
Fyrstu heimildir um notkun humals í bjórgerð eru frá borginni Babýlon frá 400 f.Kr. Á miðöldum var algengt að humall væri ræktaður í klaustrum en þá notuðu menn einnig aðrar plöntur í bjórgerð svo sem krosshnapp (Glemchoma hederace) og malurt (Artemisia absinthium). Nú til dags eru framleiddar bjórtegundir sem innihalda aðrar jurtir en humal, til dæmis Fraoch sem er skoskt öl og hinn franski Cervoise Lancelot. Höfundur þessa svars hefur nokkrar heimildir fyrir því að humall sé ræktaður hér á landi en í mjög litlum mæli. Ef ætlunin er að fara út í stórfellda humlarækt hér á landi, þyrfti að skoða ýmsa þætti vel, til dæmis líffræði plöntunnar og ýmsa hagkvæmnisþætti. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvernig er bjór búinn til? eftir Finnboga Óskarsson
- venær hófu menn að brugga bjór? Var bjór bruggaður á Íslandi fyrr á öldum? eftir Hallgerði Gísladóttur
- Er til einhver formúla fyrir því hversu mikið má kæla bjór áður en hann frýs? eftir Sigurð V. Smárason
- Wikipedia.org. Sótt 5.3.2009.