágur en nokkuð langur og byrjar rétt aftan við rætur bakugga. Sporðblaðka er stór og sýld. Eyruggar eru miðlungsstórir og rætur þeirra eru við tálknalokið. Kviðuggar eru miðsvæðis. Hreistur er stórt og þunnt og fellur auðveldlega af. Rákin er ógreinileg.

Norræna gulldepla verður um 7 cm á lengd og er því mun minni en loðna sem er yfirleitt rúmir 15-18 cm á lengd. Hún er græn eða dökkblá á baki en silfurhvít á hliðum og kvið. Ljósfærin sem norræna gulldeplan hefur á hliðum eru bláhvít með svartri umgjörð.

Helstu heimkynni gulldeplu eru á vestanverðu Miðjarðarhafi og víða á norðanverðu Atlantshafi. Ennfremur finnst hún í Mexíkó-flóa, Karíbahafi og í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.

Á erlendum tungum er norræna gulldeplan kölluð lakssild (færeyska), laksesild (danska og norka) og pearlside (enska). Hún hefur af ýmsum hér á landi verið kölluð laxsíld en er af ætt silfurfiska. Hins vegar er til ætt sem nefnist laxsíldarætt.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd: