Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er gyðja?

Gyðja er kvenguð, kvenkennd æðri vera sem yfirleitt er fögur og tignaleg. Gyðjur eru til í mörgum trúarbrögðum, sérstaklega fjölgyðistrúarbrögðum eins og norrænni, rómverskri, grískri og egypskri goðafræði.

Helstu gyðjur í norrænni goðafræði eru Frigg (gyðja fjölskyldu og heimilis), Nanna (gyðja hafsins), Freyja (ástargyðja), Iðunn og Eir (gyðjur lækninga), Hel (gyðja dauðans) og Sif (gyðja hins gullna akurs). Af grískum gyðjum má nefna Heru (gyðju hjónabands og barneigna), Afródítu (ástargyðju), Artemis (gyðju veiða og villtra dýra) og Aþenu (gyðju hernaðar og fræða), og Díana (frjósemisgyðja), Venus (ástargyðja) og Tellus (jarðargyðja) eru rómverskar gyðjur. Einnig eru til egypskar gyðjur eins og Ípet (gyðja barneigna), Bútó (verndari konungs) og Haþór (æðsta gyðja).

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Útgáfudagur

12.7.2005

Spyrjandi

Kristín Dahl, f. 1988

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Birta María Gísladóttir. „Hvað er gyðja?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2005. Sótt 22. september 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=5127.

Birta María Gísladóttir. (2005, 12. júlí). Hvað er gyðja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5127

Birta María Gísladóttir. „Hvað er gyðja?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2005. Vefsíða. 22. sep. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5127>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hrafn Loftsson

1965

Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu.