Gyðja er kvenguð, kvenkennd æðri vera sem yfirleitt er fögur og tignaleg. Gyðjur eru til í mörgum trúarbrögðum, sérstaklega fjölgyðistrúarbrögðum eins og norrænni, rómverskri, grískri og egypskri goðafræði.
Helstu gyðjur í norrænni goðafræði eru Frigg (gyðja fjölskyldu og heimilis), Nanna (gyðja hafsins), Freyja (ástargyðja), Iðunn og Eir (gyðjur lækninga), Hel (gyðja dauðans) og Sif (gyðja hins gullna akurs). Af grískum gyðjum má nefna Heru (gyðju hjónabands og barneigna), Afródítu (ástargyðju), Artemis (gyðju veiða og villtra dýra) og Aþenu (gyðju hernaðar og fræða), og Díana (frjósemisgyðja), Venus (ástargyðja) og Tellus (jarðargyðja) eru rómverskar gyðjur. Einnig eru til egypskar gyðjur eins og Ípet (gyðja barneigna), Bútó (verndari konungs) og Haþór (æðsta gyðja).
Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar? eftir Sævar Helga Bragason.
- Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni? eftir EDS og JGÞ.
- Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum? eftir Unnar Árnason.
- Hver eru kennitákn grísku goðanna? eftir Ulriku Anderson.
- Hverjir voru guðir Egypta til forna? eftir Skúla Sæland.
- Íslensk orðabók A-L (3. útgáfa). 1988. Ritstjóri: Mörður Árnason. Reykjavík, Edda.
- Þekkt goð. Ásatrúarfélagið.
- Mythica alfræðiorðabókin.
- Goddess. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
- Myndin er af síðunni Þekkir þú þessar verur? Guðir og gyðjur: Vefleiðangur.
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.