Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var það? Voru það Súmerar?

Guðni Þorvaldsson

Nær víst er talið að menn hafi veitt sér villihesta til matar á síðustu skeiðum ísaldar áður en farið var að temja þá. Hesturinn var svo að öllum líkindum fyrst taminn í Evrasíu við lok nýsteinaldar, eða fyrir 5-6000 árum síðan, af arískum hirðingum sem bjuggu á steppum við Kaspíahaf og Svartahaf. Einnig bendir þó margt til þess að villihestar hafi einnig verið tamdir annars staðar í Evrasíu á svipuðum tíma.Hirðingjarnir tömdu hestinn í upphafi til að fá af honum mjólk, skinn og kjöt eins og af öðrum búfénaði. Síðar var farið að nota hann til að draga vagna, og enn síðar til reiðar. Elsta heimildin um að hestar hafi verið notaðir sem reiðskjótar er að finna á 4500 ára gamalli leirtöflu frá Súmerum, en Súmerar bjuggu í Suður-Mesópótamíu. Á töflunni má sjá mann á baki dýrs sem kann að vera hestur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd:

  • Elwyn, H. E. (1992) Stóra hestabókin (1992). Iðunn.
  • Gísli B. Björnsson og Hjalti J. Sveinsson (2004). Íslenski hesturinn. Mál og menning.
  • Wikipedia.com - mynd af hestum. Sótt 16.7.2010.

Höfundur

jarðræktarfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Útgáfudagur

13.7.2005

Spyrjandi

Elvar Svavarsson, f. 1986

Tilvísun

Guðni Þorvaldsson. „Hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var það? Voru það Súmerar? “ Vísindavefurinn, 13. júlí 2005. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5131.

Guðni Þorvaldsson. (2005, 13. júlí). Hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var það? Voru það Súmerar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5131

Guðni Þorvaldsson. „Hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var það? Voru það Súmerar? “ Vísindavefurinn. 13. júl. 2005. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5131>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var það? Voru það Súmerar?
Nær víst er talið að menn hafi veitt sér villihesta til matar á síðustu skeiðum ísaldar áður en farið var að temja þá. Hesturinn var svo að öllum líkindum fyrst taminn í Evrasíu við lok nýsteinaldar, eða fyrir 5-6000 árum síðan, af arískum hirðingum sem bjuggu á steppum við Kaspíahaf og Svartahaf. Einnig bendir þó margt til þess að villihestar hafi einnig verið tamdir annars staðar í Evrasíu á svipuðum tíma.Hirðingjarnir tömdu hestinn í upphafi til að fá af honum mjólk, skinn og kjöt eins og af öðrum búfénaði. Síðar var farið að nota hann til að draga vagna, og enn síðar til reiðar. Elsta heimildin um að hestar hafi verið notaðir sem reiðskjótar er að finna á 4500 ára gamalli leirtöflu frá Súmerum, en Súmerar bjuggu í Suður-Mesópótamíu. Á töflunni má sjá mann á baki dýrs sem kann að vera hestur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd:

  • Elwyn, H. E. (1992) Stóra hestabókin (1992). Iðunn.
  • Gísli B. Björnsson og Hjalti J. Sveinsson (2004). Íslenski hesturinn. Mál og menning.
  • Wikipedia.com - mynd af hestum. Sótt 16.7.2010.
...